Mér finnst eins og vorið sé á næsta leyti. Það er orðið svo ótrúlega bjart á morgnana og ormar og flugur farnar að gera aðeins vart við sig. Og á morgun er hvorki meira né minna en sjálfur sumardagurinn fyrsti.
Samt keyrði ég heim í snjókomu í dag.
Sumarið er samt að koma.
Á morgun ætlum við Ólöf Jóna, María og Erna Ólöf að kíkja á íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum. Mér finnst það mjög spennandi, mikið er maður orðin fullorðin;) Það eru einhver hátíðahöld hérna í Hveró í tilefni 60 ára afmælis bæjarins.
Ég er einmitt búin að vera að bíða eftir einhverju svona tilefni. Nú er maður fluttur í nýjan bæ og því um að gera að sækja svona samkomur og skoða fólkið hérna (alveg réttu viðhorfin í gangi og svona...).
Annars vil ég bara óska öllum gleðilegs sumars og megi það bera sól í heiði og gleði í sinni fyrir ykkur öllsömul...(missti mig aðeins í restina).
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Halló Margrét, ég hafði hugsað mér að segja: "til hamingju með nýju bloggsíðuna þína" en hún er víst ekki ný, svo strike that.
Ég viðurkenni það nú að ekki myndi ég nenna þessu svo þú færð prik frá mér fyrir að nenna :) Svo er bara að sjá hvað þú nennir þessu lengi.............................
(By the way, þetta er ég, Sigrún mágkona)
jú, ég hef alltaf eitthvað að röfla yfir og þar sem þetta er tuð-vettvangurinn minn (ásamt mörgum öðrum...) mun ég ALLTAF snúa aftur:)
Skrifa ummæli