Þá er Bubbi farinn vestur að grafa vatnsholur á Tálknafirði. Hann er alsæll með þetta og mér finnst hann líka velja besta tímann (eða þannig) til að fara út á land að vinna eða í sömu viku og við erum að byrja að pakka innbúinu! Hann er séður drengurinn.
Ég fór í 75 ára afmælisveislu í gær til Helgu ömmu. Hún er alltaf svo hress, svona ætla ég að líta út þegar ég verð svona gömul. Það var fínt að hitta ættingja og spjalla. Með pabba og co kom nýi fjölskyldumeðlimurinn hún Stubba sem er ...e-r tegund sem ég man ekki.. og heyrði ég gott nikk-name á honum :Hillu-hundur. Svo fuku nokkrir töskubrandarar og svona :) Ætli sé ekki best að fara með Díkó (okkar hund) í heimsókn til pabba til að leyfa honum að þefa af kvikindinu. Mér finnst þetta nú varla hundur en hann er samt voða sætur greyjið.
Við erum enn að bíða eftir samþykki íbúðalánasjóðs fyrir láninu en hef engar áhyggjur- þetta á eftir að koma í gegn. Þannig að ég fæ kannski bara afhent í kringum næstu helgi. Það mun reyndar verða vandamál að reka 2 íbúðir en Tjarnarbrautin þarf að fara að seljast.
Kíkti á útsölurnar í gær og fann pils og stuttar buxur við fínu dýru stígvélin mín sem ég fer helst ekki úr. Þetta eru sko almennieg gellu-stígvél úr uppáhalds-skóbúðinni minni: Bossanova.
Fór á ættarmót á sunnudaginn í Rafveituhúsinu upp í Elliðaárdal. Það væri svosem ekki í frásögur færandi nema það að ég áttaði mig á hvílíkir hávaðabelgir þessir ættingjar mínir voru. Það var hver sjálfum sér næstur að komast að og frá kökuborðinu og svo þurfti að sækja drykki! Þetta var ægilegt fjör og ég heilsaði fullt af fólki sem ég þekki ekki svo gjörla...
Jæja, best að fara að vinna eitthvað
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ætlar þú að segja mér það margrét, elzt okkar systkynabarnanna, að þú hafir verið að átta þig á hávaðastuðlinum rétt núna?
ég er sjokkeraður...
Þetta flokkast ekki undir hávaða heldur gleði og kátínu. Já, við tilheyrum fjör fjölskyldunni miklu og sættum okkur við það með bros á vör og varma í hjarta (og kannski pínu eyrnaverk).
Þessi salur var einfaldlega 2 númerum of lítill. Við þurfum pláss, sjáið til, og mikið af því..
Já, hvernig væri að leigja Hreyfils-salinn á Grensásvegi næst? Þar hef ég komið tvisvar og hljóðláta móðurfjölskyldan mín fyllti ekki nærri því uppí salinn,
Það væri gaman að gera samanburð...
Skrifa ummæli