föstudagur, ágúst 24, 2007

Ýmislegt





Ég er að reyna að bæta mig í blogginu og hér kemur eitt lítið blogg ásamt einni sætri mynd af frænknunum Söru og Ólöfu Jónu.
Um helgina eru Blómstrandi dagar og það er heilmikið um að vera. Ég ætla að mæta á markaðinn sem verður við skólann á laugardaginn og svo langar mig á bókamarkað og myndlistarsýningar líka. Í fyrra gerði ég fín kaup á þessum markaði en bestu kaupin voru án efa myndin Stella í orlofi sem við skemmtum okkur mikið yfir.

Í gær byrjaði ég í jóga og það er var alveg hreint yynnnndislegt. Ég ætla mér að stunda þetta í vetur og koma betra jafnvægi á allt kerfið:) Og ekki er þetta dýrt (er reyndar orðin frekar firrt held ég...) 20 þúsundkall fram að jólum.
Fyrir þá sem muna eftir Kára sem ég var með frá 16 ára til 20 að þá var pabbi hans að deyja og ekki var hann nú gamall blessaður kallinn. Kannski á milli 55 og 60 ára. Ferlegt að heyra þetta. Hann var búin að vera mjög veikur lengi eftir heilablóðfall fyrir 2-3 árum.
Skólinn er byrjaður og þetta fer ágætlega af stað. Mér finnst samt eins og þetta er næstum óyfirstíganleg vinna og finnst að ég sé ekki að afreka neitt sérstakt en þetta er nú bara rétt farið af stað og ég er enn bara að kynnast krökkunum en ég er með nýjan bekk. Er að hugsa um að reyna að minnka kröfurnar á mig og byrja á að kynnast krökkunum og afhenda lestrarbækur...

Engin ummæli: