fimmtudagur, desember 07, 2006

ég er rosa klár!

Mér tókst einni og óstuddri að setja inn linka og vantar nú bara linkinn hennar Önnu vinkonu...er búin að gleyma slóðinni á blogginu hennar- Anna, hvað er slóðin aftur?

Dagurinn í vinnunni var svolítið klikkaður. Dagurinn byrjaði á því að einn rauk úr skólanum en var pikkaður upp á leið í vinnu til mömmu sinnar og kom stuttu fyrir frímó í fylgd mömmu sinnar- ljúfur sem lamb af hræðslu við að þurfa að fara til aðstoðarskólastjórans.

Hitt atvikið átti sér stað eftir nesti, þá voru strákarnir að fara í annan tíma og einn gerði sér lítið fyrir og stakk stórri gerð af bréfaklemmu sem hann hafði mótað í V á kaf inní innstungu!! Það sló út á öllum ganginum og bréfaklemman brann upp að hluta! En sem betur fer er einhver lekaliður sem slær öllu út um leið og eitthvað svona gerist. Annars hefði ég getað setið uppi með raflostaftöku fyrir framan heilan bekk, huggulegt maður!
Barnið sakaði ekki neitt og djöfull var hann heppinn. Ég fékk vægt sjokk en varð að láta aðra um þetta þar sem ég átti að mæta í myndmennt hjá 3. bekk.

Já, það getur verið fjör að vera kennari.

Aldísi vil ég að lokum bjóða velkomna á mölina aftur eftir veturlanga setu (og gott betur?) norður í landi. Til hamingju með íbúðina, Furugrund er fínn staður.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Desember líður

Mikið djöfull var ég dugleg um helgina. Hér var mikið þrifið og hengt upp. Jólaseríurnar nú til dags eru orðnar svo mikið rusl. Þær endast 1 jól og það eru ekki ýkjur. Maður má þakka fyrir ef hún endist yfir hátíðarnar!
Börnin eru nú þegar orðin ansi æst og býst ég við spennufalli um 12. eftir að fyrsti jólasveinninn kemur. Í mínum 7 ára bekk kveður við annað hljóð en hjá jafnöldrum þeirra í borginni. Hér er jólasveins-trúin nánast við lýði hjá hverju barni og hef ég heyrt þau tala um að þeim nægi að líta í augu jólasveinsins til að sjá hvort um ósvikinn er að ræða. Það hefur nefnilega kvisast út að nokkrir feik séu á sveimi! En flestir séu þeir þvottekta og komu þeirra er beðið með mikilli óþreyju.

Það hjálpar ekki að sum hver hafa étið smásúkkúlaði um morguninn (maður finnur það sko alveg á sumum) úr dagatalinu og sum jafnvel fengið jóla-jógúrt sem er sykrað jógúrt með SÆLGÆTI í lokinu.

Ég er hætt við að kaupa mér jólaföt. Ég get alveg fundið eitthvað sem maður hefur farið nokkrum sinnum í, í skápnum.

föstudagur, desember 01, 2006

1. desember.

Jæja, langt síðan ég bloggaði síðast. Ólöf Jóna er komin frá Kanada og í fyrradag fengum við þær góðu fréttir að hún fer ekki aftur út og er mamma hennar búin að sækja um fyrir hana á gamla leikskólanum. Jei, þetta eru afar góðar fréttir. Ég er einmitt að sækja hana á eftir.
Í gær fór ég í Smáralind og ætlaði að athuga hvort ég sæi einhver fín jólfaföt. Ég var allt of sein! Vörurnar voru búnar í millistærðumog mikið af small og x-large fötum eftir. Hvað er að fólki, hver verlsar allt upp í okt. nóv.? Og ég sem hélt að ég væri afar snemma í því. Ég endaði með að kaupa snyrtilegan jakka/úlpu á Bubba og á mig keypti ég super-soft baðslopp..ummhh. Jakkinn reyndist of lítill á Bubba enda keyptur í Zöru þar sem undirstærðir ráða ríkjum...

Ég er að reyna að setja niður hjá mér hvaða jólagjafir ég á eftir. Ég hef verið að safna allt árið en enn vantar slatta. T.d fyrir pabba, Leu og Bubba. Bubbi breytti út af vananum í ár og kaypti gjöfina mína tímanlega. Hingað til hefur þetta verið keypt í vinnuskreppi 22 eða 23 des. Ég er mjög glöð með þennan góða fyrirvara. Ætli ég verði ekki að athuga með gjöf fyrir hann á eftir.

p.s. ég man þegar það var frí 1 des. Mikið vildi ég að það væri þannig ennþá. Þá væri ég heima núna...
En ég er í tölvutíma og hér er allt svo óheflað að börnin eru bara á leikjanetinu. Í þessum skóla eru engin leikja-forrit í tölvunum þannig að við erum ekki í uppbyggilegum stafaforritum hér neitt. Onei.
jæja, ætla í bubbles

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Bekkjarkvöldi lokið

Mikið er ég fegin að þessu er lokið. Börnin mættu, dönsuðu og svo átum við. Vinsælast var rice-krispies nammið og SYKURPÚÐARNIR. Svo fóru börnin að hlaupa og endaði með að þau hlupu á hvort annað. Einn nemenda minna fór að rölta uppá sviði í miðri kynningu, annar frá mér sat nánast uppi á sviði þegar stelpa úr hinum bekknum spilaði á flautu og gaf hann svona pú merki með hendinni, þið vitið, með þumalinn niður!! Ég kippti honum frá þegar ég sá þetta. Við Bryndís héldum í sakleysi okkar að foreldrarnir bæru ábyrgð á börnunum, svo var víst ekki.

Í dag er svo dagur íslenskrar tungu. 4 börn lesa upp atriði um Jónas Hallgrímsson. Ekkert mál eftir gærdaginn. Maður er orðin ýmsu vanur!

Maðurinn minn var að kaupa sér fáránlegasta ökutæki ever. Þegar ég hef séð svona bíla á götunum fer um mann aulahrollur og svo hugsar maður að viðkomandi ökumaður sé með heiftarlega minninmáttarkennd. Í þessu monsteri þarf ég svo að sitja. Bíllin er rúmlega 6 metrar á lengd og skagar lengst út á götu. Maður skammast sín, því ekki kann Bubbi að skammast sín.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Nú hefi ég ritað 4 blogg eða e-ð og hefi ekki fengið 1 einasta komment. Ég heimta úrbætur, þið 2-3 sem lesið þetta....

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Brjálað veður!!

En spennandi, það er að skella á brjálað veður, allt upp í 40-45m/sek. Þetta er allavega fjör þegar maður er öruggur heima hjá sér.Veðrið má samt alveg vera gengið yfir eftir hádegi á morgun. Ég ætla að mæta á samkomu við Kögunarhól rétt hjá Selfossi. Það er verið að vekja athygli á því að 52 frá árinu 1973 hafa dáið á leiðinni Rauðavatn-Selfoss!
Það eru svakalega margir. Ég styð það að það verði 2+2 akreinar og lýsing alla leið.
Það á að setja niður 52 krossa til minningar um hina látnu. Maður fær örugglega áfall þegar allir krossarnir eru komnir upp.

Í næstu viku er hið margrómaða bekkjarkvöld 7 ára barna í Grunnskóla Hveragerðis. Báðir bekkirnir halda sýningu og svo verður etið af sameiginlegu veisluborði (og það besta er að ég þarf ekki að koma með neitt:).
Dagarnir fram að "kvöldinu" munu verða ansi æsilegir. Þeim finnst þetta nú samt alveg agalega skemmtilegt. Allir strákarnir "mínir" segja brandara og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég hef þurft að þola marga vægast sagt lélega brandara s.l. 2 daga, þar sem allir þurftu að rekja úr sér brandara-garnirnar til að hafa efnivið í flutninginn.
dæmi: Afhverju syndir maðurinn á eftir hinum?....því hann vill komast áfram....!!!!
dæmi 2: Afhverju setja hafnfirðingar epli út á kvöldin?......til að tunglið geti fengið sér.
jamm og já

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

ágúst 2006



þetta er tekið upp í námu í Grafningshreppi í vinnunni hjá Bubba. Það var rosa fjör að vaða í drullulæknum fyrir dýr og börn.

...

Mér finnst þetta blogg mitt afar óskilvirkt. Var að koma inn eldgömlu bloggi síðan þarsíðustu helgi.

Síðustu helgi skruppum við upp á hálendi og gistum alein í skálanum á Hveravöllum. Rosa rómó og kósí. Við reyndum að fara í pottinn sem er fyrir neðan og brenndum okkur bara. Þetta var svo heitt að olíudrullan rann úr öllum skorunum á höndunum á Bubba og er þá mikið sagt:)

Í dag voru börnin svo að mæta í skólann eftir 6 daga vetrarfrí. Ljúfur tími.

Ég bið að heilsa móður minni sem dvelst þessa stundina í Boston, nýkomin frá Portúgal...eða var það Spánn...
Það er svona þegar fólk kemst á efri ár, þá á það skilið að njóta ævierfiðisins og ferðast...haha.

Jæja, ætli sé ekki best að einbeita sér að myndmenntakennslunni. Þær eru bara svo þægar þessar stelpur.

sunnudagur, október 22, 2006

menningin skoðuð:p

Komiði sæl.
Í dag fór ég í Borgaleikhúsið að berja Ronju Ræningjadóttur augum. Ég mæli hiklaust með þessari sýningu. Laddi er öðru aukahlutverkinu sem Matthías pabbi Ronju... hvernig læt ég, auðvitað veit hvert mannsbarn hver Matthías er! Laddi er alveg frábær. Ég held að hann hafi nú ekki verið svo mikið í leikhúsi... Munið þið eftir einhverju hlutverki sem hann hefur verið í, í leikhúsi? Var hann kannski einhverntímann Mikki refur...

Já eins og hægt er að sjá er ég alveg upprifinn yfir þessu framtaki.
Mér finnst ég ákaflega göfug manneskja að hafa stungið uppá að bekkurinn færi:p Foreldrarnir voru nú sem betur fer með þannig að ég þurfti bara að mæta og horfa. Ég tók í hendina á 3 pöbbum sem ég hafði aldrei séð. Það var ágætt. Mikið var ég samt fegin þegar þetta var búið...

Í gær fór ég líka á tónleika -eða réttara sagt mætti ég í hljóðfæra pökkunina í lok tónleika:/
Ég ætlaði að mæta á tónleika á kaffi babaloo með Brynjari kærasta Aldísar en var að finna stæði á meðan þeir spiluðu....
Það er ekki á allt kosið, en ég sá bandið sem spilaði á eftir þeim, þau voru fín. Rólegt og gott:)

Hitti Bjögga frænda á téðum tónleikum og hann spurði hvort ég væri ekkert hrædd við jarðskjálfta þarna en ég sagði að það væri óralangt síðan það hefði gerst. Hann skellti þá fram"þá syttist í þann næsta...." Þetta er svosem alveg rétt!

Það hefur undanfarið verið umræða um að það sé ekki snjallt að byggja mannvirki ofaná sprungum eins og Sunnumörk-verslunarmiðstöð Hvergerðinga. Á bókasafninu getur maður gengið ofaná gleri og séð um leið téða sprungu. Það er meira að segja búið að leggja ljósa slöngu eftir einni sillunni þannig að maður getur ímyndað sér hvernig þetta gæti orðið umhorfs...hugsa sér ef allt færi bara af stað á meðan maður væri að velja sér bók!
þetta er varhugavert.

mánudagur, október 09, 2006

Enn af mynavélamálum

Ég verð að halda áfram með harðræðissöguna um digital-tæknina ógurlegu!
Nú hefur mér tekist að prenta út slatta af myndum og það var allt annað en auðvelt. Afhverju er það þannig í auglýsingunum að fallega konan styður létt á hnappinn og allt gengur eins og í sögu?(hef reyndar enga ákveðna prentara auglýsingu í huga en maður sér þetta samt alveg fyrir sér)
Það var eilífðar strögl að fá þessar myndir. Annaðhvort var blekið búið, prentarinn hætti bara að vinna eða þá að tölvan fór hreinlega út úr forritinu! Svo þarf alltaf að eiga pappír og hann er ekki svo ódýr nema maður kaupi einhvern hálfgerðan skeini-pappír.
Reyndar voru prentskipanirnar nokkuð stórar í hvert sinn eða ca. 150-180 myndir. En ég hef enga stjórn á mér í sambandi við ljósmyndunina sjálfa með digital vél þannig að myndirnar eiga það til að verða nokkur hundruð ef einhver viðburður á sér stað (eins og t.d jólin 2004- bara pakkaopnunin með Ólöfu Jónu voru um 250 myndir!!!) Það er ekki skrítið að barnið sé komið með myndavélastæla!

Ég er búin að setja eitthvað af þessu í albúm og verð að geyma hluta af myndunum sem ég hef þó prentað út því ég er ekki komin nema að janúar 2005!!!! og ég vil ekki raða saman myndum frá jan 05 og sept 06. Það er alveg af og frá.

Næst er bara að skoða mynddiskana frá febrúar 05- maí 05 og flokka út þær myndir sem ég vil
eiga á mynd og svo þarf að setja það í sér fæl. Þannig að nú er bara að stokka sig upp af ljósmyndapappír og taka fyrir næsta tímabil eða láta kannski bara flokkunina nægja og spara mér geðveikisvinnu og fara barasta með þetta í fuji.

Ég vil bæta því við að ég hef tekið upp gamalt og gott gildi- filmuvélina góðu. Ég fór í matarboð í gær og tók einungis 7 myndir!!. Enginn var flassblindur eða orðin þreyttur á að sitja fyrir:)

sunnudagur, október 08, 2006

Desember 2005



Ein gömul mynd sem er tekin í desember í fyrra á Tjarnarbrautinni.

Sunnudagur

Hah, þetta tókst. Að setja inn bloggið hér fyrir neðan! Og það kom meira að segja gömul dagsetning á þetta...?? 4.10.

Allavega. Nú er sunnudagur og við vorum að koma úr kveðjumat frá pabba hans Bubba þar sem helmingurinn af systkinunum kom saman. Kallinn er fara til Skotlands að vinna á þri.morgun og kemur kannski? heim um jólin. Þetta var góður matur- konan hans Einars er ansi góð að elda. Fengum grillaðan mat í hádeginu.

Hef svosem ekkert meira að segja í bili.

miðvikudagur, október 04, 2006

Sæl og blessuð.
Haldiði að það hafi ekki verið hætt við leirnámskeiðið! Vegna þess að aðeins 4 skráðu sig og svo hætti einn við....!
Og sem ætlaði að læra að búa til skálar á svona rennibekk eins og í Ghost. En það verður kannski námskeið í janúar. Annars ætti maður frekar að athuga hvort það sé ekki einhver með aðstöðu hér í Hveragerði... Það er samt betra að fá kennslu inn í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þar veit ég að ég fæ góða tilsögn.

Þetta Kárahnjúka mál er búið að angra mig. Nýlega fóru að heyrast svo háværar raddir um hversu frábært þetta væri fyrir austan-fólk. Ég var orðin á báðum áttum um hvaða skoðun ég ætti að hafa á þessu. En nú hef ég aftur tekið ákvörðun. Ég er enn á móti þessari virkjun. Og hananú.

Síðustu helgi var okkur boðið í mat hjá mömmu á föstud.kvöldinu og svo var okkur líka boðið í mat á laugardeginum hjá Brendu, mömmu Bubba. Við fengum læri á báðum stöðum og þau voru eins ólík og íslensk og færeysk rolla.....bæði lærin voru auðvitað mjög góð en mjög ólík:) (eru annars færeyskar rollur ekki líka góðar...??

Nú hef ég reynt að koma þessu bloggi inn í nokkra daga.
Ætla að reyna enn og aftur.

fimmtudagur, september 14, 2006

Myndavélamál

Sælt veri fólkið.

Héðan er allt svona salirólegt að frétta. Vinnan á nánast hug minn allann og mér finnst í fyrsta skipti eins og vinnan skipti mig máli.
Sem er mjög gott.

Ég hef alltaf verið mjög skeptísk í sambandi við þessa digital-væðingu (sagt með fordóma-tón) en þannig er mál með vexti að ég á það til að taka gríðarlegt magn af myndum, eins og þeir sem eru nálægt mér hafa oft brennt sig á. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að þeir blindist alltaf þegar þeir hitti mig:p
En ég s.s treysti þessari tækni svona mátulega mikið og hef miklar áhyggjur af því hvernig varðveisla gagna á þessu "digital" formi haldi sér í gegnum áratugi. Ég hef það nefnilega sterkt á tilfinningunni (nánast veit!) að myndirnar mínar eiga eftir að verða saga í myndum. En þær eru á ömurlegu formi sem nánast enginn getur nálgast eða séð. Það er svo hrikaleg tilhugsun um að öll vinnan við að taka allar þessar myndir hverfi svo bara út í vindinn...

Það er svo miklu áþreifanlegra að hafa undir höndum negatívur og ljósmyndir á pappír. Fékk reyndar flottan prentara í afmælisgjöf frá honum Bubba mínum, sem hveit hversu miklar áhyggjur ég hef af myndvinnslumálunum, en það varð engin lausn.

Mig virðist vanta þá sjálfsstjórn að geta tekið myndirnar-sett þær inn á tölvu-valið úr hundruðum mynda og prentað þær svo út! Ég kemst ekki lengra en loada inn myndum og setja þær á disk strax því tölvan er yfirfull og þessar myndir eru fáranlega margir pixlar og GB.

Þannig að ég hef ákveðið að byrja aftur að nota filmuvélina mína. Hún var nú alveg ágæt, var með smá "zoomi" meira að segja. Og ég á meira að segja ennþá 5 filmur eða e-ð álíka! Þá vantar mig bara batteríin.

Myndavélamál

Sælt veri fólkið.

Héðan er allt svona salirólegt að frétta. Vinnan á nánast hug minn allann og mér finnst í fyrsta skipti eins og vinnan skipti mig máli.
Sem er mjög gott.

Ég hef alltaf verið mjög skeptísk í sambandi við þessa digital-væðingu (sagt með fordóma-tón) en þannig er mál með vexti að ég á það til að taka gríðarlegt magn af myndum, eins og þeir sem eru nálægt mér hafa oft brennt sig á. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að þeir blindist alltaf þegar þeir hitti mig:p
En ég s.s treysti þessari tækni svona mátulega mikið og hef miklar áhyggjur af því hvernig varðveisla gagna á þessu "digital" formi haldi sér í gegnum áratugi. Ég hef það nefnilega sterkt á tilfinningunni (nánast veit!) að myndirnar mínar eiga eftir að verða saga í myndum. En þær eru á ömurlegu formi sem nánast enginn getur nálgast eða séð. Það er svo hrikaleg tilhugsun um að öll vinnan við að taka allar þessar myndir hverfi svo bara út í vindinn...

Það er svo miklu áþreifanlegra að hafa undir höndum negatívur og ljósmyndir á pappír. Fékk reyndar flottan prentara í afmælisgjöf frá honum Bubba mínum, sem hveit hversu miklar áhyggjur ég hef af myndvinnslumálunum, en það varð engin lausn.

Mig virðist vanta þá sjálfsstjórn að geta tekið myndirnar-sett þær inn á tölvu-valið úr hundruðum mynda og prentað þær svo út! Ég kemst ekki lengra en loada inn myndum og setja þær á disk strax því tölvan er yfirfull og þessar myndir eru fáranlega margir pixlar og GB.

Þannig að ég hef ákveðið að byrja aftur að nota filmuvélina mína. Hún var nú alveg ágæt, var með smá "zoomi" meira að segja. Og ég á meira að segja ennþá 5 filmur eða e-ð álíka! Þá vantar mig bara batteríin.

mánudagur, september 04, 2006

Týndur sími

Fyrir þá fjölmörgu sem reyna stöðugt að ná af mér tali verð ég að upplýsa að gemsinn minn hefur verið týndur í þónokkuð marga daga(líklega inni á heimilinu....). Hvarfið hefur svosem ekki háð mér þar sem ég er með annað númer líka sem er: 8950816 .....hugsa að þetta séu engar hernaðarupplýsingar svo að ég læt númerið bara gossa inn á netið....

Vinnan gengur alveg ágætlega. Þetta er hörkuvinna, að halda (þó ekki nema) 16 nemendum að verki. Sorglegt hvað prúðu og stilltu börnin verða alltaf útundan hvað varðar athygli. Púðrið fer allt í þessi erfiðari. En maður reynir.

Ólöf Jóna er farin aftur til Kanada með mömmu sinni og það er ansi hreint tómlegt hérna núna. Það er heilmikið brölt á barninu. En allir vilja skipta frökeninni á milli sín þannig að... :)
En hún kemur nú aftur um jólin og verður kannski hjá okkur og það verður rosa gaman.

Jæja, nóg í bili.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Er sumarið strax búið...?

Hafiði tekið eftir því að veðrið er farið að kólna? Úff. Við Ólöf Jóna fórum að tína ber áðan og vorum örugglega í tæpan klukkutíma og ég er rétt svo núna að ná hita í mig aftur. En við fáum allavega skyr með bláberjum í kvöldmat.
Um helgina voru blómstrandi dagar og ég gerði góð kaup á markaði sem var haldin við skólann. Ég keypti 2 spólur, Stella í orlofi, sem við gláptum á strax á laugardagskvöldið, svo keyptum við Stundina okkar með Felix og Gunna, sem hefur verið mikið í gangi-vægast sagt.
Hef annars ekkert að segja, vinnan er fín og veturinn er að skella á. Ég vildi að það kæmi bara ein sumarhelgi í viðbót....

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

verslunarmannahelgin




Ólöf Jóna fékk að fara drullupollaferð með pabba sínum um verslunarmannahelgina. Henni fannst alveg óborganlega gaman eins og sést.
Skólasetningin var í dag. Agalega spennandi að hitta öll börnin og ekki síður foreldrana því þeir skipta mjög miklu máli líka.
Mætti stútfull af hori og reyndi að láta alla heyra í mér.
Dreif mig svo beint heim eftir þessa afar stuttu og látlausu athöfn í stofu 3 og hef eytt deginum í snýtingar og videogláp. Mér leiðist svo að ég reyndi að hringja í mömmu og fá sultu-uppskrift. Var sko að vigta rabbarbarann og ég á heil 3 kíló-frosin, fyrir utan allt í garðinum. Á líka góðan rifsberjarunna en Bubbi var að fúaverja og notaði úðakönnu þannig að berin eru fremur ókræsileg húðuð í fúavörn! Geri líklega ekki svoleiðis í ár. Svo væri gaman að búa til bláberjasultu því hún er best, en til þess þyrfti ég að tína hér fyrir ofan götuna og það er allt of langt út fyrir garðinn minn....

Jæja, nóg í bili

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Vinnan og 30.afmæli

Er byrjuð í nýju vinnunni Líst ágætlega á þetta. Þetta er svolítið eins og að stökkva 10 ár tilbaka í tækjakosti og aðbúnaði.... svona hér um bil.
Í stofunni minni (sem er í hluta sem líklega er byggður um 1940-50 er algjör steik á daginn því sólin skín ALLAN daginn beint inn um stóra gluggana. Mér var sagt að ég þyrfti ekki að pæla lengi í þessum hita því húsnæðið er svo illa einangrað að ég mun þurfa að klæða mig vel í vetur...
:I
Ég er búin að hertaka mér bæði myndvarpa og segulbandstæki en slíkur munaður er af skornum skammti, en ég þoli einmitt ekki að þurfa að redda mér tækjum til að geta sýnt t.d e-ð á glærum. Við erum sko að tala um myndvarpa, ekki skjávarpa.

Er að vinna með Bryndísi einni sem ég var með í Kennó og mér líkar alveg hreint ágætlega við hana. Rólyndismanneskja. Kallinn hennar er líka að kenna þarna og ég komst að því í dag að 3 hjón/pör eru að vinna þarna. Myndi ég nenna því....!

Bubbi er 30 ára í dag og hann er ekkert afmælisbarn. Það er ekki til í honum afmælisgleði. Við Ólöf Jóna erum búnar að gefa honum gjafir, ég gaf honum hálsmen (kross, erum að hugsa um að fara tengjast æðri mætti- tilkynnti Bubba það í morgun og hann varð hálfsmeykur) En menið er allavega töff- úr stáli, og það er ekki keðja á því heldur svona þunn gúmmíreim, sem hentar mun betur á svona vinnustráka.
Ólöf Jóna gaf hinum Joe Boxer náttbuxur og þær voru ekki ódýrar. En hrikalega þægilegar.

Ætli maður verði ekki voða myndó og fari með köku eða eitthvað í kaffinu til hans.

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Ofur-andlitsendurnýjun.

Andlitsbað til auka útgeislun húðarinnar (e. Radiance Treatment) 90 mín. Ásamt hreinsun, gufu, skrúbbi úr sérvöldum virkum efnum undir áhrifaríku Guerlain þrýstinuddi, viðeigandi meðferðarmaska og léttri förðun. Meðferðin er fyrir þreytta og líflausa húð. Gefur húðinni aukinn ljóma ásamt fallegri og jafnari áferð. Mjög góð meðferð eftir aukið álag og veikindi. Kr. 9.900,- með sérhönnuðu þrýstinuddi frá Guerlain. Nuddað er upp úr áhrifaríkum "concentrate serumdropum" sem veita enn dýpri virkni Baðstofa fylgir ekki.....

Þetta er klausa af síðunni laugarspa.is. Er svona að skoða bara, og þvílíkar lýsingar!

miðvikudagur, ágúst 02, 2006


ég rétt hjá landmannaleið um daginn. svaka gella í öllu outfittinu. :)

Blessuð blíðan

Ó hve lífið er dásamlegt í svona hitum eins og þeim sem hafa verið undanfarið- já ég segi hitum! Eina sem skyggir á þetta dásemdar-frí-líf er tilhugsunin um að þurfa að mæta til vinnu eftir 9 daga! Mér finnst ég alls ekki tilbúin til að byrja á nýjum stað. Mér finnst sumarið rétt byrjað. Sérstaklega þar sem ég var fjarri góðu gamni upp í "sveit" fram í byrjun júlí.

Í dag eyddum við Ólöf Jóna deginum í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í frábæru veðri. Hittum Ástu, Önnu og Hrönn með öllum þeirra krakkaskara. Hver þeirra er komin með 2 börn og alltsaman stelpur nema Hrönn á 1 strák- gott hjá henni. Við gátum kjaftað á meðan börnin hlupu um. Ferlega þægilegt- allavega fyrir mig þar sem Ólöf Jóna er orðin alveg 4 ára og getur sjálf hlaupið á milli leiktækja og hleypur ekki í burtu, eitthvað annað en dóttir hennar Önnu sem á örskotsstundu komst undir girðingu, yfir smátún og innfyrir girt svæði þar sem var verið að (nema hvað) mála. Og þar greip hún þéttingsfast utanum málverkið. :)

Annars er lítið að frétta, nema að ég er orðin svolítil brún og mér tókst að koma 2 litlum bresk/finnskum/íslenskum börnum upp á Latabæjar-batteríið í kvöld. Gaf s.s litlum frændsystkinum Bubba Latabæjar DVD-inn nr. 1 og þau horfðu sem dáleidd á með opna munna. Snilld að myndirnar eru gefnar út með ensku tali líka. Já, ég vann mér inn stig í dag. Þau munu muna eftir mér sem konunni sem átti alla kettlingana og gaf þeim Latabæ.

p.s. Tónleikarnir með Sigurrós um daginn voru ansi skemmtilegir, gaman að standa bara þarna og skoða allt fólkið. Hitti nokkra t.d. Möggu (sem er enn kennd við Stebba;) og Helgu Ágústs, vinkonu frá 10-11 síðan í gamla daga. Hún var ólétt, komin 4 mánuði á leið, til hamingju með það. Barnið verður örugglega hrikalega sætt, enda er kallinn hennar ítalskur.

laugardagur, júlí 15, 2006

Jamm og já.

Yndislega veðrið heldur áfram...eða þannig:(
Við erum á leið á ættarmót uppi á Skaga með afkomendum mömmu hennar Brendu (tengdamömmu) Það er engin rífandi stemmari í gangi en best að hætta þessu væli...sumir eiga nú enga fjölskyldu...eða óþolandi fjölskyldu...eða...jæja þið náið þessu.
Eins og veðurfræðingurinn á Bylgjunni sagði í fyrradag -sem fékk mig til að hugsa þar sem ég tengi mig vel við svona hugsanagang- "hugsið ykkur hvernig hafi verið að búa í moldarkofa fyrir 80 árum og veðrið eins og það verður á morgun" (s.s í gær)...huggulega tilhugsun ekki satt?

Stundum óska ég þess að nú væri árið 1900... allt virtist vera einfaldara þá. Þá vaknaði fólk bara og vann-borðaði-vann-borðaði-hlustaði á húslestur og fór að sofa. En það er líka voðalega gott að hanga bara inni í dag og blogga með hundinn liggjandi við hliðina á sér á plastparketinu...

Hugsið ykkur hvað við höfum rokið áfram í þróun síðustu nokkra tugi ára! Er nema von að helstu sjúkdómar nútímans séu andnauð, streita og ofneysla ýmiskonar. Við kunnum ekki að höndla allt þetta nýja og höfum ekki undan að læra ný orð yfir nýja hluti- að ekki sé minnst á öll nýju tökuorðin yfir hluti sem við eigum meira að segja þó orð yfir!

Ég fann t.d nýtt orð yfir flottar konur í gær (í framhaldi af heimsókninni í Þrastarlund-sjá neðar hér) orðið: sprengja. Hljómar það ekki vel? Þetta er algjör sprengja- í rauninni það sama og bomba en samt útfærðara. Felur líka í sér tvöfalda merkingu: Álíka spennandi og sprengja og til þess gerð að sprengja í....

Rignið ekki niður og góða helgi

föstudagur, júlí 14, 2006

Þetta er Ólöf Jóna með Díkó okkar. Þau eru miklir vinir eins og sjá má

Flottar gellur!

Ætla að reyna að stytta mál mitt svo þetta komist inn á netið...
Í fyrradag fór ég út að borða m. Bubba í Þrastarlaundi í hádeginu. Þar er vinnana hans með reikning því þeir eru að vinna rétt hja. Í dyrunum mættum við 3 verkamönnum og inni fyrir var nánast fullt út úr dyrum af karlmönnum (fyrir utan 1 útlenska konu og 1 smábarn) Þarna vinna þrusugellur sem einnig prýða veggi staðarins (hélt fyrst að þetta væru keppendur í ungfrú suðurland 05 þangað til Bubbi sagði mér hróðugur (mistök nr. 1) frá því að eigandi staðarins hefði átt strippbúllu í rvk og lærði þar að fallegar stelpur trekkja að. Klókur maður það. Bubbi skildi ekkert í þessu formlega góðan daginn sem hann fékk þegar við gengum inn í stað kumpánlega "Hæ-ins" eins og fastakúnnar sem hann sjálfur er fá vanalega...
Mistök nr. 2 hjá honum voru nú svolítið mér að kenna en mér fannst þau afar fyndir ):l
Önnu þjónustustúlkan gekk framhjá og ég sagði "þessi er aldeilis með flottan rass" og þá gellur í Bubba með gleðiglampa í augunum" já, og það er annar hérna líka"... "Þú meinar þá minn" segi ég og Bubbi varð ægilega vandræðalegur í nokkur sekúndubrot (nóg fyrir mig hahaha)og segir með skökku brosi "já elskan" :s

Hvet alla til að skoða staðinn, gellurnar og matinn. Huggulegur staður með frekar dýrum samlokum en góðu útsýni í staðinn
Þessi eigandi veit alveg hvað hann er að gera.
Æi hvað ég er vond.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

prinsa og prinsessuleikur



þetta eru börn Sigrúnar, þau Adam og Sara og bleika dúllan er auðvitað Ólöf Jóna. Langt síðan ég birti mynd af henni ekki satt?

mánudagur, júlí 10, 2006



2 þessara rauðu eru strákar, rest er stelpur. Þessi lengst til vinstri er ferlega fyndin. Eins og hún sé kolrangeygð. Þessi svarti er flottastur en langt seinastur að byrja að taka við sér að éta mat. Ekki spillir fyrir að þeir eru fæddir 06.06.06.

Hæ aftur:)

Jæja. Sumarið er í algleymi og það hékk þurrt í allan dag. Í tilefni þess ætla ég að byrja að blogga aftur.
Það hefur fjölgað hjá okkur um 5 ferfætlinga. Óskilgetnir krógar sem hún Snælda okkar gaut. Þeir eru voðalega sætir en stækka hratt og þurfa heimili eftir ca. mánuð. Svo látið mig vita ef þið vitið um einhverja sem langar í kassavanan kettling. Það eru semsagt orðin 8 dýr hérna í húsinu.

Ólöf Jóna kemur þann 18. júlí og verður hjá okkur í heilar 6 vikur. Er að vandræðast hvernig við förum að þegar ég byrja að vinna en ég hef heyrt dagsetninguna 11. ágúst!! Við erum farin að byrja á sama tíma og Evrópulöndin...hugsið ykkur. Muniði þegar við vorkenndum útlensku börnunum fyrir að fá ekki nema helming á við okkur í sumarfríi. Þeir dagar eru liðnir.

Um helgina fórum við Bubbi í ferðalag. Lögðum húsbílnum rétt fyrir ofan Hrauneyjar og vöknuðum svo eldsnemma á sunnudagsmorguninn og keyrðum uppí Landmannalaugar, ég á fjórhjóli og Bubbi á mótorhjóli. Það var æðislega gaman og veðrið lék við okkur. Fórum í laugina upp í Landmannalaugum en það á víst að vera orðið hreint af þessum sýklum sem voru þarna í hitteðfyrra. Aðstaðan er orðin mjög góð þarna, en nú getur maður skipt um í sturtuklefum í húsi við hliðina á skálanum. En þjóðverjarnir njóta þess sjálfsagt ennþá að spranga um naktir í villtri náttúrunni og eru ekkert að flýta sér að klæða sér....Sem betur fer voru engir frjálslegir túristar að baðast á sama tíma og við. Kíktum líka upp í Landmannahellir. Verð að segja að sú sorglega sjón sem þessi hellir var, var varla keyrlsunnar virði. Ekki hægt að ganga inn í þennan pínulitla hellisskúta fyrir dauðum fugl, hrossaskít og úldnum fisk í frauðplast-kassa!

Ætla að prófa að setja inn mynd. sem mun þá koma hérna fyrir ofan:)

þriðjudagur, maí 23, 2006

Arrgh...!

Því miður var ég búin að gera alveg hreint ágætis blogg með myndum úr afmælinu og alles...en tæknin var mér ekki hliðholl í þetta skiptið og nú virðist ég ekki einu sinni geta sett inn myndir þannig ég lýsi mig sigraða í þetta skiptið og reyni aftur á morgun.

Vil samt þakka öllum sem komu í afmælið hennar Ólafa Jónu á laugardaginn. Hún fékk alveg helv. helling í afmælisgjöf og kannski tel ég það allt upp (aftur) á morgun.

Góða nótt börnin mín.

föstudagur, maí 19, 2006

Já verið ekki feimin.... -og annað tuð:)

Ég vil hér með hvetja alla þá sem leggja leið sína inn á bloggsíðuna mína að kvitta eitthvað smávegis þrugl í kommentin... (það er nú vanalega það eina sem ég fæ frá ættingjum mínum...nei djók- ekki hætta að kommenta-plís) En ég trúi því ekki að það séu bara ættingjar sem skoði þetta.

Það gæti huxast að sökin liggi mín megin- því ég blogga ekki nógu reglulega...en það er af og frá! En niðurstaðan er nú sú að: -Mér finnst bara svo óendanlega gaman að fá kveðjur:D
Sérstaklega vil ég fá kveðjur frá þeim sem ég veit að eru að skoða en hafa aldrei kommentað. Já ég get verið ansi frek stundum;) Það er nefnilega þannig að fleiri en skyldmenni mega alveg líka láta heyra í sér- já verið ekki feimin.
Þið vitið hver þið eruð...og það sem verra er- ÉG VEIT HVER ÞIÐ ERUÐ....MMúúúhahahaha!
Nei nei bara grín:)

Einnig vil ég spyrja ykkur að svolitlu- og svarið þið nú (en hvað ég er sniðug)
Hvert er álit ykkar á Sudoku, og ef þið eruð að dútla við þær: hve miklum tíma á dag/viku eyðið þið í fyrirbærið?

Og góða Eurovision helgi.
Hér verður partí um kvöldið fyrir alla þá sem hafa áhuga..
Eina skilyrðið er að við Bubbi séum eitthvað kunnug gestunum..:)

Afmælisundirbúningur

Já "Fjúff" -tek undir með Birnu Rún eftir fyrsta vinnudaginn sinn í nýju vinnunni hjá Og Vodafone:)
Ég er semsagt að baka fyrir barnaafmæli. Er búin að baka skúffuköku, 2 rækju-brauðtertur, banabrauð og kókosköku.....mér fannst þetta ekki nóg fyrr en ég skrifaði þetta! Á aftur á móti eftir að gera skinkusalat og 2 svoleiðis brauðtertur. Nú er að sjá hvort að ég uppfylli væntingar sem ég geri til mín í brauðtertugerðinni. Móðir mín var-og er, sjáið þið til meistari í því fagi. Ég hef hugsað mér að fylgja í hennar fótspor í þeim efnum. Mér hefur bara gengið ansi vel hingað til en hef nú ekki skreytt þær enn...
Svo á ég líka eftir að skreyta nammikökuna með Ólöfu Jónu. Það verður gaman:)
Guð, ég var búin að gleyma. Ég hef líka keypt baby-gulrætur og gúrkur og ætla að hafa svona "íþróttasnakk" á boðstólum fyrst. Þeirri hugmynd stal ég frá Sigrúnu mágkonu. Leikurinn er til þess gerður að reyna að fylla litlu magana af grænmeti áður en súkkulaðikakan er borin fram;)
Svo ætla ég að gefa "íþrótta-ananasdjús" til að skola þessu niður.
Sniðugt ekki satt.
Ég vona bara að ég gleymi ekki að saxa grænmetið því ég er svo upptekinn af öllu kökustandinu.

þriðjudagur, maí 16, 2006

kauptilboði tekið júhú

Vívíví, vávává jeijeijei...
Fengum tilboð í íbúðina á Tjarnarbrautinni sem hljóðaðai uppá 12,9 en við buðum 13,3 í staðinn sem endaði í 13.250.000 jamm og já. Þetta slagar næstum því upp í það sem mig vantar af peningum. eða þannig...
Hún Jóhanna nokkur hjá Remax hefur séð um þetta og týpískt ég að fá fasteignasala sem ég vorkenni. Hún er eitthvað svo seinheppin og fyndin...
Ekki alveg bestu eiginleikar sem prýða fasteignasala. En henni tókst þetta á endandum og var hreykin af. Það er ekkert stress með afhendingu þar sem kaupendurnir þurfa sjálfir að selja sína íbúð sem er upp í Orrahólum eða e-ð álíka. Þetta Þykja mér nú framfarir fyrir blokkarskrílinn...er svolítið snobbuð þegar kemur að hýbýlum manna.... takið þetta ekki illa upp.
Hugsa að endanlegt afsal verði einhverntíma í sept. Mikið eru þessi húsakaup farin að ganga hratt fyrir sig. Við greiddum upp húsið okkar til seljenda á 3 og 1/2 mánuði. Heilt einbýlishús!
...
Nú er bara að tilkynna Hraunhamri og Hofi að þeir megi taka íbúðin mína af sölu, en eitthvað þarf að borga þeim fyrir það samt...

Næstu helgi höldum við upp á afmælið hennar Ólafar Jónu þar sem þau fjölskyldan eru að flytja til Kanada. Þá getum við boðið föðurfjölskyldunni hennar heim og allir geta kvatt hana í leiðinni. Úff, var að fatta að ég er að fara að halda barnaafmælis-veislu. Úff, nenni ég svoleiðis...
jújú þetta verður fínt:)
Svo þarf ég að fara að byrja að bjóða í veisluna. Ef einhver sér þetta sem varðar um málið er afmælið allavega kl. 3 á laugardaginn. Verið velkominn

fimmtudagur, maí 11, 2006

Tekið af síðu bakkfirðinga

Þetta gladdi virkilega mitt litla hjarta hérna heima í dag.
- sorry María
26.apríl
Heitur pottur.
Það er ekki á hverjum degi að heitur pottur er settur upp á Bakkafirði en það gerðist í dag er Jóhannes Högnason fékk heitan pott sendan með Landflutningum.
Þetta mun vera fyrsti heiti pottur sem hingað hefur komið en nútímatækni gerir það að verkum að hitaveita þarf ekki að vera til þess að hafa pott því í honum eru hitaelement og er hann því upphitaður með rafmagni. Einnig eru innbyggt í pottinn fjöldinn allur af nuddstútum ásamt innbyggðum hljómflutningstækjum," nú svo maður geti slakað á við ljúfa tónlist."

http://www.bakkafjordur.is

Ég reyndi að koma inn myndinni af tryllitækinu sem skók Bakkafjörð en tókst því miður ekki.

Frá Danmerkurdvölinni



Hérna er Helle á afmælisdaginn sinn (födselsdag) með tíkina Luffe sem er ca. 6-7 mánaða. Helle, hvor gammel er hun igen?

Og hin myndin er af .....Luffe. Hún er af Amerísku Bulldog kyni. ....Voðalega er ég komin með mikinn hundaáhuga... (sikken en interest for hunde...)

Tak for sidst Helle og Mette. Det var en dejlig tur. Jeg har stadigvæk ikke náet at spise slikket som jeg köbte i lufthavnen. Men det var M&M i kilovis!! -OG 3. slags.

Hvor er hun altsá söd, lille Luffe.

og ég held áfam að hlaða inn myndum...



Þetta er nú hún Anna vinkona og hennar fjölskylda. Fór í mat til þeirra á meðan á dvöl minn í DK stóð. Þau búa á kolleginu í Herlev. Á myndina vantar Heklu Sól. Þau eru sko ekkert á leiðinni heim:) Til gamans má geta að Anna er nú útskrifuð (man ekki hvað gráðan heitir;) frá Tækniháskólanum í Köben og hefur fengið vinnu hjá ört stækkandi fyrirtæki- þar bestar hún... Það er að finna hagkvæmustu leiðir í ýmsum málum fyrir þau fyrirtæki sem þess óska.

Aldís- þú mátt fara að vara þig... færsla nr. 3 í dag.


Þessari mynd náði ég af einhverri danskri kvinnu sem sat á þessum sniðuga bekk í miðbæ Kaupmannahafnar. Ætli hún hafi ekki verið að fylgjast með fuglum- eða guð má vita hverju!
Og hérna er önnur, tekin frá öðru sjónarhorni. Ástæðan fyrir þessari sýningu er sú að Árnýju langar að fylgjast með Snældu vaxa, en ég fékk báða kettina frá henni.

Annars ligg ég veik heima. Ekki með svo mikinn hita, þó ég hafi slagað hátt upp í 38 stiga hita í gær (-2 kommur...)en þjáist meira af svona sleni og hori sem ég ætla ekkert að lýsa nánar. En það er allavega komin standard búnaður- klósettrúlla, á alla helstu staði hússins, s.s í Lazy-boy-inum, inní rúmi og svo er alltaf gott af hafa á klósettunum...

Verð nú aðeins að minnast á veðurblíðuna sem hefur verið undanfarið. Þvílíkt og annað eins. En það hlaut að fylgja einhver böggull því skammrifi (segir maður ekki svona?) Eða er það "sá böggull fylgir skammrifi" -og það var mengun sem barst frá austur Evrópu alla leið upp á Suðurskautið. Það ku víst vera ansi slæmt.

En ég naut nú samt veðursins enda ekkert annað að gera. Byrjuðum að vinna í garðinum um helgina. Hellulagningin gengur ágætlega og beðin eru orðin ágæt. Á samt alveg eftir að fara í þann hluta garðsins sem gæti kallast "bakgarður". Já þessi garður er engin smásmíði!

Set áreiðanlega fleiri myndir inn í dag.
Hef tímann til þess....

Þetta er hin ólétta Snælda, aðeins farin að gildna.

mánudagur, maí 08, 2006

smá auka

Ég er að reyna að slá út Aldísi....
Ég var að muna eftir svolitlu.....fyndnu.
Í gær staldraði við hjá okkur ónefndur Hvergerðingur. Sá sagði farir sínar ekki sléttar. Sá hörmulegi atburður átti sér stað á heimili hennar að þegar heimasætan ætlaði að kyssa hamsturin sinn góða nótt á laugardagskvöldið -að þá hann var algjörlega hreyfingarlaus.(sjáið fyrir ykkur 8 ára barnið segja "Mamma, hann hreyfir sig ekkert"!) Hann hafði þá verið í fullu fjöru stundu áður í búrinu sínu sem var á rúmi stúlkunnar. Þegar hún og vinkona hennar fóru að hoppa aðeins í rúminu... sem hefur ekki verið í frásögur færandi nema að litli Leónard (sko hamsturinn) virðist hafa skrikað fótur í hoppunum og hálsbrotnað.... Skelfilegt ekki satt?!

Nema hvað að húsmóðirinn vakti alla nóttina við að reyna að dæla næringu ofaní og halda lífi í hamstrinum litla sem nú var orðinn algjörlega lamaður fyrir utan andardráttinn. Hann lést svo um morguninn.
Mér datt þessi saga nú bara í hug þar sem í umræðunni hefur verið dómur yfir manni sem kastaði smáhundi í vegg eða e-ð álíka. Við Bubbi vorum að spá hvort þetta væri ekki svipað.........................
:)

Frábær helgi

...En lille bid af himlen...þetta gæti alveg verið lýsing á húsinu okkar í Hveragerði. Já þvílík einmuna veðurblíða kom yfir okkur Hvergerðinga í gær. Reikna með að restin af landslýðnum hafi notið þessa veðurs líka þar sem þetta góða veður dreifði sér víst yfir mestallt landið. Við eyddum deginum í garðinumog Bubbi byrjaði að rífa upp grasið á milli skúrs og húss þar sem við ætlum að helluleggja þetta svæði þarna á milli. Díkó er hvortsemer komin langleiðina með að gera þetta að moldarsvaði. Ég henti frá mér penslunum (gangurinn er loksins í málun) enda ekki hægt að vera að mála inni við í þessu veðri.
Enduðum svo á því að grilla og fara í pottinn. Mér hefði fundist þetta alveg fullkominn dagur en Bubbi vildi líka bjóða mér í bíó svo að við fórum á Mission Impossible á Selfossi sem við neyddumst svo til að fara af í hléi vegna þreytu. Myndin sjálf var alveg svosem ágæt. Nóg af actioni.
En það eru takmörk fyrir því hvað maður getur komist yfir á einum degi.

Mér finnst það svo algjör synd að í dag er ekki síðra veður og núna strax stefnir í mikil hlýindi og maður er fastur í vinnunni....

Bubbi er byrjaður að vinna á Selfossi. Hann er enn að vinna hjá sama fyrirtæki, uppí Vatnsskarðsnámum en hefur nú fengið flutning á Selfoss. Það er mikill kostur. Svo byrja ég að vinna f. austan næsta haust líka og þá erum við bæði komin í vinnu nálægt heimilum okkar.

Það styttist í að Ölöf Jóna flytji til Kanada. Það er rétt rúmur mánuður. Ákvað að vera ekki að kaupa neitt drasl handa henni úti heldur keypti ég voða fínan bleikan Disney bakpoka með hvítu kögri sem hún getur notað undir ferðadótið sitt í flugvélinni. Mikið er ég sniðug:) Svo gat ég náttúrulega ekki látið vera að kaupa svolítið af fötum...
vegna óska get ég rétt hent upp lista yfir það sem ég keypti á sjálfa mig: sokka, GÓÐA vandaða inniskó (vinnuskór komandi ára) fjólubláa blússu (mjög kennaraleg), hvít síð prjónuð peysa, síðan svartan bol, flott gallapils í HM og útivistargalla. Svo keypti ég líka allskonar drasl eins og segul-dót úr fríhöfninni, dyramottu, hjartalaga baðpúða, kerti, teppi, svona loðið til að setja utanum stýrið og lítinn fjarstýrðan bíl handa Bubba sem hefur reyndar ekki virkað ennþá og járndrasl sem kostaði 15 danskar til að setja ofaná hvaða glerflösku sem er og þá er kominn öskubakki....
já það er gott að eyða peningum í svona nauðsynjar....

Er að hugsa um að segja þetta bara gott í bili.

já og eitt að lokum. Snælda okkar er orðin kettlingafull. Kettlingurinn sjálfur....
Það er gott að einhver á þessu heimili verður óléttur...

fimmtudagur, maí 04, 2006

Komin heim:)

Þá er ég komin aftur heim. Þetta var alveg dásamleg vika. Afslöppun, verslun og át. Fyrst og fremst var þessi ferð hugsuð sem afslöppun og það tókst alveg:) Þvínæst hafði ég hugsað mér að versla svolítið og takmarkið var að finna allavega smekkbuxur á Ólöfu Jónu. Fann loksins smekkara í HM ásamt ýmsu fleiru. Reyndar í stráka-deildinni en mér fannst þær flottari en þessar í stelpudeildinni sem voru skreyttar ýmsu prjáli.
Anna og Hörður buðu mér í mat og það var besti matur sem ég fékk í þeirri Danmerkurdvölinni.
Helle átti svo afmæli á þriðjudaginn og við fórum í Ikea og hún verslaði sér kommóðu sem við eyddum svo kvöldinu í að "samle op" eða safna henni upp, eins og það útleggst á dönsku. Helle á þennan líka fína hund, amerískan Rottweiler sem heitir Luffe (tík). Hún var afskaplega hrifin af lopapeysunni minni og visssi fátt betra en að skerpa hvassar tennurnar á henni. Á næturnar skreið hún upp í til mín og hitaði upp sængina eða stal drasli frá mér til að naga. Við urðum allavega perluvinkonur:)
Kom svo bara heim í gær og beint í bankann til að fá lán fyrir afsalinu sem verður svo haldið í dag.
En nú er vinnudagurinn barasta búin og ég þarf að drífa mig út þar sem Bubbi er örugglega að bíða svo við getum brunað beint á fasteignasöluna

þriðjudagur, apríl 25, 2006

er að fara í frí :) aftur og nýbúin...

Ætlaði bara rétt að láta vita að ég er sko búin að skrifa langt og skemmtilegt blogg heima sem kemst ekki á netið!! Með myndum og allt.
Er annars að fara út á morgun og verð 1 viku.
Vonandi kemur hitt bloggið á eftir:)
Cheerio

miðvikudagur, apríl 19, 2006

síðasti vetrardagur

Mér finnst eins og vorið sé á næsta leyti. Það er orðið svo ótrúlega bjart á morgnana og ormar og flugur farnar að gera aðeins vart við sig. Og á morgun er hvorki meira né minna en sjálfur sumardagurinn fyrsti.
Samt keyrði ég heim í snjókomu í dag.
Sumarið er samt að koma.
Á morgun ætlum við Ólöf Jóna, María og Erna Ólöf að kíkja á íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum. Mér finnst það mjög spennandi, mikið er maður orðin fullorðin;) Það eru einhver hátíðahöld hérna í Hveró í tilefni 60 ára afmælis bæjarins.
Ég er einmitt búin að vera að bíða eftir einhverju svona tilefni. Nú er maður fluttur í nýjan bæ og því um að gera að sækja svona samkomur og skoða fólkið hérna (alveg réttu viðhorfin í gangi og svona...).

Annars vil ég bara óska öllum gleðilegs sumars og megi það bera sól í heiði og gleði í sinni fyrir ykkur öllsömul...(missti mig aðeins í restina).

laugardagur, apríl 15, 2006




Þetta erum nú við frænkurnar. Myndin er tekin í tilefni innflutningspartýsins góða. Takið eftir hvað ég er virðuleg en Aldís ekki :p

gamalt blogg af word skjali...

Fannst algjör synd að henda þessu annars ágæta bloggi svo hér fáið þið nokkurra daga fréttir...það hljómar spennandi ekki satt?

Ég get svarið það! Þetta er í þriðja sinn sem ég er að skrifa þetta blogg, alltaf dettur þetta helv. drasl út. Það kemur alltaf page expired eða eitthvað álíka þegar ég ætla að birta það og þegar ég ætla að bakka er allt horfið á baut. Nú segi ég bara “allt er þegar þrennt er” og skrifa bloggið nú á word skjal fyrst til þess að baktryggja mig. ;)


Í dag (reyndar er komið fram yfir miðnætti) er fimmti dagurinn í páskafríinu mínu og ég svaf út fyrst í dag! Það hefur verið ansi mikið um að vera.
Á laugardaginn síðasta keyrðum við á húsbílnum upp á Snæfellsnes í afmæli Bigga og gistum eina nótt –aftur fullkalt. Það var frábær matur sem beið okkar og við höfðum það fínt. Hugsa að það hafi verið fínt að vera bara 1 nótt þar sem þarna var ekkert smábatterí á ferðinni. Birna Rún segir á sinni bloggsíðu að þegar mest var í bústaðnum sem mamma og Biggi leigðu hafi verið 17 manns. Ég tek hana trúanlega.
Klukkan var ekki einusinni orðin 8 á sunnudagsmorgninum þegar ég datt svo kylliflöt á leið úr húsbílnum inní bústað með Ólöfu Jónu. Við vorum að koma okkur þarna yfir malarplanið og hlupum þar sem það var svo mikið rok (eruð þið ekki farin að sjá þetta fyrir ykkur?) Þá bar svo undir að reimarnar flæktust í krækju á hinum skónum og skyndlilega virkuðu lappirnar ekki lengur á hlaupunum! Ég datt fyrst á mjöðmina svo öxlina og lá loks með andlitið í mölinni. Sem betur fer hélt ég á teppum þannig að það mýkti fallið svo þetta fór allt vel:)

Framhald bloggsins er svo hér beint fyrir neðan- það virtist ganga betur að hafa bloggið stutt. Þetta er kannski hint um hversu slæm blogg-skrifin eru. Tölvan getur bara innbyrt visst magn af kjaftæði í einu...

gamalt blogg af word skjali...frh

frh...
María og dóttir hennar, Erna Ólöf komu til okkar á þriðjudaginn og gistu hjá okkur. Það var fínt. Stelpurnar léku sér saman (Ólöf Jóna var hjá okkur ennþá), við fórum í pottinn og höfðum það gott hérna heima.
Í gærkvöldi (þri.) fórum við svo með þær í bíó á Ísöldina 2. Hún var ekki eins góð og mynd nr. 1, eins og mynda nr. 2 er von og vísa.
Nema hvað að vil lendum á bekk fyrir framan einhverja fávita...nei, nú má ekki vera of dómharður, en þetta voru 3 unglingsstrákar. Einn þeirra gaggaði og emjaði og hermdi eftir stelpunum þegar þær hlógu!! Einn var bara hlutlaus fylgifiskur en sá þriðji sussaði í sífellu á gaggarann. Við færðum okkur loksins og skömmuðum þá svolítið að hætti kennara.
Ólöf Jóna var mest upptekin af namminu og skömmtun þess. Því meira sem hún át því æstari varð hún ...go figure!
Svo spurði hún oft um það hvenær við kæmum í bíóið... Þegar ég var loksins búin að koma henni í skilning um að við værum nú einmtt staddar í sjálfu bíóinu breyttust spurningarnar í “Hvenær byrjar myndin” og þurfti að kalla til að yfirgnæfa myndina sem var í fullu aksjóni. Hún er alveg milljón stelpan sú arna.
Svo kom hlé og stelpurnar byrjuðu “Er myndin búin”? Ekki virtust þær ánægðar með svarið fyrr en Maríu datt það snjallræði í hug að segja bara “Já, hún er búin ,komum” Stelpurnar hlupu út syngjandi glaðar yfir að sleppa úr þessari prísund útúrsykraðar.
Við löbbuðum út nokkuð góðar með okkur yfir að hafa höslað 3ja ára og 5 ára. Muhahaha

Jæja, nú ætla ég að gera lokatilraun til þess að troða þessu bloggi uppá almenning.

Eru fleiri en ég í vandræðum með bloggið

Er að athuga hvort að svona stutt blogg sé að gera sig eitthvað betur en langt blogg. Hef verið að reyna að koma inn bloggi alla síðustu viku!!!

laugardagur, apríl 08, 2006

Ég held ég sé orðin háð tölvunni minni.

Loksins er hið langþráða páskafrí hafið. Mikið er það gleðilegt og mikið ánægjuefni. Ég hangi hér heima hjá mér og hef þurft af hlusta á endalaust tal um höfuðlugtir, dekkjastærðir og þar fram eftir götunum. Var meira að segja loksins að fá tölvuna í hendurnar þar sem hún hafði verið haldið í gíslingu í allt kvöld því það var verið að setja upp gps-in aftur í henni....eða eitthvað svoleiðis. Er nú búin að hvetja þá til að skreppa bara á barinn og það virðist vera að ganga eftir.

Mikið er ég annars orðin háð þessari blessaðri tölvu. Þó ekki sé nema til að athuga hvernig færðin er á heiðum landsins http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/pages/fu_umf_myndavelar.html (ef ske kynni að mér dytti í hug að ferðast í nótt!) og rúnta á helstu bloggunum...þar sem lítið er yfirleitt um að vera nema hjá honum Björgvini frænda í Tékklandi.
(Þetta var löng setning).Hann fær hrós fyrir afar málefnalegar og snjallar blogg-fréttir.

Hugsa að ég fari í háttinn og hvíli mig fyrir ferðalag morgundagsins. Við ætlum að keyra til Stykkishólms og gista 1 nótt í húsbílnum ef veðurguðirnir leyfa. Annars höfum við fengið vilyrði fyrir gistingu í sumarbústað sem mamma og Biggi leigja þar. Ég vona að veðrið verði þokkalegt því ég hugsa að hin fjörugu barnabörn Bigga gisti í bústaðnum og það yrði afar fjörugt um morguninn....
Bonne nuit

fimmtudagur, apríl 06, 2006

1 dagur eftir.

Það er nú lítið að frétta af okkur. Nema það að PÁSKAFRÍIÐ hefst eftir vinnu á morgun. Liðið í vinnunni er búið að vera svo spennt alla vikuna að það hefur verið föstudagur í 4 daga og einn til á morgun... Auk þess er gulur dagur á morgun. Þá eiga allir að mæta í e-u gulu. Það kom mér mjög á óvart þegar ég opnaði fataskápinn og við mér blasti gulur bolur. Ég var nýbúin að gefa þá yfirlýsingu að maður ætti nú sko ekkert gult!
Semsagt 1 dagur eftir og jafnvel 1 utanlandsferð í sjónmáli... Þó ekki fyrr en eftir páskana. Fer nú ekki að eyða þeim dýrmætu frídögum í utanlandsferðir.......

mánudagur, apríl 03, 2006

Hej Helle og Mette.

Tak for at læse mit blog. Kunne I forstá det? Men nu bliver det blooged pá dansk:)
De andre kan öve sig i sin dansk (f.x. mor)
Náh, I denne weekend var Ólöf Jóna hos os. Vi har været til en konfirmation og i gár aftes mödte jeg Bubbi´s far for förste gang. Han ligner sine börn. -Eller börnen ligner ham.

Jeg tror ikke jeg gider komme til DK i páskeferien. Jeg vil hellere bare lige slappe af. Næste weekend tager vi alligevel en lille tur pá hus-bilen (en nat) ud pá landet fordi Biggi (min stedfar) bliver 55 ár. g. og det skal fejres i et lille sommerhus. Bubbi skal máske gá pá en fjeldtur senere i ferien mens jeg dekorerer og gör fint derhjemme med María.
Men jeg skal nok kigge pá dig inden sommer. Sá er der bare maj tilbage...

I sidste weekend körte vi til Vík (den sydste punkt pá landet) og overnattede i husbilen (förste natten i bilen i 2006) Det blev sá koldt om natten at gasset (gas-"kuten" hænger udenfor, bagved bilen) frös sá vi fik ingen opvarmning i bilen. Heldigvis havde vi Díkó til at varme lidt op:)

p.s. I fár en billede af Díkó nár vi havde for nyligt fáet ham i oktober og sá er der et bil. af Ólöf Jóna mat give katten at spise (og se pá fjernsyn)


fimmtudagur, mars 30, 2006

Það hefur einfaldlega ekkert verið að gerast hjá mér undanfarið.
En ég get nú áreiðanlega tínt einhverja atburði til....
Síðustu helgi skruppum við til Víkur í Mýrdal og gistum í Royal Cruiser-num fyrstu nótt ársins. Ætluðum að keyra á mótorhjóli upp á fjallið (man ekki hvað það heitir..) sem er við hliðina á Vík. Þar voru víst einvherjar herstöðvar sem eru að hruni komnar núna. Við ákváðum að stefna ekki lífi okkar í hættu (kemur mér samt á óvart að Bubbi pældi í svoleiðis) þar sem of mikill snjór var fyrir hjólið á veginum. Fórum í fjöruferð og skoðuðum hella og fleira flott þarna í nágrenninu.

Um kvöldið bauð svo minn heittelskaði mér út að borða í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Það var einstaklega góður humar sem ég fékk mér og munaði engu að ég fengi hann fríkeypis þar sem þjóninum tókst næstum að sulla súpudisknum niður á mig. En ég slapp og ekki veskið hans Bubba:p

Einnig fórum við í bíó í VIP (enda enginn hallæris-lýður þar á ferð) í vikunni á einhvern framtíðarþriller. V for Vernadette eða e-ð álíka. Úff. Mæli ekki sérstaklega með henni....

Næstu helgi verður allt að gerast. Ferming hjá frænda mínum, pabbahelgi og síðast en ekki síst, grillveisla hjá PABBA hans Bubba. Ég hef aldrei hitt manninn, enda hefur hann verið búsettur í Suður Afríku en er loksins að koma í heimsókn að sjá öll börnin sín og barnabörnin sem hafa fæðst og skírst og...

jæja, best að fara að koma sér á námskeiðið.

mánudagur, mars 20, 2006

kommonn

Ég veit að ég hef verið löt að blogga, en það er nú óþarfi að snúa við manni baki og hætta alveg að kommenta- úff hvað mig vantar teljara ennþá...;)

Helgin var fín. Ólöf Jóna var hjá okkur og við fórum 2x í pottinn og meira að segja 1x í sund. Anna vinkona var í heimsókn í Hveró- gisti reyndar hjá tengdamömmu sinni, en ég tók þær mæðgur með á fösutdaginn úr bænum. Það var fínt að hafa Önnu, sérstaklega þar sem ég var í mikilli fýlu um helgina yfir jappadekkjakaupum húsbóndans. Við kíktum meira að segja á hinn víðfræga Snúllabar á laugardagskvöldið. Þar voru litríkir karakterar að vanda. Slatti af pólverjum sem láta sig aldrei vanta þá sjaldan sem barinn er opnaður.
Það var ákaflega hressandi að fá að heyra nokkrar klassískar pikk-öpp línur eins og "Býrðu hér í bænum", og "Hvað vinnið þið við" voru með þeim fyrstu sem fuku yfir borðið. Fleiri fylgdu í kjölfarið, s.s. "þið eruð það mest spennandi inni á þessum stað" og svo náði hann rétt að stoppa sig í "Hvað eruð þið gamlar?" Þetta var samt allt í lagi þar sem hann hélt sig innan marka þrátt fyrir allar slagarana og svo var þetta eiginlega bara soldið fyndið. Og svo þetta peppaði mann bara upp:)

Vil svo minna alla á að nú styttist óðum í páskafrí. Gaman að vera kennari þá, það þýðir 10 daga frí:)

fimmtudagur, mars 16, 2006

óþekk börn og uppáhalds nemendur

Fór á hinn merka stað :Náttúrufræðisafnið v. Hlemm. Mér fannst börnin- sérstaklega ákveðinn hópur algjörlega óalandi og óferjandi. Svo er þeim bara hrósað og hampað á heimleiðinni, eins og enginn hafi verið að slást eða verið með troðning og læti.... Nei nei, það er bara áréttað að þessi og hinn er haldin ofvirkni eða þrjóskuröskun (sem er fullgilt orð í orðaforða sjúkdómsgreininga nú til dags). Jújú, sumir eru klikkaðri en aðrir og eiga erfitt og allt það en ég þoli ekki þegar börn í stórum hópum hlýða ekki, og eru látin komast upp með það.
Núna í vetur hef ég nefnilega ekki verið umsjónarkennari heldur aukakennari inní bekk, þannig að ég hef ekki beint með agamál að gera nema í minn stofu og auðvitað allt það sem maður verður vitni að. Og eins og ég segi, þá eru alltof mörg börn sem telja sig ekki þurfa að hlýta sömu reglum og önnur börn. Hvar skyldu þau læra þetta.....

Annars er fimmtudagur og helgarfríið nálgast- sem betur fer!

Fimmtudagar eru líka góðir dagar því þá er ég á myndlistarnámskeiðinu inn í JL húsi. Það var svo drulludýrt að ég tími ekki að skrópa. En þetta er samt alltaf rosa gaman þegar ég er mætt, þá líður tíminn afar hratt. Verð bara að heimsækja einhvern í eyðunni á milli vinnu og námskeiðs því það er meiri hætta á að ég skrópi ef ég er komin heim- þá nenni ég engan veginn tilbaka.

Jæja, er að fara í forfallakennslu uppi í 1. bekk. Þar er einmitt uppáhalds nemandinn minn (svona má ég víst ekki tala en ég á samt uppáhalds-nemanda, án þess að ég sé e-ð að básúna því út hver það sé) Þessi umræddi nemandi talar eins og afdala bóndi og allur mjög náttúrulegur. Hann talar um að mála í náttúrulitum og býður þeim sem þreyttir eru uppá nudd- og framkvæmir það líka.
nokkrir molar frá honum:
"Á ég að nudda þig"?
"Sko, stundum stoppa ég og spóla bara til baka í heilanum ef ég hef týnt einhverju, þá horfi ég bara á allt aftur og þá finn ég hlutinn" (sagt með mikilli alvöru)
"Mætti ég spyrja um svolítið?" -svo kurteis:)

miðvikudagur, mars 15, 2006

myndin af mér


You are mild-mannered, good, strong and you love to help others.

yes-yes. Það er ég.

Mátti til að setja myndina af mér líka. Held hún hafi ekki komið með fyrra blogginu. Þetta er reyndar ekki svo ólíkt honum Bubba mínum. Hann er einmitt svona hetja en gæti gleymt að fara rétt í nærbuxurnar.

ég vissi það alltaf...

If you liked this quiz then also try "Which Stargate SG-1 character are you?" quiz

Your results:You are Superman
Superman
80%
Supergirl
80%
Wonder Woman
80%
Hulk
75%
Robin
72%
Catwoman
70%
Green Lantern
65%
Spider-Man
60%
Batman
60%
The Flash
35%
Iron Man
35%
You are mild-mannered, good, strong and you love to help others.
Click here to take the "Which Superhero are you?" quiz...

þriðjudagur, mars 14, 2006

skordýraþátturinn á mánud.kvöldum

Sá í gærkvöldi ansi flottan þátt á stöð 1 frá David Attenborough. Hrikalega var þetta góður þáttur. Ég mæli eindregið með þessu sjónvarpsefni þar sem hægt er að sjá skot og myndatökur sem ekki hafa áður sést (leyfi ég mér að fullyrða).
Merkilegt hvað mannfólkið er líkt þessum skordýrum. Í gær var einblínt á maura, vespur og býflugur. Allt er þetta af sama stofni en maurar eru í rauninni vængjalausar vespur. Þau reisa bú, stéttaskipta grimmt og heyja stríð við nágranna tegundir. Að ógleymdum drápum sér til matar. Búin enda lífdaga sína svo yfirleitt á því að þernurnar missa sig úr frekju, byrja að verpa á fullu en drottningin eyðileggur samviskusamlega öllum þessum óæðri eggjum þar til hún hefur ekki undan og þá hrynur veldið til grunna og allt byrjar uppá nýtt næsta sumar...
Minnir á stórveldi mannanna í gegnum tíðina. Horfið allavega á næsta þátt eða tjáið ykkur um þessa hrífandi og skemmtilegu þætti.
Ég var orðlaus.

Annars virðist vera að vora skv. ferðalögum vina minna. Anna kemur á fimmtudaginn og ég ætla að flytja hana yfir heiðina e-n daginn, hún lætur mig bara vita kannski degi áður eða e-ð :p
María er líka að koma í bæinn á e-ð hrútleiðinlegt kennaraþing...má segja svona:þ
en ætlar líka að kíkja á mig. Gestirnir ráða sjálfir hvort þeir vilja gista en öllum er það velkomið.

Úff, svo er eins gott að drífa sig heim eftir vinnu þar sem Bubbi ætlar að fara að henda hundinum út á morgnana svona til að pissa og svona en Bubbi batt hundinn ekkert eða neitt, heldur ath. bara með hann 5 mín. seinna og viti menn- hundurinn var barasta horfinn. Þetta með að nú ætti hann að sjá um dýrið sitt á morgnana er ekki alveg að ganga. -Ég get líka alveg opnað hurðina á morgnana og hent hundinum út, það er ekki málið. Hugsa að ég fari betur yfir þessa sameiginlegu ábyrgð með manninum mínum.

mánudagur, mars 13, 2006

Hress á mánudagsmorgni :þ

Er nú komin úr miklu leti-helgarfríi. Sem ég tók meira að segja svolítið forskot á því ég hætti snemma á föstudaginn því ég var orðin svo skemmtilega raddlaus að enginn heyrði í mér lengur.
Það gerðist mest lítið um helgina. Það er líka ágætt stundum.
Um helgina komu samt mamma og Biggi í heimsókn og eru þau með bestu gestum sem ég hef fengið þar sem hún móðir mín kom bara með pönnukökurnar með sér sjálf. Og er nú komin í gang keppni þar sem gestir koma með með´ðí sjálfir. Ég tilkynni svo um sigurvegara þegar nær dregur sumri. Þetta var stórfínt. Fékk líka túlípana og finnskt listaverk (sæta skál)

Laugardagurinn fór að mestu í tiltekt og skúringar og þvotta og......
Sunnudagurinn fór í samúðar-þynnku með Bubba en þeir Árni Bald. máluðu bæinn rauðan á lau.kvöldinu og komu heim um nóttina með drykkjulátum. Sjálf ákvað ég að sleppa því að mæta á þennan annars mjög spennandi stað: Snúllabar.

Næst á dagskrá er að reyna enn og aftur að fá Hive til að tengja netið en þar sem ég er flutt út í sveit þarf (og þurfti held ég áður líka) tengingin að fara í gegnum Símann og þá kárnaði gamanið. Á þeim bænum eru verkefni sem tengjast öðrum netþjónustum ekki á forgangslistanum.
Ég er að gefa upp vonina... En geri það eina sem ég get og þrælslundin segir til um- held áfram að biðja þá um tengingu. Er þó búin að fá í gegn að borga ekki febrúar- en það var e-r Hive-drengur sem sagði í gegnum símann "ekkert mál, það er niðurfellt núna" Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni samt að næsti reikningur frá þeim beri með sér textann "síðasti reikningur ógreiddur" sem ég þarf svo að borga með vöxtum...
Jæja, er farin í kaffi.
Vildi að vinnudagurinn væri búin:)
vá hvað það er mikill mánudagur í mér.

föstudagur, mars 03, 2006

Hæ aftur

Hélduð þið að ég væri dauð.....?
Nei, ekki alveg. En ég hef semsagt ekkert verið að sinna þessu bloggi og er nú tími til kominn að taka smá rassíu í þessu þó ég hafi óljósan grun um að ekki mikið fleiri en Anna, Birna Rún og Aldís lesi þetta raus hérna. Að meðtöldum foreldrum mínum en þau eru nú skyldug til að lesa þettaÞ:)
Af okkur í Verahvergi, Vúrígúrí, eða það nýjasts sem ég hef heyrt -Grasgerði er allt ágætt að frétta. Við erum byrjuð að borga af herlegheitunum og virðumst komast yfir það. Merkilegt nokk.
Ég er búin að vera á hormónalyfjum núna í 1 og hálfan mánuð til að koma barnaframleiðslustarfsseminni í rétt horf og aukaverkanirnar eru svona frekar af verri endanum. Þeim er líkt við tíðarhvörf og fyrir þá sem ekki vita hvað felst í því orði skal ég með ánægju lýsa því fyrir ykkur. Fyrst má nefna hitakófið skemmtilega en nú verð ég alltaf að vera í renndum peysum og léttum bol innanundir því það er ekkert grín þegar hitinn hellist yfir mann. Það er bara eins og hitastigið í kringum mig hækki skyndilega upp í 50° hita og ef ég er í bíl er ég bara ekki nógu snögg að opna rúðurnar og tæta mig úr yfirhöfnum. Næst má nefna geðsveiflur og ég hef ekki alveg farið varhluta af þeim og ég er ekki frá því að nemendurnir hérna í Hofsstaðaskóla beri orðið meiri virðingu fyrir mér því ég get orðið ansi ógnvaldsleg ef ég missi mig.
Bubbi stendur sig samt eins og hetja og umber mig að mestu enda er ég að leggja þetta á mig fyrir okkur ekki satt!
Við fengum frekar slæmar fréttir í vikunni, en Íris barnsmóðir Bubba er að fara flytja til Kanada ásamt sínum manni og báðum dætrum. Ég er varla búin að jafna mig á þessu og finnst Bubbi taka þessu fulllétt, en þetta gæti kannski stafað af drama-ástandinu á mér þessa dagana....
Við fáum þó líklega að hafa hana frá miðjum júlí í mánuð. Maður Írisar á svo að fá 5 fríar ferðir á ári til Íslands svo við ættum að geta fengið að hitta hana stundum. Þetta reddast örugglega allt saman og nú ætti ég einmitt að hætta að hanga hér í skólanum á föstudegi og fara og sækja Ólöfu Jónu á leikskólann, það er okkar helgi núna.
Ég er enn netlaus heima og er að verða vitlaus. Hringdi í Hive í gær og þeir lofuðu að senda mér nýjan "rounder" -fyrir ótölvuvana er það tækið sem maður stingur í samband og gefur manni þráðlausa internetið:S
Ég heimtaði allavega niðurfellingu febrúarreikningsins og það átti víst að vera minnsta málið.... Við sjáum nú hvernig það fer, ég er annars alveg tilbúin að hringja og rífa mig við Hive-menn ef þeir svíkja það.
Og aðeins af Bubba. Það er að koma í ljós að hann er stórgallað eintak (og ég sem var svo fullkominn hahaha) og þarf líklega að fara í uppskurð þar sem liðþófinn og liðböndin í hnénu eru öll í skralli á kallgreyinu. Áætlaður kostnaður er víst 10 þúsund á löpp. Hundurinn er líka búinn að vera veikur en hann strauk heila nótt og ældi svo og skeit viðstöðulaust( ýki kannski aðeins) í 2 daga. Hann hafði greinilega innbyrt ýmislegt t.d plastpoka og sígarettustubba. Vona að hann hafi ekki étið sýktan fugl líka og smiti okkur svo af fuglaflensu, en við sleppum þá allavega við uppskurðinn á Bubba.....
Jæja, Góða helgi og ég minni ykkur á bókamarkaðinn- gott að byrja að huga að jólagjöfum:)

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

tímaeyðsla

Hver hefði trúað þessu?!


You scored as Dance.
You should be a Dance major! Like a lithe ballerina, you dance because you believe there is beauty in expressing the physical form.

Dance
100%
Linguistics
67%
Biology
67%
Philosophy
67%
Psychology
67%
Sociology
67%
Mathematics
58%
Journalism
58%
Art
58%
Anthropology
50%
Theater
42%
English
42%
Engineering
33%
Chemistry
0%
RATE ME!!<3)created with QuizFarm.com";

Ég virðist hafa of mikinn tíma í lífinu....

klukk


Anna klukkaði mig á sinni síðu þannig að nú svara ég þessum ósköpum.
:)
jæja:
4 matarkyns sem ég held uppá.
-Fajitas pönnukökur með öllu draslinu. Helst svo troðin að ég get engan veginn lokað henni.
-Jólamaturinn í Kjarrbergi 3- svíkur engan
-Hvítlauks matreiddir humrar eins og ég lifði mikið á í Vestmannaeyjum.
-Og auðvitað Kentucky, pítan, Stællinn og allir hinir vinir mínir.

4 staðir sem ég hef unnið á.
-Flokkunarsorpstöðin Gámur -sem brann svo við hliðina á Straumsvík.
-10-11 í allt of mörg ár.
-Elliheimilið (De gamles hjem) í Haslev í DK.
-Hótel Laugarvatn í eldhúsinu.

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur.
-Shawshank Redemption. Mögnuð mynd.
-Forrest Gump. Tónlistin er æði
-Friends, ef það væri bíómynd gæti ég örugglega horft oft á hana.
-Sódóma, er kannski farin að stela frá þér Anna... En Sódómu getur maður alltaf kíkt á og skoðað Palla-sjoppu og hvað staðarhættir breytast.- þetta fer að hafa sögulegt gildi.

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi.
-Barcelona á Spáni
-París í Frakklandi
-Færeyjar- hinar ýmsu eyjar sem var hægt að keyra yfir á
-Kaupmannahöfn, oftar en ég man.

4 sjónvarpsþættir sem falla mér í geð.
-Desperate housewifes- þar eru allir svo dásamlega klikkaðir en þó ekki...
-Lost, ef sería 2 er ekki að leysast upp í vitleysu.
-Friends.
-Malcolm in the middle, House, ...

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna.
-Á ferð með Bubba í húsbílnum.
-Í heimsókn hjá Helle eða Önnu í DK.
-fyrir framan sjónvarpið í lazy-boy-inum
-í rúminu með dvd í tölvunni.

4 síður sem ég skoða oft -ekki blogg
þá versnar í því þar sem bloggið hefur nánast tekið völdin.

-dýraland.is að skoða hina sætu voffana
-mbl.is -veðrið og fleira.
-sph.is -huga að fjármálunum- alltaf að tékka á stöðunni:)
-barnaland- að skoða einhver börn

4 bækur sem ég hef lesið oft.
-Hús andanna -heil veröld út af fyrir sig.
-Litla mamma -gömul bók sem amma á Kópaskeri átti.
-Ísfólksbækurnar voru lesnar upp til agna í denn.
-Litla svarta kisa.- alltaf jafn spennandi og full af endurtekningum.

Jæja, þetta gekk barasta vel.
Nú klukka ég Aldísi og Birnu Rún, veit að þær lesa bloggið mitt og því nappa ég þær:)
Gangi ykkur vel- þetta er ekki eins erfitt og það lítur út fyrir.

Ég lét fylgja með 1 sæta mynd af Óliver en dýrin eru næstum þau einu sem ég hef hér inni á vinnutölvunni minni
afsakanir-afsakanir:)

Furðufuglar Hveragerðis

Í dag er kominn miðvikudagur og ég er rétt að jafna mig eftir helgina.
Það mætti múgur og margmenni í innflutningspartýið og örugglega verið hátt í 20 manns þegar hæst stóð. Ég fékk fullt af flottum og fínum innflutningsgjöfum, t.d glös, útikerta-lugt, frumlegan blómavönd og síðast en ekki síst, litla sæta belju handryksugu. Ég þarf að flytja mikið oftar....
Við kíktum á Snúllabar (ég veit, hverjum dettur annað eins nafn í hug?) og svo var farið heim og svo í partý og svo aftur heim...
Það merkilegasta við þetta var að um nóttina fylgdi okkur drengur sem allir héldu að væri vinur einhvers annars, eftir miklar upprifjanir munum við að hann var á barnum og slóst svo í för með hópnum. Ég nánast henti honum svo út um morgunin eftir að hann var farin að pirra mig mikið. Bubbi skrönglaðist svo fram einhverntíma eftir hádegi og þurfti aftur að henda sama manninum út þar sem hann var bara búin að koma sér fyrir í stofunni og farin að glamra á gítar!
Það er ekki í lagi með fólk. Ég passa mig allavega að læsa öllu vel núna því þessi furðufugl er nú búin að skanna út allar okkar eignir og ég vona að hann hafi ekki náð því að Bubbi væri úti á landi að vinna þessa dagana.

Sunnudeginum eyddum við skötuhjúin svo í óhemju þynnku eftir að hafa kvatt síðustu gestina (sumir gistu og sonna) og fórum í pottinn og höfðum það huggulegt.

Finnlands-kennara-ferðin er næstu helgi og það verður örugglega æðisleg ferð. Með henni fylgir vetrarfríið og hækkandi sól.

Hafa fleiri en ég tekið eftir því að það hefur verið sól í heila 2 daga í röð. Mikið er það dásamlegt.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

innflutnings-partý

Jæja, loxins bloggar maður.
Það er svona að vera netlaus og vitlaus í Hveragerði. Það gengur hægt en örugglega að koma okkur fyrir í slotinu. Eldhúsið er orðið fínt og sömuleiðis stóra baðherbergið. Stofan er öll að koma til og hjónaherbegið líka, sem og herbegið hennar Ólafar Jónu. Það lá nú við slagsmálum (ýki nú aðeins kannski) þegar það var málað þar sem við Bubbi gátum ekki komið okkur saman um litinn sem átti að prýða værelsið. Ég vildi tyggjóbleikt upp undir loft, en hann vildi tvískipta því -bleikt neðri hlutinn en blátt eftri hlutinn. Hann vann!!! Það kann bara ekki góðri lukku að stýra þegar gröfumenn og fautar fara að skipta sér af litavali!!
Mér gengur eitthvað hálfilla að leyfa öðrum en mér sjálfri að skipta sér að uppröðun, málningu og fl. Ég vil einfaldlega stjórna þessu öllu. Er þetta frekja eða bara vantraust á smekk annara (aðallega smekkur Bubba)? Ef hann fengi að ráða væru húsgögn fyrir öllum gluggum og þau væru líka flokkuð. T.d yrði einn veggurinn í stofunni bara þakin hillum, Lazy-boyinn yrði til frambúðar fyrir aðalglugganum og reykt yrði inn um allt. Þá væri líka hægt að tilgreina staðsetningar betur, "Bókin en einhversstaðar á hilluveggnum" eða "það er óþarfi að draga fyrir, við höfum bara fín húsgögn fyrir helvítis birtunni"

Um helgina verður innflutningspartý og ef þér sem Þetta lest hefur ekki verið boðið hef ég annaðhort gleymt því eða þá að þér er alls ekki boðið ("þér er ekki boðið" -lag-Rottwiler)
Líklegra þykir mér þó að ég hafi bara gleymt að bjóða þér og er þér velkomið að hringja í mig og boða þig og þína.
sími 699-4001 og 483-4976 Maður er sko kominn með sveita númer og alles.

En nú er mál að linni. Er á leið í heimsókn til Diddu frænku en ég vogaði mér að flytja án þess að kveðja hana. Henni finnst að ég sé flutt á hjara veraldar og það minnsta hefði verið að kveðja áður. Ég skammast mín og fer nú þangað í heimsókn.

föstudagur, febrúar 03, 2006

krossleggja fingur

Í gær fór ég í atvinnuviðtal í Grunnskóla í Hveragerði. Og viti menn, ef e-ð losnar mun það líklega vera 100 % myndlistarstaða!!! Hverjar eru líkurnar?
Ég óska einskis heitar en að verða myndlistarkennari sem passar einmitt við þessa menntun sem ég fékk mér. En nú er ég í smá vanda þar sem ég þori ekki öðru en að sækja um í öðrum skólum í nágrannabyggðarlögum ef vera kynni að ég fái þetta ekki...
Best væri samt bara að vinna í sama bæ og ég bý í.

jæja, þá er eftir engu að bíða -helgi (weekend sko) hér kem ég

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Miðvikudagur.

úff, svaf yfir mig í morgun. Þetta hefst upp úr því að vaka langt fram á nætur öll kvöld. Í kvöld SKAL ég fara snemma í rúmið.
Birna Rún og Lea kíktu í gærkvöldi og komu skjálfandi á beinunum af taugastrekkingi inn til mín eftir að hafa keyrt í svartaþoku. Til að sitja ekki uppi með þær þurftum við svo að keyra þær hálfa leið til baka aftur :þ
Maður er strax orðin voða vanur að keyra á heiðinni og mér þykir þetta mikið minna mál eftir að ég flutti.
Skrepp í hádeginu og leigi út íbúðina á Tjarnarbrautinni. Vona að þetta gangi allt saman upp, það væri verra ef í ljós kæmi að leigjendurnir væru t.d sóðar eða ruddar eða e-ð þaðan af verra...

p.s. við erum komin með dísel bíl og nú þarf maður ekki að fá í magann yfir bensíneyðslunni. Það þykir mér mikil búbót

mánudagur, janúar 30, 2006

mánudagur...

Gistum fyrstu helgina í nýja húsinu. Það var bara frábært. Ég gæti hugsað mér að vera bara þarna í heila viku og geta snúist og raðað án truflana. En við þurftum víst að mæta í vinnu í morgun- eins og ég hafi e-n tíma fyrir svoleiðis.
Uppþvottavélin stóðst undir væntingum og dýrin eru að venjast þessu öllu saman.
Byrjuðum að mála í gær og byrjuðum á mikilvægasta herberginu- svefnherberginu. Þetta er allt svo frábært að við erum langt frá því að vera komin niður á jörðina og svífum ennþá um.
Það verður samt ágætt að komast aftur í rútínuna.
Það gekk fínt að keyra svo í bæinn í morgun en svolítið erfitt að vakna. Þessa dagana stjákla ég um húsið langt fram á nætur og raða í hillur og dúlla mér.

Innflutningspartýið hefur verið áætlað 11. febrúar nk. á laugardegi og er það vel. Hlakka til og vona að ég verði búin að koma okkur vel fyrir. Hef þá allavega e-ð að stefna að.
Aldís er búin að panta gestaherbergið en það er enn laust í herbergið hennnar Ólafar Jónu :p

Jæja, nenn,eggi,meir. Best að fara með börnunum í hengimann.

fimmtudagur, janúar 26, 2006


Kann ekki alveg að snúa henni en þetta er líka bara svona til skemmtunar. Svona lét hann vaða yfir sig daglangt kötturinn
Ætla svo að fara að setja inn myndir af öðru en Ólöfu Jónu og dýrunum:)
Jæja, þá er allt komið í höfn með húsið í Hveragerði og ég er búin að kaupa mér fínan gálgafrest fram í maí en þá fer síðasta greiðsla fram í afsalinu. Við fórum eina draslferð í fyrrakvöld og ég byrjaði aðeins að raða í skápa í fína fína eldhúsinu mínu. Okkur hlakkar alveg ofboðslega til að flytja þangað en ég vil helst ekki flytja þangað ein, Bubbi er mikið úti á landi að vinna þessa dagana og mig langar að bíða með að alflytja þangað til hann getur komið með.
Við ætlum að mála stofuna og 2 svefnherbergi til að byrja með. Svo ætti bara allt að vera tilbúið. Og þá geta allir farið í pottinn:)

Bubbi er víðsfjarri og hefur varla tíma til að standa í þessum flutningum. Hann er núna að vinna við Jökulsárlón sem standby-kafari ef bílaauglýsingin færi illa og Volkswagninn skyldi hrynja niður í vök. Þetta er agalega spennandi allt saman. Þyrlur og sexhjól þeysast í kringum þessa splunkunýju og háleynilegu útgáfu af Folla. Eftir tökur í gær var svo farið með allann mannskapinn á hótel Skaftafell í gistingu (þar mátti m.a sjá þyrluna barasta parkeraða fyrir utan) og þar átu allir og drukku á kostnað hins þýska fyrirtækis. Já, þeir sletta skyrinu sem eiga það.
Í dag eiga svo einhverjir 3-4 toppar frá Volkswagen að koma austur og fá að fylgjast með tökum sem eru í raun bara show-off, þar sem allar aðaltökur eru búnar en þeir eiga að fá að fylgjast með bílnum keyra á ísnum og svona.

Það er ekki laust við að maður eigi eftir að sakna prestannna og sona þeirra af efstu hæðinni á Tjarnarbrautinni. Í gær stóð prestlingurinn og fylgdist með mér leggja og setti svo aðeins út á það... Ég skil ekkert í því en þetta er eini maðurinn sem Díkó urrar voðalega á. Venjulega flaðrar hann bara og sleikir allt og alla. Ég þorði ekki að hleypa hundinum úr bílnum fyrr en presturinn var farinn. Díkó væri líklega ekki í þjóðkirkjunni þó það væri í boði.

Jæja, er farin í kaffi. Vonandi er eitthvað nammi í boði uppi á kaffistofu.

p.s Bubbi tók mynd af bílnum á símann sinn í gær (þeir sem standa að þessu fullyrða að engin mynd sé af honum á netinu- slíkt er öryggið) og getur selt hana á netið fyrir nokkra hundraðþúsundkalla- myndin er til sölu fyrir rétta aðila!:p

laugardagur, janúar 21, 2006

veruleika-tékk


Þetta er tekið á nýársdag í bíltúr. Tek fram að aumingja Díkó fékk smárest af þessari gómsætu rækjusamloku.

Í gær fórum við mamma og Birna Rún austur í Hveragerði að undirrita kaupsamninginn. Eftir ótrúlega langan fund þar sem lopinn virtist vera teygður út í hið óendanlega vegna hita og upplesturs á hverju einasta °#*x!$ orði á öllum blöðum -kom sjokkið! Í ljós kom að ég átti að borga 700 þúsund meira en ég hafði svona áætlað. Hún hafði ekki talað fyrr um þessar tölur sem hún slengdi fram svona í lokin-ok, hún minntist á prósentur af láninu en ég stóð í þeirri meiningu að því væri dreift á greiðslur á láninu en ekki borgað strax! Enda veit ég ekkert alltof mikið um fasteignaviðskipti. En ég nenni ekki að fara út í þetta allt aftur þar sem það eyðileggur ánægju mína af þessum viðskiptum.
Ég ætla samt að hringja á mánudagsmorgun í Félag fasteignasala og fá útskýringar á því sem ég skil ekki. Þetta ætti samt allt að "reddast" eins og oft vill verða um hluti.

Í dag fór ég aftur á móti austur með bílfarm af kössum og Ólöfu Jónu heldur bjartsýnni en í gær. Við höfum haft afar huggulega helgi 2 einar þar sem Bubbi er aftur farin vestur á Bíldudal að vinna. Það var mjög gaman að kíkja austur og byrja að bera inn svolítið og undirbúa málningarvinnuna. Mér fannst þetta samt hálfskrítin tilfinning, að ég "ætti" þetta alltsaman. Ég fékk næstum því víðáttubrjálæði.
Ég er semsagt búin að jafna mig á þessu reality-check-i sem skall á okkur í gær og er nú bara afar hamingjusöm með kaupin.

Haha, Bubba og Árna Kóps var meinaður aðgangur að Þorrablóti Patreksfirðinga, nú rétt í þessu vegna ófullnægjandi klæðaburðar en þeir pökkuðu ekki jakkafötunum þegar þeir fóru vestur að vinna. Hef samt engar áhyggjur af því að hann láti ekki rætast úr kvöldinu.

Jæja, best að halda áfram að fylgjast með æsispennandi úrslitum Eurovision undanúrslitin. Þvílík lög maður!

miðvikudagur, janúar 18, 2006

2. tilraun

Ætla að gera aðra tilraun til að blogga. Varð svo fúl í gærdag þegar ég missti allt út sem ég hafði bloggað (af annars fínu bloggi) að ég nennti ekki að skrifa allt aftur.

Helstu fréttir eru þær að nú er allt komið í gegn í sambandi við íbúðina. Ég meina HÚSIÐ! Ég hringdi meira að segja í gær í fasteignasöluna til að ath. hvort öll gögn hefðu ekki verið föxuð frá bankanum avo hægt væri að útbúa kaupsamninginn en sú síðasta sem ég ræddi við í sph í gær hélt því fram að þetta þyrfti að sækjast, undirskrifast og þinglýsast áður en lengra væri haldið! Þvert á það sem aðrir höfðu sagt. En sparisjóðsmenn stóðu sig með prýði að vanda og allt skilaði sér austur. Við förum svo austur á fim, -föstud. og skrifum undir þannig að ég verð kannski bara að flytja um helgina:) Og ég vona að Bubbi verði ekki farinn vestur að vinna.

Ég setti íbúðina á Tjarnarbrautinni á leigu í gær í Fjarðarpóstinum. Ég er ansi svartsýn á að hún seljist. Birna Rún er að byrja að leita og sló inn þessum leitarskilyrðum ca. 7-17 milljónir og fékk um 500 eignir. Ég sló inn 7-20 milljónir og fékk tæplega 800 eignir og Tjarnarbrautin nýtur ekki þeirra forréttinda að vera framarlega í stafrófinu. Maður gefst vanalega upp í e-f.
Afhverju ætti fólk líka að kaupa íbúð í gömlu húsi sem þarfnast viðgerða þegar það getur fengið nýtt. Það er þvílíkt offramboð á húsnæði og ég segi nú bara eins og Didda frænka: "Hvaðan kemur allt þetta fólk sem á að flytja í öll þessi nýbyggðu hús"

Síðasta helgi var fín, eyddum laugardeginum uppi á Hellisheiði þar sem ég fékk að spreyta mig mestan part dags. Var nú ekkert að æða í einhverjar torfærur og gat líka alltaf stoppað nákvæmlega þar sem ég vildi taka mynd. Bubbi er ekki svo innstilltur inn á það. Honum fannst þetta heldur ekki mjög fjörugur túr. Um kvöldið fórum við svo seint og um síðir upp í Hrauneyjar til þess eins að detta í það í sjónvarpsherberginu þar. Keyrðum svo heim um leið og við vöknuðum seinnipartinn á sunnudeginum! Stutt en öflug ferð.

Jæja, ætla að fara í kaffi.
Bless í bili

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Home alone

Þá er Bubbi farinn vestur að grafa vatnsholur á Tálknafirði. Hann er alsæll með þetta og mér finnst hann líka velja besta tímann (eða þannig) til að fara út á land að vinna eða í sömu viku og við erum að byrja að pakka innbúinu! Hann er séður drengurinn.

Ég fór í 75 ára afmælisveislu í gær til Helgu ömmu. Hún er alltaf svo hress, svona ætla ég að líta út þegar ég verð svona gömul. Það var fínt að hitta ættingja og spjalla. Með pabba og co kom nýi fjölskyldumeðlimurinn hún Stubba sem er ...e-r tegund sem ég man ekki.. og heyrði ég gott nikk-name á honum :Hillu-hundur. Svo fuku nokkrir töskubrandarar og svona :) Ætli sé ekki best að fara með Díkó (okkar hund) í heimsókn til pabba til að leyfa honum að þefa af kvikindinu. Mér finnst þetta nú varla hundur en hann er samt voða sætur greyjið.

Við erum enn að bíða eftir samþykki íbúðalánasjóðs fyrir láninu en hef engar áhyggjur- þetta á eftir að koma í gegn. Þannig að ég fæ kannski bara afhent í kringum næstu helgi. Það mun reyndar verða vandamál að reka 2 íbúðir en Tjarnarbrautin þarf að fara að seljast.

Kíkti á útsölurnar í gær og fann pils og stuttar buxur við fínu dýru stígvélin mín sem ég fer helst ekki úr. Þetta eru sko almennieg gellu-stígvél úr uppáhalds-skóbúðinni minni: Bossanova.

Fór á ættarmót á sunnudaginn í Rafveituhúsinu upp í Elliðaárdal. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema það að ég áttaði mig á hvílíkir hávaðabelgir þessir ættingjar mínir voru. Það var hver sjálfum sér næstur að komast að og frá kökuborðinu og svo þurfti að sækja drykki! Þetta var ægilegt fjör og ég heilsaði fullt af fólki sem ég þekki ekki svo gjörla...

Jæja, best að fara að vinna eitthvað

laugardagur, janúar 07, 2006

einu skrefi nær


Í dag fórum við austur í Hveragerði og undirrituðum kaupsamning sem er samt með fyrirvara um að við stöndumst greiðslumat en við höfum reiknað okkur sjálf fram og tilbaka inni á íbúðalánasjóði.is og teljum okkur alveg vera manneskjur í þetta.
Fórum svo að skoða húsið aftur og mældum aðeins og svona.
Við erum alveg í skýjunum yfir þessu og fáum líklega afhent í vikunni þannig að maður ætti eiginlega að vera á fullu að pakka en ég er nú aðeins byrjuð á jólaskrautinu.

Ólöf Jóna er hjá okkur núna og sér alveg um að halda stráka-kisunni honum Óliver uppteknum. Það er alveg ótrúlegt hveð kötturinn leyfir henni að tuskast með sig. Þetta er reyndar mynd af Snældu í "fanginu" á Ólöfu Jónu en hún er ekki alveg eins viljug að láta dröslast með sig eins og Óliver. Ég á nokkrar svona myndir og þær eru alveg drepfyndnar.

Fyrir þá sem langar að sjá myndir af tilvonandi einbýlishúsinu okkar bendi ég á http://mbl.is/mm/fasteignir/leit.html?fermetrar_fra=&fermetrar_til=&herbergi_fra=&herbergi_til=&verd_fra=&verd_til=&gata=Borgarhraun&lysing==
Þetta hefði kannski ekki þurft að vera svona langur linkur en....

Jæja, segið mér hvað ykkur finnst og kommentið nú.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

allt að gerast.

Gleðileg nýtt ár og allt það....
Nú er allt að gerast skal ég segja ykkur.
Íbúðin mín er semsagt á sölu og 1 búin að koma og skoða. Við erum búin að gera tilboð- með fyrirvara um að íbúðin okkar seljist- í Borgarhraunið í Hveragerði en það er það eina sem okkur langar í þarna. Tókum skoðunarátak austan heiða á milli jóla og nýárs og leist ekki á neitt annað.
Hugsa samt að við höfum boðið of lítið í það en við buðum bara 23 millj. en einmitt á sama tíma voru einhverjir aðrir að bjóða í þetta líka eftir tíðindaleysi langa lengi- týpískt. En við buðum svona lágt því við reiknuðum með að þau kæmu með móttilboð. Hvernig svo sem þetta fer vona ég bara að ÉG fái húsnæðið, það er fyrir öllu og ég vona að fasteignasalan þarna fyrir austan átti sig á því.

Á morgun er ég að fara til læknis og það er svosem ekkert leyndó, en við Bubbi viljum endilega fara að fjölga okkur (við myndum auðvitað framleiða fallegustu börnin:) og það hefur ekki alveg gengið sem skyldi þannig að nú er bara verið að fara í allsherjartékk og vonast ég til að fá svör fljótlega því ekki yngist maður...

Vinnan er byrjuð og börnin eru voðalega stillt og góð svona á heildina litið. Í gær var fyrsti skóladagurinn og þau voru svo þreytt að þau héldu varla höfði -sem var alveg ágætt.
Sjálf er maður rétt að komast í gang og reyndar er ágætt að fá rútínuna aftur. Hlakka líka til að byrja aftur á myndlistarnámskeiðinu og halda áfram að mála.

Já og lokaúrslitin eru komin úr jólagjafaleiknum.
Birna Rún 100 stig, Mamma 90 stig, Bjöggi frændi 70 stig, Aldís systir hans 80 stig (gef þér 10 aukastig vegna snúinna spurninga og vegna þess að ég er góðhjörtuð) og Anna vinkona fékk 70 stig.
Til hamingju öll sömul þið fáið allavega jólakort.

Heyrumst síðar.