þriðjudagur, október 07, 2008

2 vikna í dag

Þá eru komnar 2 vikur síðan daman kom í heiminn með látum. Síðan hafa aldeilis ekki verið lætin í henni. Engar óstöðvandi grenjur eða óreglulegur svefn. (7-9-13) Veit að sumum finnst ég vera farin að storka örlögunum fullmikið núna :D

En það er annar heimilismeðlimur að gera mér lífið leitt. Læðan Skvísa Rós. Hún er komin á lóðarí og vekur mann á næturna með háværu væli. Í morgun (eða eiginlega í hádeginu...)vaknaði ég við kattahlandsfýlu og rauk framúr og þefaði um allt hús. Fannst ég geta staðsett fýluna og skúraði svo baðið, stofuna og ganginn... Fann poll bakvið sófann og 3 klst. seinna annan inn í þvottahúsi. Það eru sko samt örugglega fress sem eru að merkja svona, enda rak ég einn út áðan og annan af ruslatunnunni.

Barnið var farið að væla inni í rúmi en ég varð að klára að skúra fyrst, gat ekki hugsað mér að fara fram með hana í þetta. Finn alveg lykt ennþá, en vona að ég hafi fundið allt hlandið.

Er búin að panta geldingu f. læðuna á morgun. Svo að við mægður förum í okkar fyrstu bæjarferð á morgun.

Ástæðan fyrir því að við "þurftum" að sofa svona lengi var sú að við vorum sko í snúningum eldsnemma í morgun. Bubbi hringdi í losti rétt f. 8 og sagði að eldsneytið myndi líklega hækka um 50kr./l. síðar í dag... fjúff. Rauk til og fyllti báða bílana og pikkinn tekur nú ekkert smáræði sko.
Bara til að frétta það þegar ég vaknaði svo í hád. að eldsneytið hefði LÆKKAÐ um 13 kr... Maður er nú orðinn soldið slæptur á þessu rugli.

Fann mig líka í því að hamstra 2 bleyjupakka í gær. Ég meina, það er farið að vanta vörur í margar hillur í Bónus... En í dag heyrði ég að við eigum víst ekki að líða skort. Né þarf ég að fara að notast við taubleyjur... á samt 25-30 stk. Var meira að segja farin að hugsa hvar ég gæti fengið bleyjuplöst. Og var farin að pæla bara í innkaupapokum. Maður getur sko alveg lifaði í kreppu.

Ætla ekki einu sinni að skrifa um þessi 3 erlendu lán sem við erum eigendur að (ekki hamingjusamir þó) v. trailer-sins, mótorhjólsins míns eða pikkans. Hringdi áðan og fékk stöðuna og hún er mun hærri en síðasti greiðsluseðill sagði til um, samt er búið að lækka þau um nokkur hundruð þúsund því ríkisstjórnin setti hámark á þessa vísitölu eða hvað þetta heitir nú...

jæja, best að setja inn myndir af skvísunni bara til að enda þetta á gleðilegan hátt. Þetta eru samt ekki nýjustu myndir, vikugamlar. Þarf að hlaða inn nýjum myndum af vélinni.



Stór geispi hjá stóru systur.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hér er hægt að kaupa gúmí buxur til að nota yfir taubleiurnar,villtu að ég kaupi fyrir þig???
Frábært að heyra að allt gangi vel,passaðu bara barnið fyrir kettinum sumir kettir halda að þeir séu frábærar barnapíur.
Lilja

margrét sagði...

Nei ætli það nokkuð. Tökum sénsinn á að Bónus sjái um sína í bleyjumálum :D
Annars var ég komin á það að aflífa köttinn... en dýralæknirinn talaði mig inná að þyrma dýrinu. Sem við ætlum að gera... En ef ég kem að honum uppi í vöggu má hann eiga mig á fæti.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litlu prinsessuna :) hún er ekkert smá sæt!

AP sagði...

Vona að þér hafið gengið vel með kattarkvikindið (öfunda þig sko ekki!). Gaman að sjá myndir, Ólöf Jóna greinilega stolt af litla undrinu :) Snuddu myndin gefur góða mynd af stærðargráðunni (:

Nafnlaus sagði...

Vertu VAKAND yfir þessu öllu.
Sjáumst í næstu viku
KNÚS,Lilja