þriðjudagur, mars 14, 2006

skordýraþátturinn á mánud.kvöldum

Sá í gærkvöldi ansi flottan þátt á stöð 1 frá David Attenborough. Hrikalega var þetta góður þáttur. Ég mæli eindregið með þessu sjónvarpsefni þar sem hægt er að sjá skot og myndatökur sem ekki hafa áður sést (leyfi ég mér að fullyrða).
Merkilegt hvað mannfólkið er líkt þessum skordýrum. Í gær var einblínt á maura, vespur og býflugur. Allt er þetta af sama stofni en maurar eru í rauninni vængjalausar vespur. Þau reisa bú, stéttaskipta grimmt og heyja stríð við nágranna tegundir. Að ógleymdum drápum sér til matar. Búin enda lífdaga sína svo yfirleitt á því að þernurnar missa sig úr frekju, byrja að verpa á fullu en drottningin eyðileggur samviskusamlega öllum þessum óæðri eggjum þar til hún hefur ekki undan og þá hrynur veldið til grunna og allt byrjar uppá nýtt næsta sumar...
Minnir á stórveldi mannanna í gegnum tíðina. Horfið allavega á næsta þátt eða tjáið ykkur um þessa hrífandi og skemmtilegu þætti.
Ég var orðlaus.

Annars virðist vera að vora skv. ferðalögum vina minna. Anna kemur á fimmtudaginn og ég ætla að flytja hana yfir heiðina e-n daginn, hún lætur mig bara vita kannski degi áður eða e-ð :p
María er líka að koma í bæinn á e-ð hrútleiðinlegt kennaraþing...má segja svona:þ
en ætlar líka að kíkja á mig. Gestirnir ráða sjálfir hvort þeir vilja gista en öllum er það velkomið.

Úff, svo er eins gott að drífa sig heim eftir vinnu þar sem Bubbi ætlar að fara að henda hundinum út á morgnana svona til að pissa og svona en Bubbi batt hundinn ekkert eða neitt, heldur ath. bara með hann 5 mín. seinna og viti menn- hundurinn var barasta horfinn. Þetta með að nú ætti hann að sjá um dýrið sitt á morgnana er ekki alveg að ganga. -Ég get líka alveg opnað hurðina á morgnana og hent hundinum út, það er ekki málið. Hugsa að ég fari betur yfir þessa sameiginlegu ábyrgð með manninum mínum.

Engin ummæli: