föstudagur, desember 01, 2006

1. desember.

Jæja, langt síðan ég bloggaði síðast. Ólöf Jóna er komin frá Kanada og í fyrradag fengum við þær góðu fréttir að hún fer ekki aftur út og er mamma hennar búin að sækja um fyrir hana á gamla leikskólanum. Jei, þetta eru afar góðar fréttir. Ég er einmitt að sækja hana á eftir.
Í gær fór ég í Smáralind og ætlaði að athuga hvort ég sæi einhver fín jólfaföt. Ég var allt of sein! Vörurnar voru búnar í millistærðumog mikið af small og x-large fötum eftir. Hvað er að fólki, hver verlsar allt upp í okt. nóv.? Og ég sem hélt að ég væri afar snemma í því. Ég endaði með að kaupa snyrtilegan jakka/úlpu á Bubba og á mig keypti ég super-soft baðslopp..ummhh. Jakkinn reyndist of lítill á Bubba enda keyptur í Zöru þar sem undirstærðir ráða ríkjum...

Ég er að reyna að setja niður hjá mér hvaða jólagjafir ég á eftir. Ég hef verið að safna allt árið en enn vantar slatta. T.d fyrir pabba, Leu og Bubba. Bubbi breytti út af vananum í ár og kaypti gjöfina mína tímanlega. Hingað til hefur þetta verið keypt í vinnuskreppi 22 eða 23 des. Ég er mjög glöð með þennan góða fyrirvara. Ætli ég verði ekki að athuga með gjöf fyrir hann á eftir.

p.s. ég man þegar það var frí 1 des. Mikið vildi ég að það væri þannig ennþá. Þá væri ég heima núna...
En ég er í tölvutíma og hér er allt svo óheflað að börnin eru bara á leikjanetinu. Í þessum skóla eru engin leikja-forrit í tölvunum þannig að við erum ekki í uppbyggilegum stafaforritum hér neitt. Onei.
jæja, ætla í bubbles

1 ummæli:

Aldís sagði...

Obbosí.. það eru að koma jól, já.
Ég er ekki byrjuð á neinu - sem er ekki vel..