Nú er ég komin með myspace eða http://myspace.com/verahvergi og verið bara velkomin. Af mér er aðallega að frétta að nú er biðtími næstu 2 vikur. Þeir skilja sem eiga það skilið... humm. |
mánudagur, september 17, 2007
tæknin í útrás
laugardagur, september 08, 2007
Hundurinn dáinn.
Jæja, þær hörmungar gengu yfir heimilið í vikunni að Díkó okkar fékk loksins þann endanlega dóm að vera ekki húsum hæfur. Kvikindið virtist aldrei ætla að vitkast og eftir ófá geðveikisköst mín og Bubba yfir aðkomunni í þvottahúsinu og í búrinu var sú ákvörðun tekin að aflífa greyjið. Seinnipart sama dags og ákvörðunin var tekin var ég búin að draga í land og gat ekki hugsað mér þetta en Bubbi hélt þessu til streitu og upp í sveit fór hann með hundinn og er nú grafinn einhversstaðar austur í Hruna. Mikil ósköp er ég búin að grenja yfir þessu. En svona er víst lífið. Ég er með hrikalegt samviskubit yfir því að hafa ekki bara haldið áfram að fórna mér við að þrífa upp drulluna eftir hann þegar hann var búin að stinga af, komast í rusl einhversstaðar og étið hvað sem er. Hann hefði kannski verið betri ef við hefðum sinnt honum betur og unnið minna. En þessu fylgir gríðarleg ábyrgð og það er greinilegt að hún var ekki hugsuð til enda... Auðvitað kenni ég Bubba um mest allt. Það var nú hann sem vildi hundspottið til að byrja með, fékk það í gegn að lokum og var svo búin að dömpa mest allri ábyrgðinni á mig áður en langt um leið. En eins og sannri konu sæmir sé ég um samviskubitið eftir þetta... En nú þarf að komast yfir þetta og minnast hans bara með gleði. Því eitt er víst, glaðari og fallegri hund hef ég aldrei þekkt. |
föstudagur, ágúst 24, 2007
Ýmislegt
Ég er að reyna að bæta mig í blogginu og hér kemur eitt lítið blogg ásamt einni sætri mynd af frænknunum Söru og Ólöfu Jónu. Um helgina eru Blómstrandi dagar og það er heilmikið um að vera. Ég ætla að mæta á markaðinn sem verður við skólann á laugardaginn og svo langar mig á bókamarkað og myndlistarsýningar líka. Í fyrra gerði ég fín kaup á þessum markaði en bestu kaupin voru án efa myndin Stella í orlofi sem við skemmtum okkur mikið yfir. Í gær byrjaði ég í jóga og það er var alveg hreint yynnnndislegt. Ég ætla mér að stunda þetta í vetur og koma betra jafnvægi á allt kerfið:) Og ekki er þetta dýrt (er reyndar orðin frekar firrt held ég...) 20 þúsundkall fram að jólum. Fyrir þá sem muna eftir Kára sem ég var með frá 16 ára til 20 að þá var pabbi hans að deyja og ekki var hann nú gamall blessaður kallinn. Kannski á milli 55 og 60 ára. Ferlegt að heyra þetta. Hann var búin að vera mjög veikur lengi eftir heilablóðfall fyrir 2-3 árum. Skólinn er byrjaður og þetta fer ágætlega af stað. Mér finnst samt eins og þetta er næstum óyfirstíganleg vinna og finnst að ég sé ekki að afreka neitt sérstakt en þetta er nú bara rétt farið af stað og ég er enn bara að kynnast krökkunum en ég er með nýjan bekk. Er að hugsa um að reyna að minnka kröfurnar á mig og byrja á að kynnast krökkunum og afhenda lestrarbækur... |
sunnudagur, ágúst 19, 2007
Menning & Adrenalínsjokk
Menningarnótt er liðin og við eyddum deginum í Viðey og dántán. Það var rólegt og gott í Viðey og ég komst að því að í gamla daga (fram á síðustu öld) var byggð þarna sem nefndist þorpið. Ég komst líka að því að Eykt, byggingarfyrirtæki nokkuð reyndi að kaupa eyna fyrir ekki alls löngu til þess að reisa þarna ellimannablokkir og smala gamlingjunum þarna út. Þá hefði væntanlega verið komið fyrir brú og læti..... Sumum er EKKERT heilagt. En sem betur fer neitaði Reykjavíkurborg. Reyndar eru þeir farnir að koma fyrir listaverkum þarna eins og ferlíkinu hans Ólafs Elíasarsonar. Þó maðurinn sé snillingur og geri flott verk að þá er alveg óþarfi að láta þetta tróna á toppnum á Viðey. Þetta er ekki alveg að falla inn í umhverfið. Og svo er víst verið að fara að koma fyrir einhverri bölvaðri súlu frá Yoko Ono upp á fleiri fleiri metra. Þetta er ekki alveg að passa inn. En annars hefur staðnum verið haldið nokkuð ósnortnum (miðað við framkvæmdir annarsstaðar...) sem er vel. Í miðbænum var ekki eins rólegt. Ég gerði þau mistök að fara með hundinn í bæinn og geri það ekki aftur. Ég er með fleiður á hnúunum eftir ótal rikkingar hundsins, þar sem ýmislegt heillaði forvitin hund. Ýmsar kræsingar lágu í götunni, fullt af öðrum hundum hittum við og ótal börn pikkuðu og potuðu í hann við góðar undirtektir(ekki minna þó). Ég reyndi sem ég gat að halda honum nálægt mér með því að vefja ólinni um hendina á mér og stytta þannig í bandinu en uppskar þá bara eins og ég sagði áður: fleiður. Hitti aðeins á Sigrúnu og fjölskyldu en eirði engu. Hafði ekki þolinmæði í neitt lengur en þetta lagaðist allt þegar ég hitti mömmu og Bigga sem tók við hundinum. Enda mátti vart tæpara standa, ég var að missa það... Mamma gaf okkur Ólöfu Jónu ís eftir að við skoðuðum okkur aðens um niðri í myrkrinu í þjóðveldiskjallaranum þarna á hótelinu og svo sátum við á góðum stað í rúma klst. á Ingólfstorgi að glápa á mjóa gellu í litlum fötum dansa indverska dansa og svo var danshópurinn hennar mömmu með línudans. (hún var reyndar ekki með núna því hún fékk blóðtappa í löppina um daginn) Þetta endaði s.s bara ágætlega. úffpúff. Á föstud. sl. bauð ég Bubba í river-rafting á Hvítá. Hann átti s.s afmæli á fim. Það var ágætis fjör en ég hefði viljað meira action í flúðunum, sem voru frekar slappar að mínu mati. Ég ákvað svo að stökkva ef klettinum en hægt var að velja 3, 5 eða 7 metra hátt stökk og mér fannst að ég mætti hundur heita ef ég þyrði ekki að stökkva þessa skitnu 3 metra. Ég ætlaði aldrei að þora en lét svo Bubba stökkva á undan (þegar hann var búin að fara 7m. stökkið sitt) og byrjaði svo að garga þarna uppi þar sem ég stóð, gargaði svo aftur, stökk og gargaði alla leið ofaní á. Þar fékk ég sjokk og ætlaði ekki að geta andað þegar ég kom upp aftur. Þessu hef ég aldrei lent í áður, og ætla að sjá til þess að ég geri aldrei neitt svona aftur sem ég er ekki tilbúin í. Maður á ekki að pína sig til að gera eitthvað sem maður er hræddur við. Ég þjáist af lofthræðslu og auk þess er ein af mínum stærstu hræðslum að drukkna, hlýt að hafa drukknað í fyrra lífi. Ég kom t.d blá út af Titanic hér um árið því ég hélt alltaf í mér andanum þegar Jack og gellan voru í kafi, ógeðslegt. En ég s.s náði varla andanum því ég andaði svo grunnt og hratt. Svona eins sjúklingarnir í Bráðavaktinni þegar lungun eru fallin saman og það eina sem getur bjargað þeim er að stinga gat á hálsinn. Við erum að tala um að lungun öskruðu á loft og það hvein svo hátt í mér í allir heyrðu og gædinn sagði að ég þyrfti ekki að skammast mín, því stuttu áður hefði víst verið 150 kg maður sem kom grenjandi á land aftur.... ég var ekki að hugsa um skömm þarna, heldur hugsaði ég um hversu vitlaus ég væri að gera eitthvað svona... Svo meig ég NÆSTUM því á mig! Bubbi krækti í mig og sagði mér að slaka á. SLAKA Á í algjöru kulda og hræðslusjokki. Svo byrjaði ég að hlæja þegar ég komst upp á land....!!! Bubbi fræddi mig sposkur um að þetta væri adrenalínið og var loks á heimavelli í útskýringum um viðbrögð mín við einhverju. Annars skilur hann yfirleitt lítið af viðbrögðum mínum við ýmsu... ;/ jæja, nóg í bili |
miðvikudagur, ágúst 08, 2007
Sumarmyndir
Buhu, vinna á morgun.
O.M.G Vinnan byrjar á morgun. Ég er engan veginn undirbúin undir það. Hitti kennara úti í Bónus áðan og við fengum báðar hroll yfir tilhugsuninni um vinnu á morgun. Oj bara. En maður verður nú að reyna að vera jákvæður og hugsa sem svo að það eru nú enn eftir nokkrar ágústhelgar sem verða víst að teljast með sumrinu þó ég sé aftur mætt í skólann. Mikið væri nú gaman að vera að fara bara sjálfur í skóla... Fyrir síðustu helgi festum við Bubbi kaup á Enduro hjóli fyrir mig. Fyrir þá sem vita ekki hvað Enduro er , þá er það svona torfæru hjól eða stundum kallað krossari (held ég) Ég er búin að fara nokkrar styttri ferðir á því og byrjaði á því að hjóla frá Stokkseyri niður í fjöru, fram hjá Litla Hrauni og allt. Fannst samt illa gert að bruna fram hjá Hrauninu og glenna þetta framan í aumingja fangana. Sú ferð gekk ágætlega en ég var samt næstum farin að grenja þegar við vorum búin að hökta svolítinn spöl á hrikalega grófum stein-stíg. Ég réði bara alls ekki við hjólið en djöflaðist samt áfram þó ég fyndi ekki fyrir höndunum á mér lengur. Var farin að íhuga hvað þetta hefðu verið slæm kaup þar sem ég einfaldega gæti þetta ekki. En síðan hef ég ekki farið á svona hræðilegan stíg og ég skemmti mér t.d mikið betur í torfærubraut sem var fyrir utan Flúðir um helgina. Þar var líka í lagi að detta, bara mjúkur sandur undir. Já við eyddum s.s verslunarmannahelginni á Flúðum. Þar var dúndurveður og erum við fegin að hafa ekki stigið fæti norður á land. Ætla að koma inn mynd af mér og hjólinu fljótlega. |
fimmtudagur, júní 21, 2007
Fire-frontur.
miðvikudagur, júní 20, 2007
Sumarið í algleymi
Er í sumarfríi og það er frábært. Fyrst var ég með samviskubit yfir því að vera ekkert að vinna en síðar hefur komið í ljós að það er alveg fullt að gera hér heimavið. Ég er búin að taka til hendinni í garðinum og er samt hvergi nærri búin. Það er næstum endalaus vinna í þessu. Sem er samt skemmtileg þegar maður hefur tíma til þess að standa í þessu:)
Í gær keypti ég mér rosa fínar grasklippur. Reyndar stóð á þeim að þetta væru hekk-klippur, en ég er alin upp við að klippa gras með þeim og það gerði ég.
Ég er búin að finna út á hvaða kassa maður á EKKI að fara á í Húsasmiðjunni á Selfossi. o.m.g.
En ég flækti líf hans ógurlega þegar ég afhenti handskrifaða inneignarnótu frá strákunum í lagnadeildinni sem höfðu verið svo almennilegir að taka til baka e-r ofkaup hjá Bubba.
Hann var ekki viss um að raðnúmer einnar vörunnar endaði á 1 eða 7. Hann dró mig inn í lagnadeild og þar upphófst eitthvert undarlegt vesen yfir því hvaða vara þetta væri?!?!
En ég komst loks út með klippurnar, sápukúlur handa barninu og 400 kr. í afgang, og geri aðrir betur!
Næstu helgi verður haldin sameiginleg afmælisveisla fyrir mig og Ólöfu Jónu. Þessar fjölskyldusamsetningar eru orðnar svo flóknar að það er orðið ráðlegra að halda sérafmæli fyrir skyldmenni okkar Bubba. Og þar sem ég á nú einmitt afmæli eftir 2 daga (blinkblink)
ákvað ég að slá þessu í 1 stórt kökupartý á laugardaginn. Ólöf Jóna er s.s 25.6, og ég, ykkur til glöggvunar 22.6.
Jæja, það er víst best að fara að baka eitthvað.
Í gær keypti ég mér rosa fínar grasklippur. Reyndar stóð á þeim að þetta væru hekk-klippur, en ég er alin upp við að klippa gras með þeim og það gerði ég.
Ég er búin að finna út á hvaða kassa maður á EKKI að fara á í Húsasmiðjunni á Selfossi. o.m.g.
En ég flækti líf hans ógurlega þegar ég afhenti handskrifaða inneignarnótu frá strákunum í lagnadeildinni sem höfðu verið svo almennilegir að taka til baka e-r ofkaup hjá Bubba.
Hann var ekki viss um að raðnúmer einnar vörunnar endaði á 1 eða 7. Hann dró mig inn í lagnadeild og þar upphófst eitthvert undarlegt vesen yfir því hvaða vara þetta væri?!?!
En ég komst loks út með klippurnar, sápukúlur handa barninu og 400 kr. í afgang, og geri aðrir betur!
Næstu helgi verður haldin sameiginleg afmælisveisla fyrir mig og Ólöfu Jónu. Þessar fjölskyldusamsetningar eru orðnar svo flóknar að það er orðið ráðlegra að halda sérafmæli fyrir skyldmenni okkar Bubba. Og þar sem ég á nú einmitt afmæli eftir 2 daga (blinkblink)
ákvað ég að slá þessu í 1 stórt kökupartý á laugardaginn. Ólöf Jóna er s.s 25.6, og ég, ykkur til glöggvunar 22.6.
Jæja, það er víst best að fara að baka eitthvað.
föstudagur, júní 08, 2007
Hiti og svaekja í Amsterdam
Thá erum vid Bubbi stodd í Amsterdam. Komum hérna í gaerdag og í dag var fyrsta skólaheimsóknin af thremur. Fórum í Montesorri skóla. Thad var mjog fródlegt ad sjá skóla í odru landi og mesta athygli vakti hve bornin voru stillt og róleg. Thau voru svo undurstillt og kennarinn gekk rólega á milli og thjálfadi t.d stelpu ad fara ofaní upphleypta stafi. Nemendur unnu sjálf og fundu sjálf út úr hlutunum í stad thess ad thjóta beint í kennarann eftir adstod af thví ad thau kunna ekki ad hugsa sjálfstaett. Yngstu bornin voru 4 ára og thá er einmitt gott ad byrja ad kenna theim stafina thví thau hafa svo brennandi áhuga á thví.
En thessa ótrúlegú ró aetla ég ad reyna ad innleida í mitt bekkjarstarf naesta vetur.
Hitinn hefur verid med ólíkindum eda allt upp í 32-33 grádur. Thad thykir mér harla gott komandi frá Íslandi. Rakinn er líka thvílíkur ad madur naer stundum ekki andanum, allavega ekki ef madur er uppi á herbergi. Thar er thessi forláta vifta sem stendur uppi á bordinu og naer engan veginn ad laga ástandid. Erum einmitt á leidinni út núna, Bubbi er bara adeins á barnum (gaeti thad verid). Thad var einmitt algjoru úrhelli ad ljúka. En thad er sko samt búin ad vera naestum eintóm sól. Haha. Madur verdur alveg soldid brúnn thegar heim verdur snúid á thridjud.
Bless í bili.
En thessa ótrúlegú ró aetla ég ad reyna ad innleida í mitt bekkjarstarf naesta vetur.
Hitinn hefur verid med ólíkindum eda allt upp í 32-33 grádur. Thad thykir mér harla gott komandi frá Íslandi. Rakinn er líka thvílíkur ad madur naer stundum ekki andanum, allavega ekki ef madur er uppi á herbergi. Thar er thessi forláta vifta sem stendur uppi á bordinu og naer engan veginn ad laga ástandid. Erum einmitt á leidinni út núna, Bubbi er bara adeins á barnum (gaeti thad verid). Thad var einmitt algjoru úrhelli ad ljúka. En thad er sko samt búin ad vera naestum eintóm sól. Haha. Madur verdur alveg soldid brúnn thegar heim verdur snúid á thridjud.
Bless í bili.
miðvikudagur, maí 30, 2007
Drama
Það er óhætt að segja að lífið gangi EKKI sinn vanagang hér í Hveragerði. Allavega ekki hjá mér.
Undanfarið hef ég staðið leiðindamáli í vinnunni sem má rekja til brjálsemi minnar. -sjá fyrri blogg.
Það er allavega skemmst frá því að segja að í dag mættu víst einhverjir foreldrar í skólann og afhentu undirskriftarlista þar sem þess var óskað að ég héldi áfram með bekkinn. Ég varð alveg gáttuð og yfir mig hissa á þessu ótrúlega frábæra fólki. Ég myndi vilja senda þeim öllum mail og þakka fyrir stuðninginn. En það er víst best að hafa sig bara hæga:I
En þetta gaf mér svaka styrk:)
... nóg í bili.
Undanfarið hef ég staðið leiðindamáli í vinnunni sem má rekja til brjálsemi minnar. -sjá fyrri blogg.
Það er allavega skemmst frá því að segja að í dag mættu víst einhverjir foreldrar í skólann og afhentu undirskriftarlista þar sem þess var óskað að ég héldi áfram með bekkinn. Ég varð alveg gáttuð og yfir mig hissa á þessu ótrúlega frábæra fólki. Ég myndi vilja senda þeim öllum mail og þakka fyrir stuðninginn. En það er víst best að hafa sig bara hæga:I
En þetta gaf mér svaka styrk:)
... nóg í bili.
fimmtudagur, maí 24, 2007
Miðlar
Pantaði mér tíma hjá miðli. Ætlaði til Bíbí sem var hjá sálarranns.fél. en hún er víst löngu hætt. Fjandinn sjálfur, hún var alveg að gera sig, allavega fyrir mig. Það var allt vaðandi í ljónum í spilunum, eitt sem kom og fór á sjó (Bjöggi), eitt sem var bak við rimla (Sveinbjörn) og eitt sem ég setti svo allt mitt traust á (Bubbi). Alveg magnað!
Helga (úr 10-11) fór líka til hennar f. mörgum árum og það rættist hellingur, hún er t.a.m. með ítölskum manni. Hún hafði spáð því.
Í hitteðfyrra fór ég til Ólafs Hraundals og hann var afleitur. Það stóðst fátt nema þetta almenna, hmm... frí framundan? Ég fór sko til hans að vori!
En ég fékk tíma hjá Þórhalli og það er víst ekkert svo löng bið hjá honum núna því hann vinnur svo mikið!! Hversu góður getur miðill verið ef hann er bara með rað-lýsingar allan liðlangan daginn? Ég var líka búin að heyra að hann væri ekki svo góður og spyrði margra spurninga, en líka heyrt gott af honum þannig að ég slæ til.
Helga (úr 10-11) fór líka til hennar f. mörgum árum og það rættist hellingur, hún er t.a.m. með ítölskum manni. Hún hafði spáð því.
Í hitteðfyrra fór ég til Ólafs Hraundals og hann var afleitur. Það stóðst fátt nema þetta almenna, hmm... frí framundan? Ég fór sko til hans að vori!
En ég fékk tíma hjá Þórhalli og það er víst ekkert svo löng bið hjá honum núna því hann vinnur svo mikið!! Hversu góður getur miðill verið ef hann er bara með rað-lýsingar allan liðlangan daginn? Ég var líka búin að heyra að hann væri ekki svo góður og spyrði margra spurninga, en líka heyrt gott af honum þannig að ég slæ til.
Mygluð!
Nú styttist í skólalok og bara 2 vikur þar til ég verð komin til Amsterdam. Þar ætti ég að hafa tækifæri til að jafna mig á fréttum dagsins s.s bekkjarskiptunum;)
Ég festi kaup á Rolling Stones tónleikamiðum og við ætlum að skella okkur á föstud.kvöldinu þarna úti.
Myndin er af mér í campernum á sunnud.morgun að snæða morgunmat. Ólöf Jóna vaknaði 7.30 en við gátum kríað svefn til 8.30 því nú höfum við sjónvarp m. DVD í pallhýsinu:) Samt var maður nú frekar myglaður...
Heyrumst.
miðvikudagur, maí 23, 2007
Fórum í ferðalag síðustu helgi á Hellishóla. Höfðum það fínt í campernum. Myndir er einmitt af feðginunum að hafa það huggulegt í "eldhúsi" campersins.
Á staðnum er fínn salur og við erum búin að panta hann f. brúðkaupið okkar næsta sumar ("08)
Mjög spennandi allt saman.
Nú styttist í sumarfríið en ég hef hugsað mér að nota það einmitt til að fara í sumarfrí. Nenni ekki að bægsla með einhverja vinnulata unglinga sem nenna helst engu nema beygla klórur og brjóta skóflur. -Nei takk.
mánudagur, apríl 16, 2007
Ranger-inn
Brúðkaup
Við Bubbi höfum ákveðið að gifta okkur þarnæsta sumar.
Dagsetningin er 21. júní 2008
Nýjustu hugmyndir eru að hafa athöfnina í Hafnarfjarðarkirkju og hafa Einar prest sem fermdi okkur allar systurnar (fyrir utan Grafarvogs-systurina).
Svo langar okkur að hafa veisluna einhversstaðar á Suðurlandi, helst í nálægð við sumarbústaði eða smáhús þannig að fólk geti gist á staðnum eftirá. Eða keyrt heim, ef það vill það.
Svo langar okkur að þetta endi á einhverju dansiballi...
En við höfum ennþá ágætis tíma til að finna eitthvern sniðugan sal vel staðsettan.
Dagsetningin er 21. júní 2008
Nýjustu hugmyndir eru að hafa athöfnina í Hafnarfjarðarkirkju og hafa Einar prest sem fermdi okkur allar systurnar (fyrir utan Grafarvogs-systurina).
Svo langar okkur að hafa veisluna einhversstaðar á Suðurlandi, helst í nálægð við sumarbústaði eða smáhús þannig að fólk geti gist á staðnum eftirá. Eða keyrt heim, ef það vill það.
Svo langar okkur að þetta endi á einhverju dansiballi...
En við höfum ennþá ágætis tíma til að finna eitthvern sniðugan sal vel staðsettan.
páskarnir
Ég var búin að skrifa allt um páskana...en þá brást þessi síða mér.
Við erum alltént búin að kaupa camper (pallhýsi) og seldum í staðinn Econoline-inn okkar.
Um páskana gistum við 2 nætur, 1 á Hellishólum og 1 nótt þar sem pabbi og fleiri voru á Hellu.
Allt gekk vel og mjög kósí að sofa í þessum camper.
Á páskadag fengu allir súkkulaði, líka Díkó sem át hálft egg nr. 5 og líka kinder egg. Honum tókst að ná álpappírunum utan af þessu litla eggi alveg heilu fyrir utan 1 lítið gat eftir tönn. Hann vildi heldur ekki éta plasteggið sem er inní.
þori ekki að skrifa meira ef skilaboðin "page expired" kemur...
Við erum alltént búin að kaupa camper (pallhýsi) og seldum í staðinn Econoline-inn okkar.
Um páskana gistum við 2 nætur, 1 á Hellishólum og 1 nótt þar sem pabbi og fleiri voru á Hellu.
Allt gekk vel og mjög kósí að sofa í þessum camper.
Á páskadag fengu allir súkkulaði, líka Díkó sem át hálft egg nr. 5 og líka kinder egg. Honum tókst að ná álpappírunum utan af þessu litla eggi alveg heilu fyrir utan 1 lítið gat eftir tönn. Hann vildi heldur ekki éta plasteggið sem er inní.
þori ekki að skrifa meira ef skilaboðin "page expired" kemur...
miðvikudagur, mars 28, 2007
Mikið er nú langt síðan ég bloggaði síðast. Efast um að nokkur detti hérna inn ennþá. En undanfarið hef ég staðið í ströngu við að ala upp hvolp sem er dóttir Díkó okkar. Ætla að koma inn mynd af litlu dúllunni. Ég ætla mér samt að koma henni á annað heimili. 1 hundur er feykinóg!
Svilkona mín benti mér reyndar á að 1 hundur jafngilti 4 köttum. Nokkrum dögum síðar bað hún mig fyrir kettina og kettlingana sína því þau fjölskyldan eru að fara til Alsír. Mér fannst þetta pínu fyndið. En auðvitað tek ég að mér kettlingana. Þetta verður líflegt heimili.
laugardagur, mars 03, 2007
Tenerife
Fórum til Tenerife (hluti af Kanaríeyjum)um daginn. Þvílíkur unaður að skreppa svona í heitt land í febrúar. Það var gott veður allann tímann og maður kom heim með smábrúnku og allt. Hótelið var rosalega fínt og þegar ég kom heim og fór að skoða myndirnar tók ég eftir að það voru eiginlega bara myndir af hótelinu...
sunnudagur, janúar 28, 2007
Smá nostalgía
Rakst á þennan ofboðslega sykursæta vef þar sem ungar stúlkur geta gleymt sér.
Kíkið á http://mylittlepony.com
Ferlega skemmtilegir leikir í "playtime" flipanum, sem ég gleymdi mér aðeins í...:)
Reyndar var þetta nú ekki komið í mínu ungdæmi en Birna Rún fékk einu sinni fjólubláan hest og hesthús og sjálfsagt e-ð meira úr þeirri línu.
Kíkið á http://mylittlepony.com
Ferlega skemmtilegir leikir í "playtime" flipanum, sem ég gleymdi mér aðeins í...:)
Reyndar var þetta nú ekki komið í mínu ungdæmi en Birna Rún fékk einu sinni fjólubláan hest og hesthús og sjálfsagt e-ð meira úr þeirri línu.
laugardagur, janúar 27, 2007
Humm... útskýringar
Þar sem ég var að flýta mér með síðasta blogg kom það ekki mjög skilmerkilega út. Við skárum sko bút úr stofuteppinu og hentum því út ásamt persnesku mottunni með fína kögrinu á hliðunum. Þar lenti vænn skammtur af skít! Þannig að nú er flott gat á stofuteppinu og ég ætla að fara skoða parket. Djöfull er ég orðin gömul.
Skítur og ælur.
Það er allt í hers höndum hérna. Díkó stakk af í fyrradag og át náttúrulega einhvern andskotann í ferðalaginu og í gærdag beið mín þvílíka skítahrúgan og í gærkvöldi gerði hann sér lítið fyrir og heyrði ég bara drunurnar þegar hann hleypti út 1 bombu á helvítis stofugólfið! Hann hefur áður farið á þennan stað til að skíta og alltaf þarf hann að hitta svolítið á fínu persnesku mottuna sem pabbi Bubba keypti í Alsír. Það er skemmst frá því að segja að mottan fauk bara upp á grindverk úti og svo lét ég Bubba skera út bútinn með skítnum! Var að kafna úr fýlou. Þannig að nú verðum við fá okkur parketið sem hefur svosem staðið til þannig séð. Þetta flýtti framkvæmdum.
Í nótt tók svo Ólöf Jóna upp á að gubba pizzunni sem við bjuggum til í gær. Barnið var aðallega smeykt um að ég yrði brjáluð því ég tók því ekki vel þegar hundurinn hafði skutlað úrgangi á tepið. Mér fannst aftur á móti æla alger hátíð miðað við drulluna! Og lítið mála að skvera það miðað við hitt.
Ætli við tökum þvi bara ekki rólega í dag. Þarf reyndar að komast á Selfoss og birgja mig upp af límmiðum þar sem ég hef sett í gang límmiðakerfi fyrir heimalestur í vinnunni. Það virkar vel og fá börnin 1 stóran eftir að hafa fengið 5 litla (=5 daga heimalestur í röð) Bravó fyrir mér!
Í nótt tók svo Ólöf Jóna upp á að gubba pizzunni sem við bjuggum til í gær. Barnið var aðallega smeykt um að ég yrði brjáluð því ég tók því ekki vel þegar hundurinn hafði skutlað úrgangi á tepið. Mér fannst aftur á móti æla alger hátíð miðað við drulluna! Og lítið mála að skvera það miðað við hitt.
Ætli við tökum þvi bara ekki rólega í dag. Þarf reyndar að komast á Selfoss og birgja mig upp af límmiðum þar sem ég hef sett í gang límmiðakerfi fyrir heimalestur í vinnunni. Það virkar vel og fá börnin 1 stóran eftir að hafa fengið 5 litla (=5 daga heimalestur í röð) Bravó fyrir mér!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)