Ég veit að ég hef verið löt að blogga, en það er nú óþarfi að snúa við manni baki og hætta alveg að kommenta- úff hvað mig vantar teljara ennþá...;)
Helgin var fín. Ólöf Jóna var hjá okkur og við fórum 2x í pottinn og meira að segja 1x í sund. Anna vinkona var í heimsókn í Hveró- gisti reyndar hjá tengdamömmu sinni, en ég tók þær mæðgur með á fösutdaginn úr bænum. Það var fínt að hafa Önnu, sérstaklega þar sem ég var í mikilli fýlu um helgina yfir jappadekkjakaupum húsbóndans. Við kíktum meira að segja á hinn víðfræga Snúllabar á laugardagskvöldið. Þar voru litríkir karakterar að vanda. Slatti af pólverjum sem láta sig aldrei vanta þá sjaldan sem barinn er opnaður.
Það var ákaflega hressandi að fá að heyra nokkrar klassískar pikk-öpp línur eins og "Býrðu hér í bænum", og "Hvað vinnið þið við" voru með þeim fyrstu sem fuku yfir borðið. Fleiri fylgdu í kjölfarið, s.s. "þið eruð það mest spennandi inni á þessum stað" og svo náði hann rétt að stoppa sig í "Hvað eruð þið gamlar?" Þetta var samt allt í lagi þar sem hann hélt sig innan marka þrátt fyrir allar slagarana og svo var þetta eiginlega bara soldið fyndið. Og svo þetta peppaði mann bara upp:)
Vil svo minna alla á að nú styttist óðum í páskafrí. Gaman að vera kennari þá, það þýðir 10 daga frí:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Eitt komment í boði Birnu.
Hvenær á svo að koma í heimsókn að kíkja á slottið?
Fljótlega, fljótlega....
Hæ frænka þarf að fjárfesta í 38" hvar er hagstæðast að versla?
Er bara verið að leggja upp laupana?
Margrét mín það heitir mótþróaþrjóskuröskun, og segðu það hratt:) Þeir gætu fundið málhelti út úr því.
Uss, þegar Aldís er farin að setja út á bloggleysi, þá er hart í ári:)
hvernig í ósköpunum á maður að geta legið á gluggum þegar ekkert skeður?
Er búin að taka mig á.
Sjá nýtt blogg.
p.s svo veit ég ekki hver þetta er sem er að spyrja út í dekkinn...?
Skrifa ummæli