fimmtudagur, febrúar 09, 2006

innflutnings-partý

Jæja, loxins bloggar maður.
Það er svona að vera netlaus og vitlaus í Hveragerði. Það gengur hægt en örugglega að koma okkur fyrir í slotinu. Eldhúsið er orðið fínt og sömuleiðis stóra baðherbergið. Stofan er öll að koma til og hjónaherbegið líka, sem og herbegið hennar Ólafar Jónu. Það lá nú við slagsmálum (ýki nú aðeins kannski) þegar það var málað þar sem við Bubbi gátum ekki komið okkur saman um litinn sem átti að prýða værelsið. Ég vildi tyggjóbleikt upp undir loft, en hann vildi tvískipta því -bleikt neðri hlutinn en blátt eftri hlutinn. Hann vann!!! Það kann bara ekki góðri lukku að stýra þegar gröfumenn og fautar fara að skipta sér af litavali!!
Mér gengur eitthvað hálfilla að leyfa öðrum en mér sjálfri að skipta sér að uppröðun, málningu og fl. Ég vil einfaldlega stjórna þessu öllu. Er þetta frekja eða bara vantraust á smekk annara (aðallega smekkur Bubba)? Ef hann fengi að ráða væru húsgögn fyrir öllum gluggum og þau væru líka flokkuð. T.d yrði einn veggurinn í stofunni bara þakin hillum, Lazy-boyinn yrði til frambúðar fyrir aðalglugganum og reykt yrði inn um allt. Þá væri líka hægt að tilgreina staðsetningar betur, "Bókin en einhversstaðar á hilluveggnum" eða "það er óþarfi að draga fyrir, við höfum bara fín húsgögn fyrir helvítis birtunni"

Um helgina verður innflutningspartý og ef þér sem Þetta lest hefur ekki verið boðið hef ég annaðhort gleymt því eða þá að þér er alls ekki boðið ("þér er ekki boðið" -lag-Rottwiler)
Líklegra þykir mér þó að ég hafi bara gleymt að bjóða þér og er þér velkomið að hringja í mig og boða þig og þína.
sími 699-4001 og 483-4976 Maður er sko kominn með sveita númer og alles.

En nú er mál að linni. Er á leið í heimsókn til Diddu frænku en ég vogaði mér að flytja án þess að kveðja hana. Henni finnst að ég sé flutt á hjara veraldar og það minnsta hefði verið að kveðja áður. Ég skammast mín og fer nú þangað í heimsókn.

Engin ummæli: