Þá er 19. vika og 21 vika komin hérna til samanburðar. Sá skelfilegi atburður átti sér stað að nú tek ég alltaf myndir á oddatöluvikum sem mér finnst eiginlega alveg agalegt...!!! en það er af því að það gleymdist að taka mynd eina "sléttu" vikuna og þá neyðist ég til að hafa þetta á "odda" vikum til að halda 2 vikna millibilinu...
Hérna sést allavega verulegur munur:)
Erum öll að koma til eftir jarðskjálftann en þetta hafði líklega aðeins meiri áhrif á mann en maður reiknaði með í upphafi. Við Bubbi höfum verið svo gríðarlega þreytt alla vikuna og sérstaklega fyrstu dagana á eftir. Þá vorum við nú bara algjörlega örmagna, án gríns. Núna erum við bara þreytt:)
Svo er maður svo taugaveiklaður í eftirskjálftunum, kom síðast einn í gærkvöldi þegar við vorum að glápa á imbann og svo einn í morgun þar sem ég lá í leti í rúminu. Maður svona rennir augunum yfir umhverfið, hlustar og finnur hristinginn og metur hvort maður eigi að skríða undir rúm eða drífa sig út eða bara sitja rólegur og bíða þetta augnablik þangað til allt kyrrist aftur.
En á heildina litið gengur nú allt vel. Meðgangan gengur vel og ég ætla að nýta helgina í að slappa af. Er reyndar að mana mig upp í að fara að planta kartöflum úti í garði, vona að ég sé ekki of sein að gera það. Já og svo þarf nú að vökva jarðarberjaplöntuna en ég keypti svona lítið plastgróðurhús um daginn í Europris til að gefa plöntunni meira skjól og hita. Er að reyna að ná henni jafngóðri og plöntunni sem var GRAFIN burt síðasta vor þegar bannsett vinnuvél kom að gera helv. bílastæðið f. pick-uppinn v. hliðina á skúrnum. Þetta var svo góð og gróin planta, sé ennþá eftir henni. Var sko búin að stinga í kringum hana og skrapp svo upp í Garðyrkjuskóla m. Aldísi á sumardeginum fyrsta og þá komu þessir iðnu menn og grófu allt í tætlur, ég bjóst ekki við þeim fyrr en daginn eftir, hélt að allt almennilegt fólk væri í fríi:)
5 ummæli:
Ég man það sem gerst hafi í gær þegar við komum heim til þín í tættar jarðaberjaplönturnar. Þvílík gremja.
Fín spretta í bumbunni :) Endilega haltu áfram að vera svona dugleg að taka myndir, ég hef alltaf klikkað á að taka myndir svona jafnt og þétt.
Hlakkar til að sjá þig í eigin persónu ;)
Hilsen
Anna
Aldís, Manstu eftir þétta vinnumanninum (sem var með þeim á gröfunni) þetta er einn að bestu félögum Bubba í dag, og ég mun sjá til þess að þetta sé hvorki grafið -né gleymt:)
Anna, já ég ætla að vera dugleg að taka myndir reglulega. Sé fyrir mér smá myndasyrpu í scrap-bók barnsins:)
Sem ég er reyndar ekki enn byrjuð á...
Hvað heldurðu? Við eigum von á stelpu. Luna eignast litla systur...frábær nýting á barnafötum og ég get sagt stelpurnar um börnin mín, þvílík hamingja í gangi.
Jei, alveg ferlegt að þurfa að segja "krakkarnir" eða "börnin" um afkvæmin þegar talað er um þau í sömu andrá:D haha.
En náttúrulega frábært að geta nýtt barnafötin svona vel.
Skrifa ummæli