mánudagur, mars 13, 2006

Hress á mánudagsmorgni :þ

Er nú komin úr miklu leti-helgarfríi. Sem ég tók meira að segja svolítið forskot á því ég hætti snemma á föstudaginn því ég var orðin svo skemmtilega raddlaus að enginn heyrði í mér lengur.
Það gerðist mest lítið um helgina. Það er líka ágætt stundum.
Um helgina komu samt mamma og Biggi í heimsókn og eru þau með bestu gestum sem ég hef fengið þar sem hún móðir mín kom bara með pönnukökurnar með sér sjálf. Og er nú komin í gang keppni þar sem gestir koma með með´ðí sjálfir. Ég tilkynni svo um sigurvegara þegar nær dregur sumri. Þetta var stórfínt. Fékk líka túlípana og finnskt listaverk (sæta skál)

Laugardagurinn fór að mestu í tiltekt og skúringar og þvotta og......
Sunnudagurinn fór í samúðar-þynnku með Bubba en þeir Árni Bald. máluðu bæinn rauðan á lau.kvöldinu og komu heim um nóttina með drykkjulátum. Sjálf ákvað ég að sleppa því að mæta á þennan annars mjög spennandi stað: Snúllabar.

Næst á dagskrá er að reyna enn og aftur að fá Hive til að tengja netið en þar sem ég er flutt út í sveit þarf (og þurfti held ég áður líka) tengingin að fara í gegnum Símann og þá kárnaði gamanið. Á þeim bænum eru verkefni sem tengjast öðrum netþjónustum ekki á forgangslistanum.
Ég er að gefa upp vonina... En geri það eina sem ég get og þrælslundin segir til um- held áfram að biðja þá um tengingu. Er þó búin að fá í gegn að borga ekki febrúar- en það var e-r Hive-drengur sem sagði í gegnum símann "ekkert mál, það er niðurfellt núna" Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni samt að næsti reikningur frá þeim beri með sér textann "síðasti reikningur ógreiddur" sem ég þarf svo að borga með vöxtum...
Jæja, er farin í kaffi.
Vildi að vinnudagurinn væri búin:)
vá hvað það er mikill mánudagur í mér.

4 ummæli:

Birna Rún sagði...

Ég þoli heldur ekki þessi símafyrirtæki. Verst að maður "verður" að eiga viðskipti við þau.

Aldís sagði...

Snúllabar finnst mér hljóma frekar fráhrindandi.. Þá er ég einungis að tala um nafngiftina.

margrét sagði...

Já, maður "verður" að bissnesast við þá. því miður. En eftir að þessi tenging næst, vona ég að ég þurfi ekki að standa í þessu bulli næstu árin...

Snúllabar, þetta er ömurlegasta barnafn sem uppi hefur verið. Mætti ég þá heldur biðja um Kam-bar sem dregur nafn sitt af kömbunum fyrir ofan bæinn. Það hét einu sinni bar þessu nafni í Hveragerði.

Nafnlaus sagði...

Og hver hefur ekki fengið sér í tánna á LúBarnum á Dalvík??

Ég bara spyr..