Gleðileg nýtt ár og allt það....
Nú er allt að gerast skal ég segja ykkur.
Íbúðin mín er semsagt á sölu og 1 búin að koma og skoða. Við erum búin að gera tilboð- með fyrirvara um að íbúðin okkar seljist- í Borgarhraunið í Hveragerði en það er það eina sem okkur langar í þarna. Tókum skoðunarátak austan heiða á milli jóla og nýárs og leist ekki á neitt annað.
Hugsa samt að við höfum boðið of lítið í það en við buðum bara 23 millj. en einmitt á sama tíma voru einhverjir aðrir að bjóða í þetta líka eftir tíðindaleysi langa lengi- týpískt. En við buðum svona lágt því við reiknuðum með að þau kæmu með móttilboð. Hvernig svo sem þetta fer vona ég bara að ÉG fái húsnæðið, það er fyrir öllu og ég vona að fasteignasalan þarna fyrir austan átti sig á því.
Á morgun er ég að fara til læknis og það er svosem ekkert leyndó, en við Bubbi viljum endilega fara að fjölga okkur (við myndum auðvitað framleiða fallegustu börnin:) og það hefur ekki alveg gengið sem skyldi þannig að nú er bara verið að fara í allsherjartékk og vonast ég til að fá svör fljótlega því ekki yngist maður...
Vinnan er byrjuð og börnin eru voðalega stillt og góð svona á heildina litið. Í gær var fyrsti skóladagurinn og þau voru svo þreytt að þau héldu varla höfði -sem var alveg ágætt.
Sjálf er maður rétt að komast í gang og reyndar er ágætt að fá rútínuna aftur. Hlakka líka til að byrja aftur á myndlistarnámskeiðinu og halda áfram að mála.
Já og lokaúrslitin eru komin úr jólagjafaleiknum.
Birna Rún 100 stig, Mamma 90 stig, Bjöggi frændi 70 stig, Aldís systir hans 80 stig (gef þér 10 aukastig vegna snúinna spurninga og vegna þess að ég er góðhjörtuð) og Anna vinkona fékk 70 stig.
Til hamingju öll sömul þið fáið allavega jólakort.
Heyrumst síðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
JÓLAKORT???
Ég á skilið ferð til spánar fyrir framúrskarandi árangur, skal þó sætta mig við gjafabréf fyrir tveim pulsum á bæjarins bestu.
Gangi þér annars vel hjá doksa á morgun.
Eitt hérna í sambandi við spurningakeppnina... Ertu ekki á leið til Spánar??
í verðlaun er öflugt innflutningspartý áætlað í febrúar-mánuði. Ykkur er öllum boðið!
Skrifa ummæli