Fór í mæðraskoðun í gær og allt leit vel út. Er komin 24 vikur í dag og þá eru 16 eftir, 112 dagar...
Byrjaði líka í meðgöngujóga í gær. Kom mér á óvart hvað ég var stirð, en ég gat næstum ekki sumar einfaldar æfingar sem ég gat auðveldlega í haust. Svakalega var ég stirð. Þessi fótur (eða taug) er soldið að stríða mér. Ljósan sagði að þetta væri líklega v. þess að nú er grindin komin á hreyfingu og er líklega að þrýsta á e-a taug sem liggur frá baki niður í fót, það útskýrir þennan kjána"gang" í mér:)
Hér verður afmælisveisla næstu helgi. Ekki koma nú margir, fólk er allt í fríi um hvippinn og hvappinn. Þetta verður þá bara fámennt og gott. Ætlum að halda upp á 6 ára afmæli Ólafar Jónu með pulsu og ísáti og henda krökkunum í pottinn. Hef ekki séð hana í heilan mánuð en hún kom hérna síðast á meðan ég var úti. Ætli hún sé ekki vaxin upp úr þessum fötum sem ég keypti á hana:)
Set kannski bráðlega inn einhverjar myndir, það er svo leiðinlegt að skoða blogg án mynda.
miðvikudagur, júní 25, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Nei, nei. Það er sko ekkert leiðinlegt að skoða þitt blogg án mynda, þú ert svo ferlega orðheppin alltaf hreint að maður liggur nánast í krampa við lesturinn.
Hvenær kemur svo bókin út?
Skrifa ummæli