föstudagur, febrúar 03, 2006

krossleggja fingur

Í gær fór ég í atvinnuviðtal í Grunnskóla í Hveragerði. Og viti menn, ef e-ð losnar mun það líklega vera 100 % myndlistarstaða!!! Hverjar eru líkurnar?
Ég óska einskis heitar en að verða myndlistarkennari sem passar einmitt við þessa menntun sem ég fékk mér. En nú er ég í smá vanda þar sem ég þori ekki öðru en að sækja um í öðrum skólum í nágrannabyggðarlögum ef vera kynni að ég fái þetta ekki...
Best væri samt bara að vinna í sama bæ og ég bý í.

jæja, þá er eftir engu að bíða -helgi (weekend sko) hér kem ég

1 ummæli:

AP sagði...

Spennó! Það væri nú bara frábært að þú fengir þetta :)