Fór á hinn merka stað :Náttúrufræðisafnið v. Hlemm. Mér fannst börnin- sérstaklega ákveðinn hópur algjörlega óalandi og óferjandi. Svo er þeim bara hrósað og hampað á heimleiðinni, eins og enginn hafi verið að slást eða verið með troðning og læti.... Nei nei, það er bara áréttað að þessi og hinn er haldin ofvirkni eða þrjóskuröskun (sem er fullgilt orð í orðaforða sjúkdómsgreininga nú til dags). Jújú, sumir eru klikkaðri en aðrir og eiga erfitt og allt það en ég þoli ekki þegar börn í stórum hópum hlýða ekki, og eru látin komast upp með það.
Núna í vetur hef ég nefnilega ekki verið umsjónarkennari heldur aukakennari inní bekk, þannig að ég hef ekki beint með agamál að gera nema í minn stofu og auðvitað allt það sem maður verður vitni að. Og eins og ég segi, þá eru alltof mörg börn sem telja sig ekki þurfa að hlýta sömu reglum og önnur börn. Hvar skyldu þau læra þetta.....
Annars er fimmtudagur og helgarfríið nálgast- sem betur fer!
Fimmtudagar eru líka góðir dagar því þá er ég á myndlistarnámskeiðinu inn í JL húsi. Það var svo drulludýrt að ég tími ekki að skrópa. En þetta er samt alltaf rosa gaman þegar ég er mætt, þá líður tíminn afar hratt. Verð bara að heimsækja einhvern í eyðunni á milli vinnu og námskeiðs því það er meiri hætta á að ég skrópi ef ég er komin heim- þá nenni ég engan veginn tilbaka.
Jæja, er að fara í forfallakennslu uppi í 1. bekk. Þar er einmitt uppáhalds nemandinn minn (svona má ég víst ekki tala en ég á samt uppáhalds-nemanda, án þess að ég sé e-ð að básúna því út hver það sé) Þessi umræddi nemandi talar eins og afdala bóndi og allur mjög náttúrulegur. Hann talar um að mála í náttúrulitum og býður þeim sem þreyttir eru uppá nudd- og framkvæmir það líka.
nokkrir molar frá honum:
"Á ég að nudda þig"?
"Sko, stundum stoppa ég og spóla bara til baka í heilanum ef ég hef týnt einhverju, þá horfi ég bara á allt aftur og þá finn ég hlutinn" (sagt með mikilli alvöru)
"Mætti ég spyrja um svolítið?" -svo kurteis:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli