miðvikudagur, janúar 18, 2006

2. tilraun

Ætla að gera aðra tilraun til að blogga. Varð svo fúl í gærdag þegar ég missti allt út sem ég hafði bloggað (af annars fínu bloggi) að ég nennti ekki að skrifa allt aftur.

Helstu fréttir eru þær að nú er allt komið í gegn í sambandi við íbúðina. Ég meina HÚSIÐ! Ég hringdi meira að segja í gær í fasteignasöluna til að ath. hvort öll gögn hefðu ekki verið föxuð frá bankanum avo hægt væri að útbúa kaupsamninginn en sú síðasta sem ég ræddi við í sph í gær hélt því fram að þetta þyrfti að sækjast, undirskrifast og þinglýsast áður en lengra væri haldið! Þvert á það sem aðrir höfðu sagt. En sparisjóðsmenn stóðu sig með prýði að vanda og allt skilaði sér austur. Við förum svo austur á fim, -föstud. og skrifum undir þannig að ég verð kannski bara að flytja um helgina:) Og ég vona að Bubbi verði ekki farinn vestur að vinna.

Ég setti íbúðina á Tjarnarbrautinni á leigu í gær í Fjarðarpóstinum. Ég er ansi svartsýn á að hún seljist. Birna Rún er að byrja að leita og sló inn þessum leitarskilyrðum ca. 7-17 milljónir og fékk um 500 eignir. Ég sló inn 7-20 milljónir og fékk tæplega 800 eignir og Tjarnarbrautin nýtur ekki þeirra forréttinda að vera framarlega í stafrófinu. Maður gefst vanalega upp í e-f.
Afhverju ætti fólk líka að kaupa íbúð í gömlu húsi sem þarfnast viðgerða þegar það getur fengið nýtt. Það er þvílíkt offramboð á húsnæði og ég segi nú bara eins og Didda frænka: "Hvaðan kemur allt þetta fólk sem á að flytja í öll þessi nýbyggðu hús"

Síðasta helgi var fín, eyddum laugardeginum uppi á Hellisheiði þar sem ég fékk að spreyta mig mestan part dags. Var nú ekkert að æða í einhverjar torfærur og gat líka alltaf stoppað nákvæmlega þar sem ég vildi taka mynd. Bubbi er ekki svo innstilltur inn á það. Honum fannst þetta heldur ekki mjög fjörugur túr. Um kvöldið fórum við svo seint og um síðir upp í Hrauneyjar til þess eins að detta í það í sjónvarpsherberginu þar. Keyrðum svo heim um leið og við vöknuðum seinnipartinn á sunnudeginum! Stutt en öflug ferð.

Jæja, ætla að fara í kaffi.
Bless í bili

3 ummæli:

AP sagði...

Þú mátt nú ekki vera svona svartsýn á að íbúðin seljist, hún er nú ekki einu sinni búin að vera mánuð á sölu enn þá! Svo eru örugglega margir sem vilja frekar búa í gömlu og kósý hverfi við tjörnina frekar en í einhverri nýbyggingu hálfa leiðina út í sveit...

En enn og aftur til lukku með HÚSIÐ! :)

Nafnlaus sagði...

ég er nú bara dáldið spennt að sjá herlegheitin. Á ég að taka með kakó? Þetta er nú langferð? tíhíhíhí

Nafnlaus sagði...

Ef við hefðum drukkið kakó þarna á fasteingasölunni í dag hefðum við endanlega drepist úr hita.