miðvikudagur, október 04, 2006

Sæl og blessuð.
Haldiði að það hafi ekki verið hætt við leirnámskeiðið! Vegna þess að aðeins 4 skráðu sig og svo hætti einn við....!
Og sem ætlaði að læra að búa til skálar á svona rennibekk eins og í Ghost. En það verður kannski námskeið í janúar. Annars ætti maður frekar að athuga hvort það sé ekki einhver með aðstöðu hér í Hveragerði... Það er samt betra að fá kennslu inn í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Þar veit ég að ég fæ góða tilsögn.

Þetta Kárahnjúka mál er búið að angra mig. Nýlega fóru að heyrast svo háværar raddir um hversu frábært þetta væri fyrir austan-fólk. Ég var orðin á báðum áttum um hvaða skoðun ég ætti að hafa á þessu. En nú hef ég aftur tekið ákvörðun. Ég er enn á móti þessari virkjun. Og hananú.

Síðustu helgi var okkur boðið í mat hjá mömmu á föstud.kvöldinu og svo var okkur líka boðið í mat á laugardeginum hjá Brendu, mömmu Bubba. Við fengum læri á báðum stöðum og þau voru eins ólík og íslensk og færeysk rolla.....bæði lærin voru auðvitað mjög góð en mjög ólík:) (eru annars færeyskar rollur ekki líka góðar...??

Nú hef ég reynt að koma þessu bloggi inn í nokkra daga.
Ætla að reyna enn og aftur.

Engin ummæli: