fimmtudagur, október 23, 2008

1 mánaða pæja

Þá er litla skvísan orðin mánaðargömul og ég er búin að gefa mig loksins og ætla að fá mér svona bannsetta Barnalandssíðu!!

Mun senda út slóðina þegar hún er tilbúin.

Maður hefur bara svo gríðarlega þörf á að útbúa sér síðu á internetinu fyrir barnið svo að sem flestir geti dáðst að henni.

Síðan kostar 3000 kall fyrir árið og auk þess fæ ég aðgang að auglýsingadálknum en það hefur viljað loða við þetta heimili að hér gengur ýmislegt kaupum og sölum.

Núna vantar okkur t.d. að losna við fjölþjálfann (hægt er að gera 64 mismunandi æfingar í honum;) ) En fjölþjálfi þessi hefur hangið inn í skúr yfirgefinn í heilt ár. Bubbi notaði hann nokkrum sinnum, fór þá út í skúr, settist á hann og reykti sígarettu á meðan hann tosaði í nokkur bönd á þessu. Vá hvað hann barðist til að fá þetta lífsnauðsynlega tæki, keyrði upp á Skaga og allt til að kaupa þetta. Gæjinn sem seldi honum þetta er örugglega enn að flissa að þessu.

Helga sem ég var að vinna með í gamla daga í 10-11 var að eiga sitt annað barn, litla stelpu í nótt. Innilega til hamingju með prinsessuna, Helga og Marco.

Set inn myndir á morgun -nema ég verði bara komin með barnalandssíðu... (fjandinn, er með hálfgerðan hroll að þurfa að éta oaní mig mínar fyrri yfirlýsingar um þessa síðu)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÞÚ ERT EINS OG ÉG , ÉG VILDI ALLS EKKI FÁ MÉR SVONA BARNALANDSSÍÐU OG STÓÐ VIÐ ÞAÐ... HAHAHAHA... ÉTTU ONÍ ÞIG ORÐIN , ENN MUNDU MAÐUR MÁ BREYTA UM SKOÐUN ÞAÐ ER SVO GOTT AÐ HAFA ÞANN MÖGULEIKA...
GANGI ÞÉR VEL MEÐ SÍÐUNA.. OG TIL LUKKU MEÐ SKVÍSUNA MÁNAÐARGAMLA...bíddu allt í einu muntu þurfa að endurskipuleggja allt heimilið eins og ég geri með minn stúf sem dregur sig á höndum um alla íbúðina... hann verður eins og stjáni blái bráðum með þessu áframhaldi... þe bicep in...
kv
Guðrún

margrét sagði...

ét-ét-ét :)
Annars er þetta mynda-niðurhalsprógramm sem fylgir barnalandi ekki að ganga inn í fartölvuna. En hún er líka að hrynja v. elli. Prófa að setja það upp í borðtölvunni.
Já úff, það verður svakalegt þegar hún fer að æða um allt.