Lea útskrifaðist í gær frá FG, gleymdi alveg að nefna það í bloggfærslu gærdagssins.
Til hamingju með áfangann Lea mín og haltu áfram að vera dugleg.
Við gáfum henni saumavél í útskriftargjöf, sem kemur sér vel í kreppunni. Hún er sko alveg svakalega dugleg að sauma föt og á örugglega eftir að nota vélina helling.
sunnudagur, desember 21, 2008
laugardagur, desember 20, 2008
Allt á kafi í snjó :)
Jólin nálgast eins og óð fluga og mér finnst allt of mikið eftir.
En samt er í rauninni ekki svo mikið eftir, bara að klára að glerja, brenna það, pakka flestu inn og svo er húsið á hvolfi...
En það er allt í lagi, ég verð í veislum og boðum um helgina og verð svo mest lítið hér heima hvort sem er um jólin en það eru ansi mörg boð á milli jóla og nýárs. Þó á ég eftir að finna tíma f. boð með mömmu (maður verður nú að fara að sýna barnið um jólin :) ) og svo er mamma Bubba líka að tala um e-ð boð...
Það er svona þegar allir eru skildir, þá doblast öll boð.
En maður á náttúrulega alls ekki að kvarta, þarna verður gnægð af fríum mat. Og maður þarf jú að borða um jólin og það vel.
Prófaði snjósleðann okkar um daginn. Fengum stelpu kunningsfólks okkar til að passa litluna í svolitla stund á meðan við Bubbi fórum á sleðanum og fjórhjólinu upp í dal.
Fjórhjólið var að drulla á sig í öllum snjónum en snjósleðinn gjörsamlega orgaði áfram, vá hvað hann var fljótur upp á fótboltavellinum. Hann er líka 1000 hestöfl sem er eiginlega óþarflega mikið.
Margir hafa spurt hvenær megi prófa... það er undir hverjum og einum komið, þeir hinir sömu þurfa að koma sér hingað þegar það er snjór og Bubbi mun örugglega leyfa prufukeyrslur með glöðu geði.
Sigríður Katla fór í skoðun í vikunni og er farin að fyljga meðalkúrfunni í þyngd, enda rauk hún beint upp í þyngd en fer sér örlítið hægar í lengd, enda er hún orðin ansi búttuð og vel haldin :)
Hún brosir sínu blíðasta alla morgna svo það er engin leið að vera morgunfúll.
Verð að láta eina mynd fylgja með af henni brosandi.
Svo fórum við á jólaball ÁTVR um daginn og við náðum þessari mynd af Ólöf Jónu og Siggu. Ólöf Jóna var sko bara að spjalla við Siggu eftir ballið. Sá það þegar ég kom frá því að gefa litlunni frammi, dreif mig að sækja myndavél og smellti af.En jæja, barnið er sofnað úti í vagni og þá er best að nýta tímann og gera e-ð af viti.þriðjudagur, desember 09, 2008
Jólasteikin komin í hús:)
Enn bætist í kinnarnar á dömunni og er hún farin að minna pínulítið á bolabít... samt sætan bolabít...
Jæja, þá er sjálf jólasteikin komin í hús.
Ákvað að labba, já þið lásuð rétt, að labba í snjósköflunum með fína Simó vagninn minn niður í Bónus. Langaði aðeins að testa vagninn í svona færð, hann kom mjög vel út:)
Aðaltilgangur ferðarinnar var annars að fara með kort og pakka sem eiga að sendast til útlanda. Sendi alltaf Helle smáglaðning og fylltar lakkrísreimar hver jól:) Hún er mjög svekkt yfir því að blár Opal fæst ekki lengur, henni fannst svo mikið sport að éta nammi með klóróformi í :D´
Mér tókst að vera það tímanlega í þessu að ég gat sent Helle pakkann í B-pósti. En ef ég hefði verið að senda þetta til Noregs hefði víst ekki unnist tími f. B-póst að sögn póstafgr.konunnar því póstþjónustan í Norgegi er víst alveg afspyrnu léleg!
En ég ákvað s.s að versla smá í leiðinni og JESÚS minn hvað allt heldur áfram að hækka!! Oststykki er komið upp í tæpan 1600 kall, sem er alveg 500 kr. hækkun!!
Keypti svo munað eins og piparkökur en tímdi ekki enn að kaupa Nóa-konfektið en veit að ég gef mig stuttu f. jól...
Litla Sigríður var með versta magaverk hingað til, í nótt. Hún vældi, gargaði og kveinkaði sér til að verða 4, en þá sofnaði hún loksins greyjið, datt loksins út þegar ég var farin að ganga með hana um gólf.
Enda hefur hún verið meira og minna sofandi síðan f. utan rúml. klst. vöku í kringum 14 í dag, en þá tókst henni líka að fylla heila bleyju - jei, eitthvað sem hefur ekki tekist hjá henni í 9 daga.
Bubbi er svo nýkomin heim, skreið í bað, sofnaði og hefur nú fært sig yfir í rúmið. Hann hefur verið að moka í bænum og laga snjómoksturs-traktorsgröfuna meira og minna síðan kl. 6 í gærmorgun. En þetta er fínt að hann fái svona tarnir, fullt af næturvinnutímum sem gefa vel af sér :)
Vonandi snjóar bara nokkuð vel fram að jólum;) En nú er spáð rigningu svo hann fær frí á morgun í vinnunni.
Sem er fínt, þá klárum við líklega baðherbergið.
Skelli inn smá myndum að litla dýrinu. Hún er farin að brosa næstum eftir pöntunum sem er alveg frábært:D
föstudagur, desember 05, 2008
Georg Jensen og baðframkvæmdir
Jólin nálgast víst.
Finnst samt ekki eins og þau séu að koma, en er samt svona að reyna að mjaka mér í jólagírinn. Tók aðeins til í dag, skreytti og hlustaði á jólatónlist. Verð nú að viðurkenna að ég komst í smá gír þegar ég hengdi upp Georg Jensen skrautið mitt. Það er svo fallegt.
Á óróann frá 06 og 07. Tengdó hefur gefið mér þá. En ég hringdi samt sérstaklega í hana í dag til að láta hana vita að hún ætti ekki að kaupa óróann í ár því ég sá hvað hann er farinn að kosta og mér myndi líða illa að fá svona dýra gjöf, þar sem við ætlum ekki að gefa dýrar gjafir í ár.
Hann er kominn í 5960 kr. þar sem ég sá hann allavega!!!
Hægt var reyndar að fá eldri útgáfur á 3þús. og e-ð sem er aðeins skaplegra.
En nóg af óróum... maður er nú orðinn meira gamalmennið að hafa áhuga á þessu -hnuss.
Þarf náttúrulega ekki að taka fram hvað ég væri til í að eiga aðventukertastjakann frá þeim.
En jæja, nóg af þessu rugli, og ég meina það :)
Erum aðeins að taka baðið í gegn hjá okkur. Erum að vanda okkur mikið og leggjum mikið í þetta. Fór svo að pæla hvort það væri ekki vitleysa ef maður missir húsið...
En við munum allavega búa hér frítt (þannig séð) til nóv. 2011 þar sem frysting ÍLS er í vinnslu. Það tekur bara óhemju tíma hjá þeim að afgreiða þetta... líklega nóg að gera hjá þeim.
"Bara" að borga fasteignagjöldin sem eru um 250 þús á ári. Algjör geðveiki. Mætti halda að við byggjum ofaná olíuauðlindum.
Sigríður Katla dafnar vel. Er farin að góla þar til maður tekur hana upp, þau eru snögg að læra. En hún er nú yfirleitt voðalega góð og er foreldrum sínum ekkert of erfið. Hún þyngist dag hvern og er bara hreinlega farin að síga aðeins í þegar maður heldur á henni. Merkilegt hvað hún getur þyngst hratt.
Finnst samt ekki eins og þau séu að koma, en er samt svona að reyna að mjaka mér í jólagírinn. Tók aðeins til í dag, skreytti og hlustaði á jólatónlist. Verð nú að viðurkenna að ég komst í smá gír þegar ég hengdi upp Georg Jensen skrautið mitt. Það er svo fallegt.
Á óróann frá 06 og 07. Tengdó hefur gefið mér þá. En ég hringdi samt sérstaklega í hana í dag til að láta hana vita að hún ætti ekki að kaupa óróann í ár því ég sá hvað hann er farinn að kosta og mér myndi líða illa að fá svona dýra gjöf, þar sem við ætlum ekki að gefa dýrar gjafir í ár.
Hann er kominn í 5960 kr. þar sem ég sá hann allavega!!!
Hægt var reyndar að fá eldri útgáfur á 3þús. og e-ð sem er aðeins skaplegra.
En nóg af óróum... maður er nú orðinn meira gamalmennið að hafa áhuga á þessu -hnuss.
Þarf náttúrulega ekki að taka fram hvað ég væri til í að eiga aðventukertastjakann frá þeim.
En jæja, nóg af þessu rugli, og ég meina það :)
Erum aðeins að taka baðið í gegn hjá okkur. Erum að vanda okkur mikið og leggjum mikið í þetta. Fór svo að pæla hvort það væri ekki vitleysa ef maður missir húsið...
En við munum allavega búa hér frítt (þannig séð) til nóv. 2011 þar sem frysting ÍLS er í vinnslu. Það tekur bara óhemju tíma hjá þeim að afgreiða þetta... líklega nóg að gera hjá þeim.
"Bara" að borga fasteignagjöldin sem eru um 250 þús á ári. Algjör geðveiki. Mætti halda að við byggjum ofaná olíuauðlindum.
Sigríður Katla dafnar vel. Er farin að góla þar til maður tekur hana upp, þau eru snögg að læra. En hún er nú yfirleitt voðalega góð og er foreldrum sínum ekkert of erfið. Hún þyngist dag hvern og er bara hreinlega farin að síga aðeins í þegar maður heldur á henni. Merkilegt hvað hún getur þyngst hratt.
mánudagur, nóvember 24, 2008
Barnið lifði af pössun;)
Já, sá merki atburður átti sér stað að við Bubbi fórum í bíó saman. Sigríður Katla var hjá Leu frænku sinni á meðan og var því bíóið valið m.t.t. til búsetu hennar en við fórum í Smárabíó og yrðum því bara um 5-10 mínútur að bruna yfir hæðina ef hún yrði brjáluð.
Ég hafði talsverðar áhyggjur af því að skilja hana eftir, ekki af því að ég treysti ekki Leu heldur var ég bara hreinlega ekki viss um að barnið myndi lifa aðskilnaðinn af!!
Hringdi strax í Leu í enda götunnar, en ég hafði gleymt að segja að barnið þyrfti að ropa og svo þyrfti að skipta fljótlega á henni...
Dauðlangaði að hringja í hléinu, jafnvel fyrr... en hugsaði sem svo að Lea hlyti að hringja ef þess þyrfti.
Mér tókst að hringja ekkert.
Myndin var fín, fórum á James Bond. Mikið svakalegur töffari er maðurinn -og flottur.
Það truflaði mig hins vegar svolítið að ská fyrir framan okkur sat drengur sem bilaðist alveg í orðsins fylllstu merkingu ef það kom spennandi atriði. Þá byrjaði hann að hossa sér í sætinu, veifa höndunum og hrista hausinn eins hratt og hann gat. Og þetta var allt framkvæmt í einu...
Það var soldið fyndið að sjá þetta... en auðvitað var þetta samt ekkert fyndið sko... greinilega veikur á ferð.
En þetta orsakaði það að ég missti stundum úr spennuatriðunum, slíkur var djöfulgangurinn.
Annars gengur vel með litlu Sigríði Kötlu. Hún varð 2ja mánaða í gær og stækkar og dafnar rosalega vel.
Hún er reyndar farin að taka aríur á kvöldin. Byrjar um kl. 23-miðnættis og stendur þetta yfirleitt nákvæmlega í 3 klst. Þannig að við virðumst hafa þetta vandamál sem við Sigrún vorum að tala um, um daginn.
En í gær gladdi barnið mig og sleppti þessu kasti sínu. Þannig að við mæðgur gátum lagt okkur um 1. Eftir að hafa horft saman á Dexter.
Að sjálfsögðu verða örfáar myndir að fylgja með :)
Keypti þennan skemmtilega galla á Eskifirði í sumar. Var svo að geyma hann voða vel þar til hann myndi passa, en minnstu munaði að hún yxi framhjá honum án þess að nota hann nokkurntímann.
Við fórum í göngutúr um daginn. Fyrsta sinn sem litlan fór í vagninn. Svaka fínn Abbey Road stíll á þessu;)
Stundum gerum við æfingar. Er samt ekki nógu dugleg að láta hana gera þetta en þetta er góð æfing til að þjálfa höfuð-upphald.
Svona vorum við fínar á skírnardaginn:)
fimmtudagur, nóvember 13, 2008
Skírn eftir 2 daga
Jæja, best að sinna þessu bloggi aðeins. Hef hvort eð er ekki nennt að blogga inn á barnaland og það er óþarfi að leyfa ykkur ekkert að fylgjast með litlunni, sem er nú að fá nafn eftir 2 daga. Það verður gaman að farið að geta notað það "in public":)
Skírnin er s.s. eftir 2 daga og þó við séum bara að bjóða því nánasta eru boðsgestir komnir upp í 35!! Veit ekki hvernig þetta gerðist, en það er gott að eiga marga að:)
Er búin að vera að vinna í þessu í nokkra daga og nú eru bara nokkrir hlutir eftir s.s. að finna sokkabuxur á stelpurnar (Tuski í Hveragerði er ekki að standa sig, þarf því að fara alla leið í Rvk að finna sokkarbuxur), kaupa buxur á Bubba en hann "vex" alltof reglulega upp úr þeim sparibuxum sem hann á. Ætla líka að sækja skírnarkjólinn á morgun en hann er á saumastofu þar sem verið er að sauma nafn stelpunnar í borðann. Ólöf sér um skírnarkertið og ég hringdi áðan og lét skreytingarkonuna vita nafnið og hún lofaði að pakka kertinu vel inn svo nafnið sæist ekki:)
Skírnarkakan er í bakstri og verður sótt á laugard. Hún var nú smá hausverkur en konan í bakaríinu sagði að hún vissi ekki til að það væri hægt að fá skírnarköku m. súkkul.bragði!! og vélaði mig til að panta svampbotna og fromage m. ávöxtum... yuck!
Minnir mig bara á svampklessurnar með rjómanum og perunum í gamla daga sem voru í öllum afmælum.
En ég talaði við bakarann sjálfan áðan og auðvitað er ekkert mál að hafa súkkul.botn. Reyndar verður hann ljós á lit, en m. súkkul.bragði og svo með jarðab. og súkkul.fromage. Reyndar með smá perum í öðrum frómassnum. Og svo sykurmassi yfir, svo hún verður skjannahvít.
Vona að hún verði rosa flott.
Hlakka bara ansi mikið til dagsins. Bubbi ætlar að segja nafnið og ég er að hugsa um að halda á henni.
...Gleymdi að setja þetta inn á netið f. 2 dögum... skírnin er s.s. í dag, sem þýðir að ég hef engan fjárans tíma til að hanga á netinu... Enda hætt núna:)
Skírnin er s.s. eftir 2 daga og þó við séum bara að bjóða því nánasta eru boðsgestir komnir upp í 35!! Veit ekki hvernig þetta gerðist, en það er gott að eiga marga að:)
Er búin að vera að vinna í þessu í nokkra daga og nú eru bara nokkrir hlutir eftir s.s. að finna sokkabuxur á stelpurnar (Tuski í Hveragerði er ekki að standa sig, þarf því að fara alla leið í Rvk að finna sokkarbuxur), kaupa buxur á Bubba en hann "vex" alltof reglulega upp úr þeim sparibuxum sem hann á. Ætla líka að sækja skírnarkjólinn á morgun en hann er á saumastofu þar sem verið er að sauma nafn stelpunnar í borðann. Ólöf sér um skírnarkertið og ég hringdi áðan og lét skreytingarkonuna vita nafnið og hún lofaði að pakka kertinu vel inn svo nafnið sæist ekki:)
Skírnarkakan er í bakstri og verður sótt á laugard. Hún var nú smá hausverkur en konan í bakaríinu sagði að hún vissi ekki til að það væri hægt að fá skírnarköku m. súkkul.bragði!! og vélaði mig til að panta svampbotna og fromage m. ávöxtum... yuck!
Minnir mig bara á svampklessurnar með rjómanum og perunum í gamla daga sem voru í öllum afmælum.
En ég talaði við bakarann sjálfan áðan og auðvitað er ekkert mál að hafa súkkul.botn. Reyndar verður hann ljós á lit, en m. súkkul.bragði og svo með jarðab. og súkkul.fromage. Reyndar með smá perum í öðrum frómassnum. Og svo sykurmassi yfir, svo hún verður skjannahvít.
Vona að hún verði rosa flott.
Hlakka bara ansi mikið til dagsins. Bubbi ætlar að segja nafnið og ég er að hugsa um að halda á henni.
...Gleymdi að setja þetta inn á netið f. 2 dögum... skírnin er s.s. í dag, sem þýðir að ég hef engan fjárans tíma til að hanga á netinu... Enda hætt núna:)
þriðjudagur, október 28, 2008
Barnalandssíða
Jæja, þá er ég búin að setja á laggirnar Barnalandssíðu. Dugar ekki minna til en heil síða á al-netinu fyrir litla undrið.
Annars gengur bara vel. Hún er farin að vaka talsvert meira. Auk þess hefur hún verið svolítið pirruð í maganum sem kemur helst fram í því að hún rymur og hneggjar á næturnar. Er t.d. ansi þreytt eftir hnegg síðustu nætur og ætti eiginlega að fara að hunska mér í rúmið.
En jæja, ætla ekki að tefja ykkur meira. Svo þið komist á síðuna okkar sem er :http://barnaland.is/barn/80751
Ég mun svo breyta nafninu á slóðnni síðar í samræmi við nafnið sem hún fær eftir 3 vikur.
Og svo vil ég endilega kvitt í gestabókina :)
Annars gengur bara vel. Hún er farin að vaka talsvert meira. Auk þess hefur hún verið svolítið pirruð í maganum sem kemur helst fram í því að hún rymur og hneggjar á næturnar. Er t.d. ansi þreytt eftir hnegg síðustu nætur og ætti eiginlega að fara að hunska mér í rúmið.
En jæja, ætla ekki að tefja ykkur meira. Svo þið komist á síðuna okkar sem er :http://barnaland.is/barn/80751
Ég mun svo breyta nafninu á slóðnni síðar í samræmi við nafnið sem hún fær eftir 3 vikur.
Og svo vil ég endilega kvitt í gestabókina :)
föstudagur, október 24, 2008
Nokkrar myndir...
Bloggspottið var e-ð leiðinlegt í gær, en nú sýnist mér ég get dritað inn nokkrum myndum:)
Fyrst er agalega sæt mynd af "litlunni"
Maður getur líka verið ansi "mean looking".
Hér er verið að baða í fyrsta sinn (hefur bara farið í sturtu hingað til) og stóra systir fylgist vel með:)
Við fórum í heimsókn til Hönnu Bjargar frænku(er sjálf sett í næstu viku) , hún og Andreas knúsuðu mig.
Hér er Sigrún frænka með mig. Tekur sig bara ansi vel út sem frænka:)
fimmtudagur, október 23, 2008
1 mánaða pæja
Þá er litla skvísan orðin mánaðargömul og ég er búin að gefa mig loksins og ætla að fá mér svona bannsetta Barnalandssíðu!!
Mun senda út slóðina þegar hún er tilbúin.
Maður hefur bara svo gríðarlega þörf á að útbúa sér síðu á internetinu fyrir barnið svo að sem flestir geti dáðst að henni.
Síðan kostar 3000 kall fyrir árið og auk þess fæ ég aðgang að auglýsingadálknum en það hefur viljað loða við þetta heimili að hér gengur ýmislegt kaupum og sölum.
Núna vantar okkur t.d. að losna við fjölþjálfann (hægt er að gera 64 mismunandi æfingar í honum;) ) En fjölþjálfi þessi hefur hangið inn í skúr yfirgefinn í heilt ár. Bubbi notaði hann nokkrum sinnum, fór þá út í skúr, settist á hann og reykti sígarettu á meðan hann tosaði í nokkur bönd á þessu. Vá hvað hann barðist til að fá þetta lífsnauðsynlega tæki, keyrði upp á Skaga og allt til að kaupa þetta. Gæjinn sem seldi honum þetta er örugglega enn að flissa að þessu.
Helga sem ég var að vinna með í gamla daga í 10-11 var að eiga sitt annað barn, litla stelpu í nótt. Innilega til hamingju með prinsessuna, Helga og Marco.
Set inn myndir á morgun -nema ég verði bara komin með barnalandssíðu... (fjandinn, er með hálfgerðan hroll að þurfa að éta oaní mig mínar fyrri yfirlýsingar um þessa síðu)
Mun senda út slóðina þegar hún er tilbúin.
Maður hefur bara svo gríðarlega þörf á að útbúa sér síðu á internetinu fyrir barnið svo að sem flestir geti dáðst að henni.
Síðan kostar 3000 kall fyrir árið og auk þess fæ ég aðgang að auglýsingadálknum en það hefur viljað loða við þetta heimili að hér gengur ýmislegt kaupum og sölum.
Núna vantar okkur t.d. að losna við fjölþjálfann (hægt er að gera 64 mismunandi æfingar í honum;) ) En fjölþjálfi þessi hefur hangið inn í skúr yfirgefinn í heilt ár. Bubbi notaði hann nokkrum sinnum, fór þá út í skúr, settist á hann og reykti sígarettu á meðan hann tosaði í nokkur bönd á þessu. Vá hvað hann barðist til að fá þetta lífsnauðsynlega tæki, keyrði upp á Skaga og allt til að kaupa þetta. Gæjinn sem seldi honum þetta er örugglega enn að flissa að þessu.
Helga sem ég var að vinna með í gamla daga í 10-11 var að eiga sitt annað barn, litla stelpu í nótt. Innilega til hamingju með prinsessuna, Helga og Marco.
Set inn myndir á morgun -nema ég verði bara komin með barnalandssíðu... (fjandinn, er með hálfgerðan hroll að þurfa að éta oaní mig mínar fyrri yfirlýsingar um þessa síðu)
mánudagur, október 20, 2008
Skírn og bílaskipti
Höfum ákveðið að hafa skírnina 15 nóvember. Það vill svo skemmtilega til að það er afmælisdagur Einars, pabba Bubba.
Hringdi í dag í prestlinginn og hann samþykkti að koma og skíra heima en reyndi þó að fá okkur til að skíra í kirkjunni frekar.
Hringdi í dag í prestlinginn og hann samþykkti að koma og skíra heima en reyndi þó að fá okkur til að skíra í kirkjunni frekar.
Ég myndi kannski vilja skíra í kirkju ef ég léti Einar í Fríkirkjunni skíra, en annars vil ég bara hafa þetta heima.
Ætla að reyna að fá lánaða skál sem Helga amma á, sem hinir og þessir hafa verið skírðir upp úr:)
Ætlum að bjóða bara nánustu fjölskyldu og nokkrum vinum.
Margir ættingjar ætla að baka eitthvað og koma með svo þetta ætti að verða nokkuð auðvelt... , en ég á sjálfsagt eftir að missa mig samt... Svona veislur fara auðveldlega úr böndunum.
Erum búin að ákveða nafn, eða ég svona eiginlega kom með hugmyndina... og Bubbi samþykkti. Hann hafði samt meira um seinna nafnið að segja:) Hér ríkir jafnræði sko.
Þá er bara að fara að útbúa boðskort og senda út.
Hljómar auðvelt.
Á morgun ætla ég að prófa að mæta með litluna á svona mömmumorgun í kirkjunni. Þar hittum við aðrar mömmum og krílin þeirra. Gæti orðið fjör.
Hún tók sig til og vakti meira og minna í alla nótt. Fyrsta svona erfiða nóttin okkar :/ en veit samt að þetta gæti hafa verið miklu miklu verra. Hún háorgaði ekki neitt, urraði bara og rumdi, var mjög pirruð enda hljómuðu smellir og dynkir úr maganum á henni. Hún var s.s. með í maganum.
Gæti verið mér að kenna, drakk frekar mikið kók í gær... Líklega í lagi að fá sér 1-2 glös, ekki 5-6.
Já og svo höfum við selt trailerinn og pikkinn varð að fara með því hann er einn af fáum bílum á landinu sem er með búnað til að draga þennan trailer.
Græddum ekki á þessu, lánin voru bara yfirtekin. Svo við misstum þessa milljón sem við áttum í pikkanum, en í staðinn erum við búin að létta mánaðarlegar afborganir talsvert.
Í staðinn tókum við yfir hvítan Chevrolet Suburban "03, voða töffaralegur. Og í tilefni kreppunnar tókum við líka yfir snjósleða sem er reyndar á ísl. lánum (fáheyrður munaður núorðið) í staðinn f. öll dekkin sem Bubbi flutti líka inn og passa undir trailerinn.
Fengum því í raun 800 þús. f. dekkin því það hvílir bara 400 þús. á sleðanum.
Bubbi er himilifandi með hann og nú er skúrinn okkar orðinn fullur í orðsins fyllstu merkingu af leikföngum að ógleymdum brennsluofninum mínum og fjölþjálfanum hans Bubba sem hvorugt er notað. Já það er gott að eiga drasl... Það er nú komin kreppa....
Ætlum að bjóða bara nánustu fjölskyldu og nokkrum vinum.
Margir ættingjar ætla að baka eitthvað og koma með svo þetta ætti að verða nokkuð auðvelt... , en ég á sjálfsagt eftir að missa mig samt... Svona veislur fara auðveldlega úr böndunum.
Erum búin að ákveða nafn, eða ég svona eiginlega kom með hugmyndina... og Bubbi samþykkti. Hann hafði samt meira um seinna nafnið að segja:) Hér ríkir jafnræði sko.
Þá er bara að fara að útbúa boðskort og senda út.
Hljómar auðvelt.
Á morgun ætla ég að prófa að mæta með litluna á svona mömmumorgun í kirkjunni. Þar hittum við aðrar mömmum og krílin þeirra. Gæti orðið fjör.
Hún tók sig til og vakti meira og minna í alla nótt. Fyrsta svona erfiða nóttin okkar :/ en veit samt að þetta gæti hafa verið miklu miklu verra. Hún háorgaði ekki neitt, urraði bara og rumdi, var mjög pirruð enda hljómuðu smellir og dynkir úr maganum á henni. Hún var s.s. með í maganum.
Gæti verið mér að kenna, drakk frekar mikið kók í gær... Líklega í lagi að fá sér 1-2 glös, ekki 5-6.
Já og svo höfum við selt trailerinn og pikkinn varð að fara með því hann er einn af fáum bílum á landinu sem er með búnað til að draga þennan trailer.
Græddum ekki á þessu, lánin voru bara yfirtekin. Svo við misstum þessa milljón sem við áttum í pikkanum, en í staðinn erum við búin að létta mánaðarlegar afborganir talsvert.
Í staðinn tókum við yfir hvítan Chevrolet Suburban "03, voða töffaralegur. Og í tilefni kreppunnar tókum við líka yfir snjósleða sem er reyndar á ísl. lánum (fáheyrður munaður núorðið) í staðinn f. öll dekkin sem Bubbi flutti líka inn og passa undir trailerinn.
Fengum því í raun 800 þús. f. dekkin því það hvílir bara 400 þús. á sleðanum.
Bubbi er himilifandi með hann og nú er skúrinn okkar orðinn fullur í orðsins fyllstu merkingu af leikföngum að ógleymdum brennsluofninum mínum og fjölþjálfanum hans Bubba sem hvorugt er notað. Já það er gott að eiga drasl... Það er nú komin kreppa....
Já og svo óska ég eftir fínum síðum skírnarkjól. Mamma lét mig hafa voða fínan kjól um daginn, alsettan blúndum. Ég var skírð í honum. En hann er stuttur og mig langar svo að hafa síðan. En ég sé til. Kjóllinn minn er nú voða sætur. Barnið myndi vera eins og rjómabolla í honum.
Og ein mynd í lokin.
þriðjudagur, október 14, 2008
Myndir af Brjóstmilkingnum
Hér kemur alveg hrúga af myndum, því öllum finnst barnið svo agalega sætt að allir vilja sjá fullt af myndum af henni :D
Hér er mynd af mér í galla sem Birna Rún átti og seinna Lea.
Svona geri ég þegar ég er orðin aðframkomin af hungri :)
Hér er mynd af mér í galla sem Birna Rún átti og seinna Lea.
Stundum er hægt að fá mig til að brosa eftir pöntun, ef mér er strokið um kinnarnar :D
Það er stundum erfitt að vera svona lítill. Annars var pabbi að stríða mér og strjúka varirnar. Var bara nýbúin að drekka og ætlaði ekki að láta lauma neinu upp í mig.
Birna Rún og Stjáni kíktu í heimsókn og voru að prófa mig.
Pabbi með stelpurnar sínar. Stóru systur finnst voða gaman að halda á mér. Já, það er rosa gaman að halda á mér...Á leiðinni í bæinn. Í nýja gallanum frá ömmu Aggú og með nýju húfuna sem amma Brenda prjónaði.
Með vinum mínum í vöggunni.
Svona geri ég þegar ég er orðin aðframkomin af hungri :)
sunnudagur, október 12, 2008
Takk fyrir okkur :)
Hef alveg gleymt að þakka kærlega fyrir okkur en við höfum fengið helling af flottu dóti og fötum f.stelpuna
Frá mömmu fengum við rosa flottan 66°Norður galla
Ólöf, Pabbi og Þórný Helga gáfu leikteppi (sem hún prófaði í fyrsta sinn í dag, fannst það rosa gaman:) galla-smekkbuxur og jakka.
Ólöf Jóna stóra systir gaf systur sinni fína spiladós, galla og æðislega sætan sundbol :)
Brenda, mamma Bubba gaf stelpunni heilt prjónasett, buxur, peysu, húfu og hosur. Alveg bráðnauðsynlegt að eiga svona prjónaömmu :)
Sigrún systir Bubba gaf okkur mjög sætt teppi og snuddu-band sem við erum búin að nota alveg heilmikið.
Lea gaf henni 3 galla sem passa bara alveg strax og hettupeysu sem er agalega sæt:)
Katrín systir Bubba gaf ballerínusængurver og mjög sæta úlpu.
Gemma og Einar, pabbi Bubba gaf líka rosa flotta úlpu.
Lilja hans Þórarins (bróðir Bubba) var búin að senda okkur flottar samfellur um daginn frá Afríku.
Didda frænka gaf pening og við erum búin að kaupa kerrupoka, barnapíutæki og gjafapúða fyrir það:) Kom sér mjög vel alltsaman.
Þessi gjafapúði er algjör snilld. Hef verið að notast við venjulegan kodda hingað til og fannst svona gjafapúði algjör óþarfi en hef sko skipt um skoðun :)
Síðustu helgi kom svo mamma frá útlöndum og gaf henni annan galla (hinn var soldið stór og hann verður notaður síðar), samfellur og sokkabuxur.
Pabbi og þau kíktu líka í vikunni og Ólöf var þá búin að kaupa handa litlu bleikt flísteppi sem stendur á "Hér kúrir lítil prinsessa" Þeim fannst ekki passa að hún hefði verið vafin í blátt flísteppi á fæðingardeildinni :D En það hafði ég keypt sjálf í Rúmfó áður en hún fæddist því bæði var það ódýrt, þessi bleiku sætu voru búin (nema e-r þunnildi) og svo fannst mér sniðugt að gefa skít í þessa kynjaliti... Hún var líka orðin þekkt á sængurkv.ganginum sem "litla stúlkan í bláa teppinu" haha.
Held ég sé ekki að gleyma neinum... látið mig vita ef ég hef gert það...
Frá mömmu fengum við rosa flottan 66°Norður galla
Ólöf, Pabbi og Þórný Helga gáfu leikteppi (sem hún prófaði í fyrsta sinn í dag, fannst það rosa gaman:) galla-smekkbuxur og jakka.
Ólöf Jóna stóra systir gaf systur sinni fína spiladós, galla og æðislega sætan sundbol :)
Brenda, mamma Bubba gaf stelpunni heilt prjónasett, buxur, peysu, húfu og hosur. Alveg bráðnauðsynlegt að eiga svona prjónaömmu :)
Sigrún systir Bubba gaf okkur mjög sætt teppi og snuddu-band sem við erum búin að nota alveg heilmikið.
Lea gaf henni 3 galla sem passa bara alveg strax og hettupeysu sem er agalega sæt:)
Katrín systir Bubba gaf ballerínusængurver og mjög sæta úlpu.
Gemma og Einar, pabbi Bubba gaf líka rosa flotta úlpu.
Lilja hans Þórarins (bróðir Bubba) var búin að senda okkur flottar samfellur um daginn frá Afríku.
Didda frænka gaf pening og við erum búin að kaupa kerrupoka, barnapíutæki og gjafapúða fyrir það:) Kom sér mjög vel alltsaman.
Þessi gjafapúði er algjör snilld. Hef verið að notast við venjulegan kodda hingað til og fannst svona gjafapúði algjör óþarfi en hef sko skipt um skoðun :)
Síðustu helgi kom svo mamma frá útlöndum og gaf henni annan galla (hinn var soldið stór og hann verður notaður síðar), samfellur og sokkabuxur.
Pabbi og þau kíktu líka í vikunni og Ólöf var þá búin að kaupa handa litlu bleikt flísteppi sem stendur á "Hér kúrir lítil prinsessa" Þeim fannst ekki passa að hún hefði verið vafin í blátt flísteppi á fæðingardeildinni :D En það hafði ég keypt sjálf í Rúmfó áður en hún fæddist því bæði var það ódýrt, þessi bleiku sætu voru búin (nema e-r þunnildi) og svo fannst mér sniðugt að gefa skít í þessa kynjaliti... Hún var líka orðin þekkt á sængurkv.ganginum sem "litla stúlkan í bláa teppinu" haha.
Held ég sé ekki að gleyma neinum... látið mig vita ef ég hef gert það...
þriðjudagur, október 07, 2008
2 vikna í dag
Þá eru komnar 2 vikur síðan daman kom í heiminn með látum. Síðan hafa aldeilis ekki verið lætin í henni. Engar óstöðvandi grenjur eða óreglulegur svefn. (7-9-13) Veit að sumum finnst ég vera farin að storka örlögunum fullmikið núna :D
En það er annar heimilismeðlimur að gera mér lífið leitt. Læðan Skvísa Rós. Hún er komin á lóðarí og vekur mann á næturna með háværu væli. Í morgun (eða eiginlega í hádeginu...)vaknaði ég við kattahlandsfýlu og rauk framúr og þefaði um allt hús. Fannst ég geta staðsett fýluna og skúraði svo baðið, stofuna og ganginn... Fann poll bakvið sófann og 3 klst. seinna annan inn í þvottahúsi. Það eru sko samt örugglega fress sem eru að merkja svona, enda rak ég einn út áðan og annan af ruslatunnunni.
Barnið var farið að væla inni í rúmi en ég varð að klára að skúra fyrst, gat ekki hugsað mér að fara fram með hana í þetta. Finn alveg lykt ennþá, en vona að ég hafi fundið allt hlandið.
Er búin að panta geldingu f. læðuna á morgun. Svo að við mægður förum í okkar fyrstu bæjarferð á morgun.
Ástæðan fyrir því að við "þurftum" að sofa svona lengi var sú að við vorum sko í snúningum eldsnemma í morgun. Bubbi hringdi í losti rétt f. 8 og sagði að eldsneytið myndi líklega hækka um 50kr./l. síðar í dag... fjúff. Rauk til og fyllti báða bílana og pikkinn tekur nú ekkert smáræði sko.
Bara til að frétta það þegar ég vaknaði svo í hád. að eldsneytið hefði LÆKKAÐ um 13 kr... Maður er nú orðinn soldið slæptur á þessu rugli.
Fann mig líka í því að hamstra 2 bleyjupakka í gær. Ég meina, það er farið að vanta vörur í margar hillur í Bónus... En í dag heyrði ég að við eigum víst ekki að líða skort. Né þarf ég að fara að notast við taubleyjur... á samt 25-30 stk. Var meira að segja farin að hugsa hvar ég gæti fengið bleyjuplöst. Og var farin að pæla bara í innkaupapokum. Maður getur sko alveg lifaði í kreppu.
Ætla ekki einu sinni að skrifa um þessi 3 erlendu lán sem við erum eigendur að (ekki hamingjusamir þó) v. trailer-sins, mótorhjólsins míns eða pikkans. Hringdi áðan og fékk stöðuna og hún er mun hærri en síðasti greiðsluseðill sagði til um, samt er búið að lækka þau um nokkur hundruð þúsund því ríkisstjórnin setti hámark á þessa vísitölu eða hvað þetta heitir nú...
jæja, best að setja inn myndir af skvísunni bara til að enda þetta á gleðilegan hátt. Þetta eru samt ekki nýjustu myndir, vikugamlar. Þarf að hlaða inn nýjum myndum af vélinni.
Stór geispi hjá stóru systur.
föstudagur, október 03, 2008
Aðeins fleiri montmyndir:)
Svona var hún dugleg að drekka á spítalanum fyrstu dagana. Var of löt til að taka brjóstið. Þá fékk Bubbi að spreyta sig í mjólkurgjöf.
Það gengur glimrandi vel með stelpuna. Ljósmóðir kom í heimsókn í morgun og vigtaði hana og mældi höfuðmál. Hún er að þyngjast hæfilega og höfuðmál var það sama og v. fæðingu. En þá var hún náttúrulega m. svo ægilegt conehead eftir sogklukkuna að það var ekki að marka myndi ég halda...
Hún sefur vel á og ég var farin að hafa áhyggjur af því að hún svæfi of mikið á nóttunni, en hún tekur alveg 6 - 6,5 tíma dúra á nóttunni. Vaknar svo og drekkur smá og sefur svo c.a. 2 tíma í viðbót.
Í nótt reif ég hana svo upp eftir 4,5, klst. svefn og hún nennti sko ekkert að vakna þetta til að drekka. Reyndi að troða í hana í 20 mín, gafst svo upp og lagði hana aftur í vögguna. En eftir það svaf hún frekar illa. Ljósan sagði að það væri algjör óþarfi að vekja hana. Sum börn byrjuðu bara strax að sofa vel yfir nóttina og það væri ekkert til að hafa áhyggjur af. Ef drykkjan er regluleg yfir daginn má taka svona langa pásu yfir nóttina.
"HA! ég heyrði ekki alveg"
Í samfellunni frá Lilju. Textinn á henni á vel við:) (worth the wait)
Smá kroppasýning.
þriðjudagur, september 30, 2008
Prinsessan mætt á svæðið
Spenntir tilvonandi foreldrar að bíða eftir að fá starttöfluna:) og svo splunkunýja pæjan :)
Loksins bloggar maður um herlegheitin.
Komum nú ekki heim fyrr en í gær eftir langa viku á Landspítalanum.
Missti s.s. vatnið á mánud.kvöldið 22.9 og brunuðum beint á Lansann. Var sett af stað tæpum sólarhring seinna kl. 18:00 m. hálfri tungurótartöflu og hún virkaði svaðalega vel.
Voru komnir reglulegir samdrættir kl. 18:30 og fyrsta hríðin 18:55.
Þetta byrjaði strax að ganga mjög hratt og enginn tími gafst til að láta renna í baðið, setja diskana sem ég hafði komið með, í spilarann eða fá nálastungur.
Hékk á glaðloftinu sem virkaði nú ekki skít... var komin í hæsta skammt áður en langt um leið og þáði sko mænudeyfingu sem kom samt ekki fyrr en c.a. 21:00. Það var alltaf svo stutt á milli hríða að læknirinn varð á endanum að koma mænu-leggnum fyrir þó ég væri í hríðum. Þurfti bara að vera rosalega kyrr, svo hann myndi nú hitta á réttan stað. úff, var smeyk um að e-ð færi úrskeiðis í þessu poti hans, hann hitti nú ekki í fyrri tilraun :o Þetta er svo viðkvæmur staður.
Og jessús minn, hvernig fóru konur að hér áður fyrr. Skil ekki afhverju konur reyna að leika hetjur og ætla að fæða náttúrulega. Það er ekkert náttúrulegt v. þessa verki!!
Fékk ábót á deyfinguna um kl. 23:00 en það virkað nú lítið fannst mér enda var þá útvíkkun lokið og daman byrjuð að troða sér út. Um tíma leit þetta ekki vel út, hjartslátturinn hennar benti til streitu og teknar voru 2 ástungur úr kollinum á henni sem var farin að gægjast. (til að kanna lífsmörk) Fyrri stungan kom víst illa út og Bubbi heyrði keisara nefndan, heyrði það sem betur fer ekki, enda gat ég bara einbeitt mér að einu, að koma krakkanum út.
Reynt var að flýta enn meira fyrir með því að troða á hana sogklukku og lýsti Bubbi því eftir á að læknirinn hefði togað af þvílíku afli og notað rúmgaflinn til að spyrna sér frá... úff, enda líktist þetta svona eins og það væri verið að toga innyflin út úr mér.
En sogklukkan hrökk í bæði skiptin af.
Seinni niðurstaðan kom betur út, en þá skipti það ekki máli, hún var mætt á svæðið kl. 23:33.
Og vá hvað mér brá að fá hana allt í einu skellt í fangið á mér. Vá hvað hún var falleg. Er handviss um að þetta er fallegasta barn sem fæðst hefur :)
Og lítil var hún, litla grjónið. Bara 10 merkur og 46 cm. Enda rifn í lágmarki, sem er gott mál:)
Hún fæddist s.s. 36 vikna og 6 daga.
Og þar sem hún náði ekki 37 vikum (munaði nú bara hálftíma) og náði ekki 3000 gr. (var 2420) var ekki í boði að fara í Hreiðrið. Það þótti mér ferlegt því Bubbi má ekki vera með mér niðri á sængurkv.gangi. Rosalega var erfitt þegar hann fór um nóttina. Og hrikalegt hvað krakkinn sem konan átti sem deildi með mér stofu, grenjaði rosalega mikið.
Stóð mig samt bara voða vel þar til ég var vakin aðfaranótt sunnudags og látin vita að í stað þess að fara heim daginn eftir væri stelpan að fara í kassa strax. Þá var mér allri lokið. En hún var nú bara rúman sólarhring í hitakassa v. gulu og svo fórum við heim í gær.
Allan tímann sem við vorum inni var hún í stífu 3 tíma gjafaprógrammi og yfirleitt fékk hún mömmumjólk sem við sprautuðum upp í hana því hún var svo löt. En við æfðum okkur í brjóstagjöf og þegar heim var komið hefur allt gengið eins og í sögu:D
Mættum niður á Landsann í morgun til að mæla guluna og hún var mjög lítil svo við erum sátt.
Mamma fór á e-n stjörnuvef 3 mín. áður en hún fæddist og hún er vog í öllum merkjum (sól, mars, venus og merkúr) nema í tungli, sem þýðir tilfinningar og dalgeg hegðun, þar er hún krabbi.
Þetta verður s.s. yndisleg blanda af tilfinningasamri óákveðni :)
En auðvitað hefur uppeldið mest að segja og við ætlum sko að vanda okkur og hún fer sko í háskóla að verða e-ð merkilegt :D
fimmtudagur, september 18, 2008
Vagnamál
Nú er ég að hugsa um að kaupa mér hvorki meira né minna en nýjan vagn. Dugar ekkert minna f. prinsessuna.
Er búin að eyða hóflega litlum tíma í að þykjast leita að notuðum vagni en nenni því ekki lengur, auk þess sem mig langar innst inni í nýjan vagn :þ
Vorum komin með vagn sem er n.k. fjölskyldueign, og var búin að þvo allt lauslegt af honum og svo var Bubbi að pússa ryðið af stellinu og þrífa felgurnar og svona síðustu helgi.... og mér eiginlega féllust hendur. Langar bara ekkert að nota þennan vagn...
Of ryðgaður og of lágur og svona e-r smáatriði sem ég læt fara í taugarnar á mér.
Er búin að vera pæla í 2 týpum: Emmaljunga Duo Combi úr Vörðunni sem er eiginlega samt of lítill... en hrikalega flottur.
Og Simo Combi úr Fífu sem er líka svona kerruvagn en samt mjög voldugur og þá þarf ég bara að kaupa góðan kerrupoka því hann fylgir ekki með, en þess í stað fylgir honum góð regnslá og flugnanet.
Hef séð einn góðan kerrupoka í 66° -Ekki ókeypis, frekar en vagninn, en er hægt að nota með 5 punkta festingum sem er einmitt það sem þarf f. Graco bílstólinn... Ætli ég fari ekki af stað á morgun og versli þetta allt saman.
:D
Já, eins og þið heyrið er ég alveg á kafi í þessum pælingum.
Á orðið afar erfitt að einbeita mér í vinnunni... Vil miklu frekar hanga í barnabúðum og á barnasíðum.
Eins gott að það er farið að róast mikið í vinnunni :)
Heilsan er ágæt. Ofreyndi mig reynda aðeins í gær en ég notaði hádegishléið til að skoða í Ólavíu og Óliver og hékk svo í klst. eftir vinnu í Fífu og spekúleraði og pældi og fór svo beint upp í Krónuna. Þar þurfti ég að hanga á innkaupakerrunni í 10 mín. v. sokkarekkann og anda mig í gegnum samdrætti og ferlega verki til að meika það að komast á kassann.
Lá svo bara það sem eftir var kvölds í gær og er að reyna að taka því rólega í dag.
Verkefni dagssins er að skipta um á rúmum og setja sængina og aukahluti í vél þvi ég svitna alveg agalega á nóttunni. Skil ekkert í þessu!?
Er búin að eyða hóflega litlum tíma í að þykjast leita að notuðum vagni en nenni því ekki lengur, auk þess sem mig langar innst inni í nýjan vagn :þ
Vorum komin með vagn sem er n.k. fjölskyldueign, og var búin að þvo allt lauslegt af honum og svo var Bubbi að pússa ryðið af stellinu og þrífa felgurnar og svona síðustu helgi.... og mér eiginlega féllust hendur. Langar bara ekkert að nota þennan vagn...
Of ryðgaður og of lágur og svona e-r smáatriði sem ég læt fara í taugarnar á mér.
Er búin að vera pæla í 2 týpum: Emmaljunga Duo Combi úr Vörðunni sem er eiginlega samt of lítill... en hrikalega flottur.
Og Simo Combi úr Fífu sem er líka svona kerruvagn en samt mjög voldugur og þá þarf ég bara að kaupa góðan kerrupoka því hann fylgir ekki með, en þess í stað fylgir honum góð regnslá og flugnanet.
Hef séð einn góðan kerrupoka í 66° -Ekki ókeypis, frekar en vagninn, en er hægt að nota með 5 punkta festingum sem er einmitt það sem þarf f. Graco bílstólinn... Ætli ég fari ekki af stað á morgun og versli þetta allt saman.
:D
Já, eins og þið heyrið er ég alveg á kafi í þessum pælingum.
Á orðið afar erfitt að einbeita mér í vinnunni... Vil miklu frekar hanga í barnabúðum og á barnasíðum.
Eins gott að það er farið að róast mikið í vinnunni :)
Heilsan er ágæt. Ofreyndi mig reynda aðeins í gær en ég notaði hádegishléið til að skoða í Ólavíu og Óliver og hékk svo í klst. eftir vinnu í Fífu og spekúleraði og pældi og fór svo beint upp í Krónuna. Þar þurfti ég að hanga á innkaupakerrunni í 10 mín. v. sokkarekkann og anda mig í gegnum samdrætti og ferlega verki til að meika það að komast á kassann.
Lá svo bara það sem eftir var kvölds í gær og er að reyna að taka því rólega í dag.
Verkefni dagssins er að skipta um á rúmum og setja sængina og aukahluti í vél þvi ég svitna alveg agalega á nóttunni. Skil ekkert í þessu!?
föstudagur, september 12, 2008
þriðjudagur, september 09, 2008
Jóladagur!?
Vá hvað ég hef það gott í dag.
Nóttin gaf af sér betri svefn en ég hef náð lengi:)
Vaknaði bara 2x v. samdrátta, 2 x vegna hrota í Bubba (sem hrýtur óvenju mikið þessa dagana vegna þess að hann tognaði á hálsi við að bera inn nýja sófann f. helgi og þessar bólgueyðandi töflur láta hann hrjóta ferlega) og fór einu sinni á klósettið.
Alltaf sofnaði ég strax aftur sem er yfirleitt ekki vaninn. Þvílíkur unaður:D
Leið eins og það væri jóladagur í morgun. Veit ekki hvort maður sofi eitthvað óvenju vel þá og hvers vegna ég tengdi þennan morgun við jóladag, en þá er maður að vakna eftir gott át kvöldinu áður og í hreinum rúmfötum. Gerist varla betra.
Át nú samt bara súrmjólk í kvöldmat í gær og rúmfötin ekki alveg hrein...
Helgin var fín. Bubbi lá reyndar alveg frosin út af tognuninni og mátti sig hvergi hræra.
Á laugard. fórum við Sara (sem gisti hjá okkur 1 nótt) og Ólöf Jóna í heimsókn til Brendu ömmu þeirra en hún er búin að flytja hjólhýsið sitt nær Selfossi svo það er styttra að skjótast. Hún leyfði þeim að fara aðeins á bak en hryssan kastaði þeim af sér eftir smástund.
Ólöf Jóna er orðin soddan hestakona (fór á reiðnámskeið í sumar og allt) að hún vildi fara strax á bak aftur eftir smá grenjur -þetta var nú líka soldið fall f. 6 ára stelpur, en Sara er líklega læknuð af hestaáhuga f. lífstíð greyjið. En við teymdum allavega hestinn og var hún sátt með það.
Er svo í fríi í dag en í dag er fyrsti dagurinn á 60% vinnuhlutfallinu. -Algjör lúxus.
Ætla að vera dugleg að slappa af svo samdrættirnir minnki nú svolítið og ég meiki vinnudaginn á morgun vel. Er farin að finna f. þessari blessuðu grind en er samt eiginlega bara fegin með það, því það hlýtur að þýða að hún sé að gliðna e-ð, sem aftur hlýtur að leiða til auðveldari fæðingar... Ég ætla allavega að trúa því;)
Enda styttist í áætlaðan lendingardag stelpunnar.
Hún er væntanleg eftir 5 vikur.
Nóttin gaf af sér betri svefn en ég hef náð lengi:)
Vaknaði bara 2x v. samdrátta, 2 x vegna hrota í Bubba (sem hrýtur óvenju mikið þessa dagana vegna þess að hann tognaði á hálsi við að bera inn nýja sófann f. helgi og þessar bólgueyðandi töflur láta hann hrjóta ferlega) og fór einu sinni á klósettið.
Alltaf sofnaði ég strax aftur sem er yfirleitt ekki vaninn. Þvílíkur unaður:D
Leið eins og það væri jóladagur í morgun. Veit ekki hvort maður sofi eitthvað óvenju vel þá og hvers vegna ég tengdi þennan morgun við jóladag, en þá er maður að vakna eftir gott át kvöldinu áður og í hreinum rúmfötum. Gerist varla betra.
Át nú samt bara súrmjólk í kvöldmat í gær og rúmfötin ekki alveg hrein...
Helgin var fín. Bubbi lá reyndar alveg frosin út af tognuninni og mátti sig hvergi hræra.
Á laugard. fórum við Sara (sem gisti hjá okkur 1 nótt) og Ólöf Jóna í heimsókn til Brendu ömmu þeirra en hún er búin að flytja hjólhýsið sitt nær Selfossi svo það er styttra að skjótast. Hún leyfði þeim að fara aðeins á bak en hryssan kastaði þeim af sér eftir smástund.
Ólöf Jóna er orðin soddan hestakona (fór á reiðnámskeið í sumar og allt) að hún vildi fara strax á bak aftur eftir smá grenjur -þetta var nú líka soldið fall f. 6 ára stelpur, en Sara er líklega læknuð af hestaáhuga f. lífstíð greyjið. En við teymdum allavega hestinn og var hún sátt með það.
Er svo í fríi í dag en í dag er fyrsti dagurinn á 60% vinnuhlutfallinu. -Algjör lúxus.
Ætla að vera dugleg að slappa af svo samdrættirnir minnki nú svolítið og ég meiki vinnudaginn á morgun vel. Er farin að finna f. þessari blessuðu grind en er samt eiginlega bara fegin með það, því það hlýtur að þýða að hún sé að gliðna e-ð, sem aftur hlýtur að leiða til auðveldari fæðingar... Ég ætla allavega að trúa því;)
Enda styttist í áætlaðan lendingardag stelpunnar.
Hún er væntanleg eftir 5 vikur.
þriðjudagur, september 02, 2008
Til sölu :)
mánudagur, september 01, 2008
Ágúst að lokum komin. - og dularfull berjasending:D
Vil byrja á því að leiðrétta þann misskilning að ég ætli að nota bílstól síðan Lea var lítil;) Nokkrir hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir því.
En ég mun s.s. nota nýjan Graco stól sem er afar fínn og öruggur:D
Einnig vil ég þakka óþekktum velgjörðarmanni mínum sem var svo hugguleg/ur að skilja eftir 750 gr. Machintosh dollu stútfulla af bláberjum við þvottahúsdyrnar mínar sem ég sá þegar ég kom út í morgun.
Grunar nú að einhver hafi farið húsavillt. En þetta kom sér afar vel þar sem mig langaði mjög mikið að skreppa í berjamó þar sem loksins stytti upp í gær, en komst ekki þvi ég varð að taka því rólega.
Gott að Bubbi er búin að læra að sulta og getur því hjálpað mér, því ég má alls ekki láta þetta fara til spillis:)
Á "fleygiferð"
Fjórhjólagellan mikla:)
En ég mun s.s. nota nýjan Graco stól sem er afar fínn og öruggur:D
Einnig vil ég þakka óþekktum velgjörðarmanni mínum sem var svo hugguleg/ur að skilja eftir 750 gr. Machintosh dollu stútfulla af bláberjum við þvottahúsdyrnar mínar sem ég sá þegar ég kom út í morgun.
Grunar nú að einhver hafi farið húsavillt. En þetta kom sér afar vel þar sem mig langaði mjög mikið að skreppa í berjamó þar sem loksins stytti upp í gær, en komst ekki þvi ég varð að taka því rólega.
Gott að Bubbi er búin að læra að sulta og getur því hjálpað mér, því ég má alls ekki láta þetta fara til spillis:)
Hér er Ólöf Jóna með kisuna sem við ættleiddum af Sigrúnu. Kisan heitir því skemmtilega nafni: Skvísa Rós. Maður er ekki að kalla á hana utandyra neitt. Það er líka fyndið að heyra Bubba kalla á hana til sín:)
Á "fleygiferð"
Fjórhjólagellan mikla:)
Hér er skólastelpan. Með nýja tösku og nestisbox.
Hún er í bekk sem heitir 1 DJ í Lágafellskóla í Mósó og fékk vonandi góðan kennara og bekkjarfélaga.
Og í lokin ein af mér, komin 33 vikur.
Fór í skoðun í morgun og þar var ákveðið að ég myndi minnka við mig og ætla ég að díla við vinnuna um að vinna 3 daga í viku. Ljósan ráðlagði að vinna frekar 3 heila daga og taka frí 2 í stað þess að minnka daglega vinnutímann, því það er líka álag að keyra á milli. Ég er sko alveg sátt við þetta. Gat ekki staðið lengur en 15 mín. í gær (var að baka smá) en þá byrjuðu að koma ferlegir samdráttar og grindarverkir. Þannig að ég verð bara að sætta mig við það að fara að taka því rólega.
Einnig kom í ljós að stelpan er búin að snúa sér og er því komin í lokastöðu. Hún er samt ekki búin að skorða sig. Annars leit allt vel út, þrýstingur, prótín og bumbustærð í meðaðlkúrfunni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)