föstudagur, júlí 14, 2006

Flottar gellur!

Ætla að reyna að stytta mál mitt svo þetta komist inn á netið...
Í fyrradag fór ég út að borða m. Bubba í Þrastarlaundi í hádeginu. Þar er vinnana hans með reikning því þeir eru að vinna rétt hja. Í dyrunum mættum við 3 verkamönnum og inni fyrir var nánast fullt út úr dyrum af karlmönnum (fyrir utan 1 útlenska konu og 1 smábarn) Þarna vinna þrusugellur sem einnig prýða veggi staðarins (hélt fyrst að þetta væru keppendur í ungfrú suðurland 05 þangað til Bubbi sagði mér hróðugur (mistök nr. 1) frá því að eigandi staðarins hefði átt strippbúllu í rvk og lærði þar að fallegar stelpur trekkja að. Klókur maður það. Bubbi skildi ekkert í þessu formlega góðan daginn sem hann fékk þegar við gengum inn í stað kumpánlega "Hæ-ins" eins og fastakúnnar sem hann sjálfur er fá vanalega...
Mistök nr. 2 hjá honum voru nú svolítið mér að kenna en mér fannst þau afar fyndir ):l
Önnu þjónustustúlkan gekk framhjá og ég sagði "þessi er aldeilis með flottan rass" og þá gellur í Bubba með gleðiglampa í augunum" já, og það er annar hérna líka"... "Þú meinar þá minn" segi ég og Bubbi varð ægilega vandræðalegur í nokkur sekúndubrot (nóg fyrir mig hahaha)og segir með skökku brosi "já elskan" :s

Hvet alla til að skoða staðinn, gellurnar og matinn. Huggulegur staður með frekar dýrum samlokum en góðu útsýni í staðinn
Þessi eigandi veit alveg hvað hann er að gera.
Æi hvað ég er vond.

1 ummæli:

margrét sagði...

þetta "Æi hvað ég er vond" átti að koma undir næstsíðustu málsgreinina...