föstudagur, mars 03, 2006

Hæ aftur

Hélduð þið að ég væri dauð.....?
Nei, ekki alveg. En ég hef semsagt ekkert verið að sinna þessu bloggi og er nú tími til kominn að taka smá rassíu í þessu þó ég hafi óljósan grun um að ekki mikið fleiri en Anna, Birna Rún og Aldís lesi þetta raus hérna. Að meðtöldum foreldrum mínum en þau eru nú skyldug til að lesa þettaÞ:)
Af okkur í Verahvergi, Vúrígúrí, eða það nýjasts sem ég hef heyrt -Grasgerði er allt ágætt að frétta. Við erum byrjuð að borga af herlegheitunum og virðumst komast yfir það. Merkilegt nokk.
Ég er búin að vera á hormónalyfjum núna í 1 og hálfan mánuð til að koma barnaframleiðslustarfsseminni í rétt horf og aukaverkanirnar eru svona frekar af verri endanum. Þeim er líkt við tíðarhvörf og fyrir þá sem ekki vita hvað felst í því orði skal ég með ánægju lýsa því fyrir ykkur. Fyrst má nefna hitakófið skemmtilega en nú verð ég alltaf að vera í renndum peysum og léttum bol innanundir því það er ekkert grín þegar hitinn hellist yfir mann. Það er bara eins og hitastigið í kringum mig hækki skyndilega upp í 50° hita og ef ég er í bíl er ég bara ekki nógu snögg að opna rúðurnar og tæta mig úr yfirhöfnum. Næst má nefna geðsveiflur og ég hef ekki alveg farið varhluta af þeim og ég er ekki frá því að nemendurnir hérna í Hofsstaðaskóla beri orðið meiri virðingu fyrir mér því ég get orðið ansi ógnvaldsleg ef ég missi mig.
Bubbi stendur sig samt eins og hetja og umber mig að mestu enda er ég að leggja þetta á mig fyrir okkur ekki satt!
Við fengum frekar slæmar fréttir í vikunni, en Íris barnsmóðir Bubba er að fara flytja til Kanada ásamt sínum manni og báðum dætrum. Ég er varla búin að jafna mig á þessu og finnst Bubbi taka þessu fulllétt, en þetta gæti kannski stafað af drama-ástandinu á mér þessa dagana....
Við fáum þó líklega að hafa hana frá miðjum júlí í mánuð. Maður Írisar á svo að fá 5 fríar ferðir á ári til Íslands svo við ættum að geta fengið að hitta hana stundum. Þetta reddast örugglega allt saman og nú ætti ég einmitt að hætta að hanga hér í skólanum á föstudegi og fara og sækja Ólöfu Jónu á leikskólann, það er okkar helgi núna.
Ég er enn netlaus heima og er að verða vitlaus. Hringdi í Hive í gær og þeir lofuðu að senda mér nýjan "rounder" -fyrir ótölvuvana er það tækið sem maður stingur í samband og gefur manni þráðlausa internetið:S
Ég heimtaði allavega niðurfellingu febrúarreikningsins og það átti víst að vera minnsta málið.... Við sjáum nú hvernig það fer, ég er annars alveg tilbúin að hringja og rífa mig við Hive-menn ef þeir svíkja það.
Og aðeins af Bubba. Það er að koma í ljós að hann er stórgallað eintak (og ég sem var svo fullkominn hahaha) og þarf líklega að fara í uppskurð þar sem liðþófinn og liðböndin í hnénu eru öll í skralli á kallgreyinu. Áætlaður kostnaður er víst 10 þúsund á löpp. Hundurinn er líka búinn að vera veikur en hann strauk heila nótt og ældi svo og skeit viðstöðulaust( ýki kannski aðeins) í 2 daga. Hann hafði greinilega innbyrt ýmislegt t.d plastpoka og sígarettustubba. Vona að hann hafi ekki étið sýktan fugl líka og smiti okkur svo af fuglaflensu, en við sleppum þá allavega við uppskurðinn á Bubba.....
Jæja, Góða helgi og ég minni ykkur á bókamarkaðinn- gott að byrja að huga að jólagjöfum:)

4 ummæli:

Aldís sagði...

Sannkallað ástand á Hvergerðísku stórfjölskyldunni.. Eru kettirnir ekki í góðum fíling?

Birna Rún sagði...

Ég ákvað að sleppa bókamarkaðinum í ár.
Svo keypti ég bókahillu.
Nú sé ég eftir því að hafa ekki farið

margrét sagði...

Aldís, stelpukötturinn er nánast fluttur að heiman eftir að vinur Bubba henti henni í pottinn þarsíðusutu helgi, sá var í góðum gír.
Birna Rún -þú misstir af miklu

Birna Rún sagði...

Jæja, nú vil ég fara að sjá meira blogg takk fyrir