En samt er í rauninni ekki svo mikið eftir, bara að klára að glerja, brenna það, pakka flestu inn og svo er húsið á hvolfi...
En það er allt í lagi, ég verð í veislum og boðum um helgina og verð svo mest lítið hér heima hvort sem er um jólin en það eru ansi mörg boð á milli jóla og nýárs. Þó á ég eftir að finna tíma f. boð með mömmu (maður verður nú að fara að sýna barnið um jólin :) ) og svo er mamma Bubba líka að tala um e-ð boð...
Það er svona þegar allir eru skildir, þá doblast öll boð.
En maður á náttúrulega alls ekki að kvarta, þarna verður gnægð af fríum mat. Og maður þarf jú að borða um jólin og það vel.
Prófaði snjósleðann okkar um daginn. Fengum stelpu kunningsfólks okkar til að passa litluna í svolitla stund á meðan við Bubbi fórum á sleðanum og fjórhjólinu upp í dal.
Fjórhjólið var að drulla á sig í öllum snjónum en snjósleðinn gjörsamlega orgaði áfram, vá hvað hann var fljótur upp á fótboltavellinum. Hann er líka 1000 hestöfl sem er eiginlega óþarflega mikið.
Margir hafa spurt hvenær megi prófa... það er undir hverjum og einum komið, þeir hinir sömu þurfa að koma sér hingað þegar það er snjór og Bubbi mun örugglega leyfa prufukeyrslur með glöðu geði.
Sigríður Katla fór í skoðun í vikunni og er farin að fyljga meðalkúrfunni í þyngd, enda rauk hún beint upp í þyngd en fer sér örlítið hægar í lengd, enda er hún orðin ansi búttuð og vel haldin :)
Hún brosir sínu blíðasta alla morgna svo það er engin leið að vera morgunfúll.
Verð að láta eina mynd fylgja með af henni brosandi.
Svo fórum við á jólaball ÁTVR um daginn og við náðum þessari mynd af Ólöf Jónu og Siggu. Ólöf Jóna var sko bara að spjalla við Siggu eftir ballið. Sá það þegar ég kom frá því að gefa litlunni frammi, dreif mig að sækja myndavél og smellti af.En jæja, barnið er sofnað úti í vagni og þá er best að nýta tímann og gera e-ð af viti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli