Loksins er hið langþráða páskafrí hafið. Mikið er það gleðilegt og mikið ánægjuefni. Ég hangi hér heima hjá mér og hef þurft af hlusta á endalaust tal um höfuðlugtir, dekkjastærðir og þar fram eftir götunum. Var meira að segja loksins að fá tölvuna í hendurnar þar sem hún hafði verið haldið í gíslingu í allt kvöld því það var verið að setja upp gps-in aftur í henni....eða eitthvað svoleiðis. Er nú búin að hvetja þá til að skreppa bara á barinn og það virðist vera að ganga eftir.
Mikið er ég annars orðin háð þessari blessaðri tölvu. Þó ekki sé nema til að athuga hvernig færðin er á heiðum landsins http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/pages/fu_umf_myndavelar.html (ef ske kynni að mér dytti í hug að ferðast í nótt!) og rúnta á helstu bloggunum...þar sem lítið er yfirleitt um að vera nema hjá honum Björgvini frænda í Tékklandi.
(Þetta var löng setning).Hann fær hrós fyrir afar málefnalegar og snjallar blogg-fréttir.
Hugsa að ég fari í háttinn og hvíli mig fyrir ferðalag morgundagsins. Við ætlum að keyra til Stykkishólms og gista 1 nótt í húsbílnum ef veðurguðirnir leyfa. Annars höfum við fengið vilyrði fyrir gistingu í sumarbústað sem mamma og Biggi leigja þar. Ég vona að veðrið verði þokkalegt því ég hugsa að hin fjörugu barnabörn Bigga gisti í bústaðnum og það yrði afar fjörugt um morguninn....
Bonne nuit
laugardagur, apríl 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég er líka búin að standa mig með eindæmum vel í apríl:)
Annars er ég hætt að skoða hjá Aldísi, endilega látið mig vita ef það lifnar við!
já, auðvitað. Og þú hefur líka vinninginn held ég í kommentum:) Þú færð líka hrós :)
Skrifa ummæli