Jæja, þá er sjálf jólasteikin komin í hús.
Ákvað að labba, já þið lásuð rétt, að labba í snjósköflunum með fína Simó vagninn minn niður í Bónus. Langaði aðeins að testa vagninn í svona færð, hann kom mjög vel út:)
Aðaltilgangur ferðarinnar var annars að fara með kort og pakka sem eiga að sendast til útlanda. Sendi alltaf Helle smáglaðning og fylltar lakkrísreimar hver jól:) Hún er mjög svekkt yfir því að blár Opal fæst ekki lengur, henni fannst svo mikið sport að éta nammi með klóróformi í :D´
Mér tókst að vera það tímanlega í þessu að ég gat sent Helle pakkann í B-pósti. En ef ég hefði verið að senda þetta til Noregs hefði víst ekki unnist tími f. B-póst að sögn póstafgr.konunnar því póstþjónustan í Norgegi er víst alveg afspyrnu léleg!
En ég ákvað s.s að versla smá í leiðinni og JESÚS minn hvað allt heldur áfram að hækka!! Oststykki er komið upp í tæpan 1600 kall, sem er alveg 500 kr. hækkun!!
Keypti svo munað eins og piparkökur en tímdi ekki enn að kaupa Nóa-konfektið en veit að ég gef mig stuttu f. jól...
Litla Sigríður var með versta magaverk hingað til, í nótt. Hún vældi, gargaði og kveinkaði sér til að verða 4, en þá sofnaði hún loksins greyjið, datt loksins út þegar ég var farin að ganga með hana um gólf.
Enda hefur hún verið meira og minna sofandi síðan f. utan rúml. klst. vöku í kringum 14 í dag, en þá tókst henni líka að fylla heila bleyju - jei, eitthvað sem hefur ekki tekist hjá henni í 9 daga.
Bubbi er svo nýkomin heim, skreið í bað, sofnaði og hefur nú fært sig yfir í rúmið. Hann hefur verið að moka í bænum og laga snjómoksturs-traktorsgröfuna meira og minna síðan kl. 6 í gærmorgun. En þetta er fínt að hann fái svona tarnir, fullt af næturvinnutímum sem gefa vel af sér :)
Vonandi snjóar bara nokkuð vel fram að jólum;) En nú er spáð rigningu svo hann fær frí á morgun í vinnunni.
Sem er fínt, þá klárum við líklega baðherbergið.
Skelli inn smá myndum að litla dýrinu. Hún er farin að brosa næstum eftir pöntunum sem er alveg frábært:D
2 ummæli:
Jiminn eini hvað maður er sætur! Algjör snúlla :)
já finnst þér ekki? :)
Skrifa ummæli