mánudagur, janúar 30, 2006

mánudagur...

Gistum fyrstu helgina í nýja húsinu. Það var bara frábært. Ég gæti hugsað mér að vera bara þarna í heila viku og geta snúist og raðað án truflana. En við þurftum víst að mæta í vinnu í morgun- eins og ég hafi e-n tíma fyrir svoleiðis.
Uppþvottavélin stóðst undir væntingum og dýrin eru að venjast þessu öllu saman.
Byrjuðum að mála í gær og byrjuðum á mikilvægasta herberginu- svefnherberginu. Þetta er allt svo frábært að við erum langt frá því að vera komin niður á jörðina og svífum ennþá um.
Það verður samt ágætt að komast aftur í rútínuna.
Það gekk fínt að keyra svo í bæinn í morgun en svolítið erfitt að vakna. Þessa dagana stjákla ég um húsið langt fram á nætur og raða í hillur og dúlla mér.

Innflutningspartýið hefur verið áætlað 11. febrúar nk. á laugardegi og er það vel. Hlakka til og vona að ég verði búin að koma okkur vel fyrir. Hef þá allavega e-ð að stefna að.
Aldís er búin að panta gestaherbergið en það er enn laust í herbergið hennnar Ólafar Jónu :p

Jæja, nenn,eggi,meir. Best að fara með börnunum í hengimann.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pant herbergið! Úúú hvert fer maður svo að fá sér ruslfæði þarna daginn eftir? Eruð þið með subway?

margrét sagði...

já ok, þá eru bæði herbergin pöntuð:) en í sambandi við ruslfæðið. Sjoppur á hverju strái með eðal-slum-borgurum en ekkert subway eða aðrar keðjur.
Velkomin í sveitina