miðvikudagur, febrúar 15, 2006

klukk


Anna klukkaði mig á sinni síðu þannig að nú svara ég þessum ósköpum.
:)
jæja:
4 matarkyns sem ég held uppá.
-Fajitas pönnukökur með öllu draslinu. Helst svo troðin að ég get engan veginn lokað henni.
-Jólamaturinn í Kjarrbergi 3- svíkur engan
-Hvítlauks matreiddir humrar eins og ég lifði mikið á í Vestmannaeyjum.
-Og auðvitað Kentucky, pítan, Stællinn og allir hinir vinir mínir.

4 staðir sem ég hef unnið á.
-Flokkunarsorpstöðin Gámur -sem brann svo við hliðina á Straumsvík.
-10-11 í allt of mörg ár.
-Elliheimilið (De gamles hjem) í Haslev í DK.
-Hótel Laugarvatn í eldhúsinu.

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur.
-Shawshank Redemption. Mögnuð mynd.
-Forrest Gump. Tónlistin er æði
-Friends, ef það væri bíómynd gæti ég örugglega horft oft á hana.
-Sódóma, er kannski farin að stela frá þér Anna... En Sódómu getur maður alltaf kíkt á og skoðað Palla-sjoppu og hvað staðarhættir breytast.- þetta fer að hafa sögulegt gildi.

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi.
-Barcelona á Spáni
-París í Frakklandi
-Færeyjar- hinar ýmsu eyjar sem var hægt að keyra yfir á
-Kaupmannahöfn, oftar en ég man.

4 sjónvarpsþættir sem falla mér í geð.
-Desperate housewifes- þar eru allir svo dásamlega klikkaðir en þó ekki...
-Lost, ef sería 2 er ekki að leysast upp í vitleysu.
-Friends.
-Malcolm in the middle, House, ...

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna.
-Á ferð með Bubba í húsbílnum.
-Í heimsókn hjá Helle eða Önnu í DK.
-fyrir framan sjónvarpið í lazy-boy-inum
-í rúminu með dvd í tölvunni.

4 síður sem ég skoða oft -ekki blogg
þá versnar í því þar sem bloggið hefur nánast tekið völdin.

-dýraland.is að skoða hina sætu voffana
-mbl.is -veðrið og fleira.
-sph.is -huga að fjármálunum- alltaf að tékka á stöðunni:)
-barnaland- að skoða einhver börn

4 bækur sem ég hef lesið oft.
-Hús andanna -heil veröld út af fyrir sig.
-Litla mamma -gömul bók sem amma á Kópaskeri átti.
-Ísfólksbækurnar voru lesnar upp til agna í denn.
-Litla svarta kisa.- alltaf jafn spennandi og full af endurtekningum.

Jæja, þetta gekk barasta vel.
Nú klukka ég Aldísi og Birnu Rún, veit að þær lesa bloggið mitt og því nappa ég þær:)
Gangi ykkur vel- þetta er ekki eins erfitt og það lítur út fyrir.

Ég lét fylgja með 1 sæta mynd af Óliver en dýrin eru næstum þau einu sem ég hef hér inni á vinnutölvunni minni
afsakanir-afsakanir:)

2 ummæli:

AP sagði...

Hey! gleymdir sko 4 stöðum sem þú hefur búið á :þ

Æ hvað hann Ólíver er mikið krútt :) Langar bara næstum í kött þegar ég sé hann...

Nafnlaus sagði...

fylli mitt út bráðum
lofa...