frh...
María og dóttir hennar, Erna Ólöf komu til okkar á þriðjudaginn og gistu hjá okkur. Það var fínt. Stelpurnar léku sér saman (Ólöf Jóna var hjá okkur ennþá), við fórum í pottinn og höfðum það gott hérna heima.
Í gærkvöldi (þri.) fórum við svo með þær í bíó á Ísöldina 2. Hún var ekki eins góð og mynd nr. 1, eins og mynda nr. 2 er von og vísa.
Nema hvað að vil lendum á bekk fyrir framan einhverja fávita...nei, nú má ekki vera of dómharður, en þetta voru 3 unglingsstrákar. Einn þeirra gaggaði og emjaði og hermdi eftir stelpunum þegar þær hlógu!! Einn var bara hlutlaus fylgifiskur en sá þriðji sussaði í sífellu á gaggarann. Við færðum okkur loksins og skömmuðum þá svolítið að hætti kennara.
Ólöf Jóna var mest upptekin af namminu og skömmtun þess. Því meira sem hún át því æstari varð hún ...go figure!
Svo spurði hún oft um það hvenær við kæmum í bíóið... Þegar ég var loksins búin að koma henni í skilning um að við værum nú einmtt staddar í sjálfu bíóinu breyttust spurningarnar í “Hvenær byrjar myndin” og þurfti að kalla til að yfirgnæfa myndina sem var í fullu aksjóni. Hún er alveg milljón stelpan sú arna.
Svo kom hlé og stelpurnar byrjuðu “Er myndin búin”? Ekki virtust þær ánægðar með svarið fyrr en Maríu datt það snjallræði í hug að segja bara “Já, hún er búin ,komum” Stelpurnar hlupu út syngjandi glaðar yfir að sleppa úr þessari prísund útúrsykraðar.
Við löbbuðum út nokkuð góðar með okkur yfir að hafa höslað 3ja ára og 5 ára. Muhahaha
Jæja, nú ætla ég að gera lokatilraun til þess að troða þessu bloggi uppá almenning.
laugardagur, apríl 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli