föstudagur, október 24, 2008

Nokkrar myndir...

Bloggspottið var e-ð leiðinlegt í gær, en nú sýnist mér ég get dritað inn nokkrum myndum:)
Fyrst er agalega sæt mynd af "litlunni"

Maður getur líka verið ansi "mean looking".

Hér er verið að baða í fyrsta sinn (hefur bara farið í sturtu hingað til) og stóra systir fylgist vel með:)


Við fórum í heimsókn til Hönnu Bjargar frænku(er sjálf sett í næstu viku) , hún og Andreas knúsuðu mig.

Hér er Sigrún frænka með mig. Tekur sig bara ansi vel út sem frænka:)

3 ummæli:

Aldís sagði...

LOKSINS get ég séð myndirnar á blogginu. Hún er ofsa sæt.

Hér bíður alltaf smá pakki handa henni. Þú veist hvað ég er snögg að senda pósta, svona síðan í bréfasendingunum í gamla daga þegar ég skrifaði alltaf "220 Hafnarfyrði".

Áttu ekki mynd af Bubba á fjölþjálfanum góða? Mjög fyndin saga.

margrét sagði...

Já þarf endilega að eiga mynd af honum með tækinu sínu. Aldrei að vita nema hann verði jafn skömmustulegur á henni og þegar á náði einu sinni mynd af honum þegar hann steig út úr nýkeyptum pick-up (þessum gamla bláa) hér f. utan. Þá hafði hann keypt þann bíl í frekar mikilli óþökk við mig...

Getur pakkinn handa henni ekki bara verið skírnargjöf... þá hefur þú c.a. 3 vikur til stefnu ;)

Helga sagði...

Hæhæ, takk fyrir kveðjuna. Mér líst rosalega vel á stjörnuspána sem þú sendir okkur. Marco er pínu hræddur við sporðdrekann okkar :o)
Erum búin að setja inn myndir af dömunni, sem virðist ætla að verða ansi lík systur sinni.