O.M.G Vinnan byrjar á morgun. Ég er engan veginn undirbúin undir það. Hitti kennara úti í Bónus áðan og við fengum báðar hroll yfir tilhugsuninni um vinnu á morgun. Oj bara. En maður verður nú að reyna að vera jákvæður og hugsa sem svo að það eru nú enn eftir nokkrar ágústhelgar sem verða víst að teljast með sumrinu þó ég sé aftur mætt í skólann. Mikið væri nú gaman að vera að fara bara sjálfur í skóla... Fyrir síðustu helgi festum við Bubbi kaup á Enduro hjóli fyrir mig. Fyrir þá sem vita ekki hvað Enduro er , þá er það svona torfæru hjól eða stundum kallað krossari (held ég) Ég er búin að fara nokkrar styttri ferðir á því og byrjaði á því að hjóla frá Stokkseyri niður í fjöru, fram hjá Litla Hrauni og allt. Fannst samt illa gert að bruna fram hjá Hrauninu og glenna þetta framan í aumingja fangana. Sú ferð gekk ágætlega en ég var samt næstum farin að grenja þegar við vorum búin að hökta svolítinn spöl á hrikalega grófum stein-stíg. Ég réði bara alls ekki við hjólið en djöflaðist samt áfram þó ég fyndi ekki fyrir höndunum á mér lengur. Var farin að íhuga hvað þetta hefðu verið slæm kaup þar sem ég einfaldega gæti þetta ekki. En síðan hef ég ekki farið á svona hræðilegan stíg og ég skemmti mér t.d mikið betur í torfærubraut sem var fyrir utan Flúðir um helgina. Þar var líka í lagi að detta, bara mjúkur sandur undir. Já við eyddum s.s verslunarmannahelginni á Flúðum. Þar var dúndurveður og erum við fegin að hafa ekki stigið fæti norður á land. Ætla að koma inn mynd af mér og hjólinu fljótlega. |
miðvikudagur, ágúst 08, 2007
Buhu, vinna á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli