Komiði sæl.
Í dag fór ég í Borgaleikhúsið að berja Ronju Ræningjadóttur augum. Ég mæli hiklaust með þessari sýningu. Laddi er öðru aukahlutverkinu sem Matthías pabbi Ronju... hvernig læt ég, auðvitað veit hvert mannsbarn hver Matthías er! Laddi er alveg frábær. Ég held að hann hafi nú ekki verið svo mikið í leikhúsi... Munið þið eftir einhverju hlutverki sem hann hefur verið í, í leikhúsi? Var hann kannski einhverntímann Mikki refur...
Já eins og hægt er að sjá er ég alveg upprifinn yfir þessu framtaki.
Mér finnst ég ákaflega göfug manneskja að hafa stungið uppá að bekkurinn færi:p Foreldrarnir voru nú sem betur fer með þannig að ég þurfti bara að mæta og horfa. Ég tók í hendina á 3 pöbbum sem ég hafði aldrei séð. Það var ágætt. Mikið var ég samt fegin þegar þetta var búið...
Í gær fór ég líka á tónleika -eða réttara sagt mætti ég í hljóðfæra pökkunina í lok tónleika:/
Ég ætlaði að mæta á tónleika á kaffi babaloo með Brynjari kærasta Aldísar en var að finna stæði á meðan þeir spiluðu....
Það er ekki á allt kosið, en ég sá bandið sem spilaði á eftir þeim, þau voru fín. Rólegt og gott:)
Hitti Bjögga frænda á téðum tónleikum og hann spurði hvort ég væri ekkert hrædd við jarðskjálfta þarna en ég sagði að það væri óralangt síðan það hefði gerst. Hann skellti þá fram"þá syttist í þann næsta...." Þetta er svosem alveg rétt!
Það hefur undanfarið verið umræða um að það sé ekki snjallt að byggja mannvirki ofaná sprungum eins og Sunnumörk-verslunarmiðstöð Hvergerðinga. Á bókasafninu getur maður gengið ofaná gleri og séð um leið téða sprungu. Það er meira að segja búið að leggja ljósa slöngu eftir einni sillunni þannig að maður getur ímyndað sér hvernig þetta gæti orðið umhorfs...hugsa sér ef allt færi bara af stað á meðan maður væri að velja sér bók!
þetta er varhugavert.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli