miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Furðufuglar Hveragerðis

Í dag er kominn miðvikudagur og ég er rétt að jafna mig eftir helgina.
Það mætti múgur og margmenni í innflutningspartýið og örugglega verið hátt í 20 manns þegar hæst stóð. Ég fékk fullt af flottum og fínum innflutningsgjöfum, t.d glös, útikerta-lugt, frumlegan blómavönd og síðast en ekki síst, litla sæta belju handryksugu. Ég þarf að flytja mikið oftar....
Við kíktum á Snúllabar (ég veit, hverjum dettur annað eins nafn í hug?) og svo var farið heim og svo í partý og svo aftur heim...
Það merkilegasta við þetta var að um nóttina fylgdi okkur drengur sem allir héldu að væri vinur einhvers annars, eftir miklar upprifjanir munum við að hann var á barnum og slóst svo í för með hópnum. Ég nánast henti honum svo út um morgunin eftir að hann var farin að pirra mig mikið. Bubbi skrönglaðist svo fram einhverntíma eftir hádegi og þurfti aftur að henda sama manninum út þar sem hann var bara búin að koma sér fyrir í stofunni og farin að glamra á gítar!
Það er ekki í lagi með fólk. Ég passa mig allavega að læsa öllu vel núna því þessi furðufugl er nú búin að skanna út allar okkar eignir og ég vona að hann hafi ekki náð því að Bubbi væri úti á landi að vinna þessa dagana.

Sunnudeginum eyddum við skötuhjúin svo í óhemju þynnku eftir að hafa kvatt síðustu gestina (sumir gistu og sonna) og fórum í pottinn og höfðum það huggulegt.

Finnlands-kennara-ferðin er næstu helgi og það verður örugglega æðisleg ferð. Með henni fylgir vetrarfríið og hækkandi sól.

Hafa fleiri en ég tekið eftir því að það hefur verið sól í heila 2 daga í röð. Mikið er það dásamlegt.

Engin ummæli: