þriðjudagur, maí 16, 2006

kauptilboði tekið júhú

Vívíví, vávává jeijeijei...
Fengum tilboð í íbúðina á Tjarnarbrautinni sem hljóðaðai uppá 12,9 en við buðum 13,3 í staðinn sem endaði í 13.250.000 jamm og já. Þetta slagar næstum því upp í það sem mig vantar af peningum. eða þannig...
Hún Jóhanna nokkur hjá Remax hefur séð um þetta og týpískt ég að fá fasteignasala sem ég vorkenni. Hún er eitthvað svo seinheppin og fyndin...
Ekki alveg bestu eiginleikar sem prýða fasteignasala. En henni tókst þetta á endandum og var hreykin af. Það er ekkert stress með afhendingu þar sem kaupendurnir þurfa sjálfir að selja sína íbúð sem er upp í Orrahólum eða e-ð álíka. Þetta Þykja mér nú framfarir fyrir blokkarskrílinn...er svolítið snobbuð þegar kemur að hýbýlum manna.... takið þetta ekki illa upp.
Hugsa að endanlegt afsal verði einhverntíma í sept. Mikið eru þessi húsakaup farin að ganga hratt fyrir sig. Við greiddum upp húsið okkar til seljenda á 3 og 1/2 mánuði. Heilt einbýlishús!
...
Nú er bara að tilkynna Hraunhamri og Hofi að þeir megi taka íbúðin mína af sölu, en eitthvað þarf að borga þeim fyrir það samt...

Næstu helgi höldum við upp á afmælið hennar Ólafar Jónu þar sem þau fjölskyldan eru að flytja til Kanada. Þá getum við boðið föðurfjölskyldunni hennar heim og allir geta kvatt hana í leiðinni. Úff, var að fatta að ég er að fara að halda barnaafmælis-veislu. Úff, nenni ég svoleiðis...
jújú þetta verður fínt:)
Svo þarf ég að fara að byrja að bjóða í veisluna. Ef einhver sér þetta sem varðar um málið er afmælið allavega kl. 3 á laugardaginn. Verið velkominn

Engin ummæli: