fimmtudagur, maí 24, 2007

Miðlar

Pantaði mér tíma hjá miðli. Ætlaði til Bíbí sem var hjá sálarranns.fél. en hún er víst löngu hætt. Fjandinn sjálfur, hún var alveg að gera sig, allavega fyrir mig. Það var allt vaðandi í ljónum í spilunum, eitt sem kom og fór á sjó (Bjöggi), eitt sem var bak við rimla (Sveinbjörn) og eitt sem ég setti svo allt mitt traust á (Bubbi). Alveg magnað!
Helga (úr 10-11) fór líka til hennar f. mörgum árum og það rættist hellingur, hún er t.a.m. með ítölskum manni. Hún hafði spáð því.

Í hitteðfyrra fór ég til Ólafs Hraundals og hann var afleitur. Það stóðst fátt nema þetta almenna, hmm... frí framundan? Ég fór sko til hans að vori!

En ég fékk tíma hjá Þórhalli og það er víst ekkert svo löng bið hjá honum núna því hann vinnur svo mikið!! Hversu góður getur miðill verið ef hann er bara með rað-lýsingar allan liðlangan daginn? Ég var líka búin að heyra að hann væri ekki svo góður og spyrði margra spurninga, en líka heyrt gott af honum þannig að ég slæ til.

Engin ummæli: