þriðjudagur, október 14, 2008

Myndir af Brjóstmilkingnum

Hér kemur alveg hrúga af myndum, því öllum finnst barnið svo agalega sætt að allir vilja sjá fullt af myndum af henni :D

Hér er mynd af mér í galla sem Birna Rún átti og seinna Lea.


Stundum er hægt að fá mig til að brosa eftir pöntun, ef mér er strokið um kinnarnar :D
Það er stundum erfitt að vera svona lítill. Annars var pabbi að stríða mér og strjúka varirnar. Var bara nýbúin að drekka og ætlaði ekki að láta lauma neinu upp í mig.

Birna Rún og Stjáni kíktu í heimsókn og voru að prófa mig.

Pabbi með stelpurnar sínar. Stóru systur finnst voða gaman að halda á mér. Já, það er rosa gaman að halda á mér...Á leiðinni í bæinn. Í nýja gallanum frá ömmu Aggú og með nýju húfuna sem amma Brenda prjónaði.

Með vinum mínum í vöggunni.















Svona geri ég þegar ég er orðin aðframkomin af hungri :)















Svona er ég þegar ég er virkilega södd, eins og drykkjurútur á 13 bjór.















Með pabba













Og enn er komið fólk að halda á mér:)
Afi Sævar og Amma Ólöf fengu að prófa mig.
Og Þórný Helga frænka sat alveg heillengi með mig.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman af myndum. Persónulega finnst mér þessar 3 efstu bestar, ótrúlega fyndin svipbrigði.

margrét sagði...

Félagsskapurinn í vöggunni er líka fyndin;)

Nafnlaus sagði...

ji hvað hún er sæt þú kannski heyrir klingið allaleið austur :)Æði að sjá myndina sem Ólöf heldur á henni maður sér bara stolið í augunum á henni, finnst allar myndirnar æði :)
Kv Íris

Nafnlaus sagði...

Frábærar myndir!!! :D Hún er algjör gullmoli og þið takið ykkur öll rosalega vel út í hlutverkinu :)

Babyborn hefur greinilega enn þá yfirburði hvað stærð varðar ;)

Bestu kveðjur
Anna & co

Helga sagði...

Ekkert smá skemmtilegar myndir! Langar mikið í heimsókn til ykkar að fá að dást að heinni í eigin persónu. En... held að það verði að bíða betri tíma (er með allar nýju leikskólabakteríurnar sökum Lunu). Dríf þig kanski bara í mömmuklúbb með okkur stelpunum.
Kv.Helga

margrét sagði...

Takk f. kveðjurnar :)
já finnst þér ekki allir vera ansi fínir bara sem nýbakaðir afar og ömmur;)

Helga: já geymum leikskólapestirnar endilega til betri tíma;) Er alveg til í mömmuhittinga. Er reyndar á 2 netsíðum sem hittast stundum. En alltaf gaman að hitta fleiri. ertu í góðri grúppu?

Nafnlaus sagði...

Hún er algjört æði.

með barnapíutækið.. þá finnst mér það ekkert frábært en það gerir sitt gagn svo sem. Finnst óþægilegt hvað það virðist nema bara öll hljóð í heiminum.. eiginlega of næmt.

VOnandi gengur vel hjá ykkur :)

margrét sagði...

já ok, ætlaði að prófa það um daginn, ætlaði að snarast inn í búð, en power takkinn datt yfirleitt í grænt, en það virkar bara ef það er rautt.. Þarf greinilega að tékka e-ð betur á þessu.

Já Íris ferðu ekki bara alveg í gang við þetta. Vantar Ólöfu Jónu ekki fleiri systkini ;) Annars gengur voða vel hérna með þær bara:)

Nafnlaus sagði...

æðisleg dóttir þín.. ohhhh þau eru bara yndisleg... enn njóttu njóttu njóttu þau eru lítil svo stutt.. ekki samt misskilja þau eru yndisleg á öllum aldri ... enn svo sérstaklega brothætt og þurfa á manni að halda svona fyrstu mánuðina.. ohhhh fæ hroll við tilhugsunina að vera með svona pínu kríli ´fanginu.. svona góðan hrolll..
kveðja
Guðrún og jónas sem er sko orðin rúmlega 8 mánaða!