fimmtudagur, júní 12, 2008

Ekki alveg minn dagur...

Dagurinn í dag var einn sá misheppnaðasti sem sögur fara af.
Fyrsti hluturinn sem fór úrskeiðis var að það uppgötvaðist að ég hefði ekki fattað að minnka hádegispöntun á Hótel Reykholti úr 43 pers. í 29. Þetta fattaðist ekki fyrr en klst. var í matinn þannig að hótelið vill auðvitað fá matinn greiddan.
Klúður 2 fattaðist þegar ég var að fara í gegnum gamlan póst en kona frá Fosshótel hefur sent mér póst 29 maí og spurði þá hvort hópur nokkur væri staðfestur sem pantað var fyrir löngu f. jól. Þar sem ég þekkti ekki hópanafnið -aldrei séð það áður og hafði ekki vit á að biðja e-n að aðstoða mig við að finna út úr því hvaða hópur þetta væri eiginlega heimtar Fosshótel nú afbókunargjald fyrir allavega 20 herbergi sem er ansi mikið svo ekki sé meira sagt.

Mér leið svo ömurlega yfir þessu að ég ákvað að kíkja út og fór allavega með dvd-inn í viðgerð -sem var líklega það eina sem ég gerði af viti í dag. Svo ákvað ég að kaupa mér ís til að láta mér líða betur og þar sem ég er að keyra götu eina þar sem er 30 km hámarkshraði -talandi í símann -beltislaus, tek ég allt í einu eftir grænum station bíl sem tekur alla gangstéttina og um svipað leyti og ég er að átta mig á því að skottið er stútfullt af einhverju tækjdrasli blikkar rautt flass framan í mig.

Mér var allri lokið og gjörsamlega orðlaus yfir þessu.

Bubbi sagði í símanum að maður ætti eiginlega bara að taka frí og fara heim á svona dögum. En ég fór í Nóatún og keypti kassa af ís handa skrifstofunni. Reyndar var fólkið sem þurfti helst á ís-uppsleikingu að halda akkúrat ekki við. En við hin fengum okkur þá bara ís.

Eftir vinnu hef ég verið á fullu að undirbúa Köben ferðina mína á morgun. Vildi líka endilega slétta á mér harið sem tekur allt of langan tíma og vildi líka elda mat sem var nú eiginlega alveg óþarfi og allt of mikil orku-eyðsla. Special K er alveg nógu góður matur.
Er alveg uppgefin núna. Þessi bumba er farin að þyngja mig ansi mikið.

En s.s. já ég er að fara að skreppa til DK í 4 daga og hef hugsað mér að versla slatta af barnafötum og á sjálfa mig:) Eitthvað á Ólöfu Jónu og kannski eitthvað á Bubba.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

velkomin heim. Vonandi ertu búin með þessa seinheppni