fimmtudagur, maí 11, 2006

Og hérna er önnur, tekin frá öðru sjónarhorni. Ástæðan fyrir þessari sýningu er sú að Árnýju langar að fylgjast með Snældu vaxa, en ég fékk báða kettina frá henni.

Annars ligg ég veik heima. Ekki með svo mikinn hita, þó ég hafi slagað hátt upp í 38 stiga hita í gær (-2 kommur...)en þjáist meira af svona sleni og hori sem ég ætla ekkert að lýsa nánar. En það er allavega komin standard búnaður- klósettrúlla, á alla helstu staði hússins, s.s í Lazy-boy-inum, inní rúmi og svo er alltaf gott af hafa á klósettunum...

Verð nú aðeins að minnast á veðurblíðuna sem hefur verið undanfarið. Þvílíkt og annað eins. En það hlaut að fylgja einhver böggull því skammrifi (segir maður ekki svona?) Eða er það "sá böggull fylgir skammrifi" -og það var mengun sem barst frá austur Evrópu alla leið upp á Suðurskautið. Það ku víst vera ansi slæmt.

En ég naut nú samt veðursins enda ekkert annað að gera. Byrjuðum að vinna í garðinum um helgina. Hellulagningin gengur ágætlega og beðin eru orðin ágæt. Á samt alveg eftir að fara í þann hluta garðsins sem gæti kallast "bakgarður". Já þessi garður er engin smásmíði!

Set áreiðanlega fleiri myndir inn í dag.
Hef tímann til þess....

Engin ummæli: