sunnudagur, október 12, 2008

Takk fyrir okkur :)

Hef alveg gleymt að þakka kærlega fyrir okkur en við höfum fengið helling af flottu dóti og fötum f.stelpuna
Frá mömmu fengum við rosa flottan 66°Norður galla
Ólöf, Pabbi og Þórný Helga gáfu leikteppi (sem hún prófaði í fyrsta sinn í dag, fannst það rosa gaman:) galla-smekkbuxur og jakka.
Ólöf Jóna stóra systir gaf systur sinni fína spiladós, galla og æðislega sætan sundbol :)
Brenda, mamma Bubba gaf stelpunni heilt prjónasett, buxur, peysu, húfu og hosur. Alveg bráðnauðsynlegt að eiga svona prjónaömmu :)
Sigrún systir Bubba gaf okkur mjög sætt teppi og snuddu-band sem við erum búin að nota alveg heilmikið.
Lea gaf henni 3 galla sem passa bara alveg strax og hettupeysu sem er agalega sæt:)
Katrín systir Bubba gaf ballerínusængurver og mjög sæta úlpu.
Gemma og Einar, pabbi Bubba gaf líka rosa flotta úlpu.
Lilja hans Þórarins (bróðir Bubba) var búin að senda okkur flottar samfellur um daginn frá Afríku.
Didda frænka gaf pening og við erum búin að kaupa kerrupoka, barnapíutæki og gjafapúða fyrir það:) Kom sér mjög vel alltsaman.
Þessi gjafapúði er algjör snilld. Hef verið að notast við venjulegan kodda hingað til og fannst svona gjafapúði algjör óþarfi en hef sko skipt um skoðun :)

Síðustu helgi kom svo mamma frá útlöndum og gaf henni annan galla (hinn var soldið stór og hann verður notaður síðar), samfellur og sokkabuxur.
Pabbi og þau kíktu líka í vikunni og Ólöf var þá búin að kaupa handa litlu bleikt flísteppi sem stendur á "Hér kúrir lítil prinsessa" Þeim fannst ekki passa að hún hefði verið vafin í blátt flísteppi á fæðingardeildinni :D En það hafði ég keypt sjálf í Rúmfó áður en hún fæddist því bæði var það ódýrt, þessi bleiku sætu voru búin (nema e-r þunnildi) og svo fannst mér sniðugt að gefa skít í þessa kynjaliti... Hún var líka orðin þekkt á sængurkv.ganginum sem "litla stúlkan í bláa teppinu" haha.

Held ég sé ekki að gleyma neinum... látið mig vita ef ég hef gert það...

Engin ummæli: