laugardagur, janúar 07, 2006

einu skrefi nær


Í dag fórum við austur í Hveragerði og undirrituðum kaupsamning sem er samt með fyrirvara um að við stöndumst greiðslumat en við höfum reiknað okkur sjálf fram og tilbaka inni á íbúðalánasjóði.is og teljum okkur alveg vera manneskjur í þetta.
Fórum svo að skoða húsið aftur og mældum aðeins og svona.
Við erum alveg í skýjunum yfir þessu og fáum líklega afhent í vikunni þannig að maður ætti eiginlega að vera á fullu að pakka en ég er nú aðeins byrjuð á jólaskrautinu.

Ólöf Jóna er hjá okkur núna og sér alveg um að halda stráka-kisunni honum Óliver uppteknum. Það er alveg ótrúlegt hveð kötturinn leyfir henni að tuskast með sig. Þetta er reyndar mynd af Snældu í "fanginu" á Ólöfu Jónu en hún er ekki alveg eins viljug að láta dröslast með sig eins og Óliver. Ég á nokkrar svona myndir og þær eru alveg drepfyndnar.

Fyrir þá sem langar að sjá myndir af tilvonandi einbýlishúsinu okkar bendi ég á http://mbl.is/mm/fasteignir/leit.html?fermetrar_fra=&fermetrar_til=&herbergi_fra=&herbergi_til=&verd_fra=&verd_til=&gata=Borgarhraun&lysing==
Þetta hefði kannski ekki þurft að vera svona langur linkur en....

Jæja, segið mér hvað ykkur finnst og kommentið nú.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrst vil ég óska þér til hamingju með uppþvottavélina, svo pottinn og svo er húsið nú alls ekki slæmt.
Til lukku með þetta

margrét sagði...

takk takk. já hugsaðu þér, uppþvottavél!

Nafnlaus sagði...

Til lukku með þetta hús mér sýnist það vera nokkuð gott. Linkurinn virkaði ekki hjá mér svo ég fór bara inná byr.is. Birnu Rún fannst uppþvottavélin frábær en ég segi BÍLSKÚRINN og með suðutækjunum klárum í eimingu

Nafnlaus sagði...

hvad a eg ad kaupa ibudina thina a mikid?

Bjoggi

margrét sagði...

hún er til sölu á sléttar 13,5 millur. Þú getur fengið uppvöskunargrindina með-þarf ekki að nota hana í nýja húsinu:)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju! :) Þetta virðist nú bara vera hið þokkalegasta hús! Kem og heimsæki þig í mars ;)