Er í sumarfríi og það er frábært. Fyrst var ég með samviskubit yfir því að vera ekkert að vinna en síðar hefur komið í ljós að það er alveg fullt að gera hér heimavið. Ég er búin að taka til hendinni í garðinum og er samt hvergi nærri búin. Það er næstum endalaus vinna í þessu. Sem er samt skemmtileg þegar maður hefur tíma til þess að standa í þessu:)
Í gær keypti ég mér rosa fínar grasklippur. Reyndar stóð á þeim að þetta væru hekk-klippur, en ég er alin upp við að klippa gras með þeim og það gerði ég.
Ég er búin að finna út á hvaða kassa maður á EKKI að fara á í Húsasmiðjunni á Selfossi. o.m.g.
En ég flækti líf hans ógurlega þegar ég afhenti handskrifaða inneignarnótu frá strákunum í lagnadeildinni sem höfðu verið svo almennilegir að taka til baka e-r ofkaup hjá Bubba.
Hann var ekki viss um að raðnúmer einnar vörunnar endaði á 1 eða 7. Hann dró mig inn í lagnadeild og þar upphófst eitthvert undarlegt vesen yfir því hvaða vara þetta væri?!?!
En ég komst loks út með klippurnar, sápukúlur handa barninu og 400 kr. í afgang, og geri aðrir betur!
Næstu helgi verður haldin sameiginleg afmælisveisla fyrir mig og Ólöfu Jónu. Þessar fjölskyldusamsetningar eru orðnar svo flóknar að það er orðið ráðlegra að halda sérafmæli fyrir skyldmenni okkar Bubba. Og þar sem ég á nú einmitt afmæli eftir 2 daga (blinkblink)
ákvað ég að slá þessu í 1 stórt kökupartý á laugardaginn. Ólöf Jóna er s.s 25.6, og ég, ykkur til glöggvunar 22.6.
Jæja, það er víst best að fara að baka eitthvað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli