miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Blessuð blíðan

Ó hve lífið er dásamlegt í svona hitum eins og þeim sem hafa verið undanfarið- já ég segi hitum! Eina sem skyggir á þetta dásemdar-frí-líf er tilhugsunin um að þurfa að mæta til vinnu eftir 9 daga! Mér finnst ég alls ekki tilbúin til að byrja á nýjum stað. Mér finnst sumarið rétt byrjað. Sérstaklega þar sem ég var fjarri góðu gamni upp í "sveit" fram í byrjun júlí.

Í dag eyddum við Ólöf Jóna deginum í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í frábæru veðri. Hittum Ástu, Önnu og Hrönn með öllum þeirra krakkaskara. Hver þeirra er komin með 2 börn og alltsaman stelpur nema Hrönn á 1 strák- gott hjá henni. Við gátum kjaftað á meðan börnin hlupu um. Ferlega þægilegt- allavega fyrir mig þar sem Ólöf Jóna er orðin alveg 4 ára og getur sjálf hlaupið á milli leiktækja og hleypur ekki í burtu, eitthvað annað en dóttir hennar Önnu sem á örskotsstundu komst undir girðingu, yfir smátún og innfyrir girt svæði þar sem var verið að (nema hvað) mála. Og þar greip hún þéttingsfast utanum málverkið. :)

Annars er lítið að frétta, nema að ég er orðin svolítil brún og mér tókst að koma 2 litlum bresk/finnskum/íslenskum börnum upp á Latabæjar-batteríið í kvöld. Gaf s.s litlum frændsystkinum Bubba Latabæjar DVD-inn nr. 1 og þau horfðu sem dáleidd á með opna munna. Snilld að myndirnar eru gefnar út með ensku tali líka. Já, ég vann mér inn stig í dag. Þau munu muna eftir mér sem konunni sem átti alla kettlingana og gaf þeim Latabæ.

p.s. Tónleikarnir með Sigurrós um daginn voru ansi skemmtilegir, gaman að standa bara þarna og skoða allt fólkið. Hitti nokkra t.d. Möggu (sem er enn kennd við Stebba;) og Helgu Ágústs, vinkonu frá 10-11 síðan í gamla daga. Hún var ólétt, komin 4 mánuði á leið, til hamingju með það. Barnið verður örugglega hrikalega sætt, enda er kallinn hennar ítalskur.

Engin ummæli: