Fannst algjör synd að henda þessu annars ágæta bloggi svo hér fáið þið nokkurra daga fréttir...það hljómar spennandi ekki satt?
Ég get svarið það! Þetta er í þriðja sinn sem ég er að skrifa þetta blogg, alltaf dettur þetta helv. drasl út. Það kemur alltaf page expired eða eitthvað álíka þegar ég ætla að birta það og þegar ég ætla að bakka er allt horfið á baut. Nú segi ég bara “allt er þegar þrennt er” og skrifa bloggið nú á word skjal fyrst til þess að baktryggja mig. ;)
Í dag (reyndar er komið fram yfir miðnætti) er fimmti dagurinn í páskafríinu mínu og ég svaf út fyrst í dag! Það hefur verið ansi mikið um að vera.
Á laugardaginn síðasta keyrðum við á húsbílnum upp á Snæfellsnes í afmæli Bigga og gistum eina nótt –aftur fullkalt. Það var frábær matur sem beið okkar og við höfðum það fínt. Hugsa að það hafi verið fínt að vera bara 1 nótt þar sem þarna var ekkert smábatterí á ferðinni. Birna Rún segir á sinni bloggsíðu að þegar mest var í bústaðnum sem mamma og Biggi leigðu hafi verið 17 manns. Ég tek hana trúanlega.
Klukkan var ekki einusinni orðin 8 á sunnudagsmorgninum þegar ég datt svo kylliflöt á leið úr húsbílnum inní bústað með Ólöfu Jónu. Við vorum að koma okkur þarna yfir malarplanið og hlupum þar sem það var svo mikið rok (eruð þið ekki farin að sjá þetta fyrir ykkur?) Þá bar svo undir að reimarnar flæktust í krækju á hinum skónum og skyndlilega virkuðu lappirnar ekki lengur á hlaupunum! Ég datt fyrst á mjöðmina svo öxlina og lá loks með andlitið í mölinni. Sem betur fer hélt ég á teppum þannig að það mýkti fallið svo þetta fór allt vel:)
Framhald bloggsins er svo hér beint fyrir neðan- það virtist ganga betur að hafa bloggið stutt. Þetta er kannski hint um hversu slæm blogg-skrifin eru. Tölvan getur bara innbyrt visst magn af kjaftæði í einu...
laugardagur, apríl 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli