Það gengur glimrandi vel með stelpuna. Ljósmóðir kom í heimsókn í morgun og vigtaði hana og mældi höfuðmál. Hún er að þyngjast hæfilega og höfuðmál var það sama og v. fæðingu. En þá var hún náttúrulega m. svo ægilegt conehead eftir sogklukkuna að það var ekki að marka myndi ég halda...
Hún sefur vel á og ég var farin að hafa áhyggjur af því að hún svæfi of mikið á nóttunni, en hún tekur alveg 6 - 6,5 tíma dúra á nóttunni. Vaknar svo og drekkur smá og sefur svo c.a. 2 tíma í viðbót.
Í nótt reif ég hana svo upp eftir 4,5, klst. svefn og hún nennti sko ekkert að vakna þetta til að drekka. Reyndi að troða í hana í 20 mín, gafst svo upp og lagði hana aftur í vögguna. En eftir það svaf hún frekar illa. Ljósan sagði að það væri algjör óþarfi að vekja hana. Sum börn byrjuðu bara strax að sofa vel yfir nóttina og það væri ekkert til að hafa áhyggjur af. Ef drykkjan er regluleg yfir daginn má taka svona langa pásu yfir nóttina.
"HA! ég heyrði ekki alveg"
Í samfellunni frá Lilju. Textinn á henni á vel við:) (worth the wait)
Smá kroppasýning.
5 ummæli:
Innilegar hamingjuóskir með litlu dömuna :)Ekkert smá sæt
kv. allir í Reyrengi 43
Hún er ekkert smá vakandi og skýr á myndunum. Vá, bara komin með verki af öllum þessum sætu barnamyndum, best að leggjast út af og drekka vatn... :o)
5-6 tímar á nóttu er þvílíkur lúxus! Luna vaknaði hjá okkur á 2-3 tíma fresti fyrstu 5 vikurnar. Held það gerist ekki erfiðara.
jiii sæta stelpa! hún er algjört æði :) Gott að heyra að það gangi vel með hana
Til hamingju með prinsessuna, mikið er hún falleg.
Hlakka til að sjá ykkur.
Kveðja,
Bryndís
Innilega Til Hamingju með dömuna, hún er alveg gullfalleg, svo slétt og flott. Gangi ykkur alveg rosalega vel, sjáumst svo á Reunioninu :o)
kv. Sóley Á
Skrifa ummæli