Ég á afmæli í dag:D Er bara að taka því rólega heima og raða smátt og smátt inn í stofuna aftur eftir að nýja parketið kom. Er bara óvenju róleg yfir því að eiga afmæli og var bara "næstum því" farin að grenja í morgun- en gerði það ekki -jei fyrir mér:), en ég fæ alltaf einhvern svona amælisblús, veit ekki alveg afhverju, líklega v. þess að þetta er bara ekki eins merkilegur dagur og þegar maður var lítill. Á bara eitthvað erfitt með að aðlagast því. En ákvað f. nokkrum árum að reyna bara að hugsa sem svo að þetta væri ofurvenjulegur dagur.
Búin að fá dvd frá Birnu Rún og Stjána (örugglega svaka fín mynd -takk fyrir hana:) og rosa fínan blómvönd og sæta "ástin mín" bók frá Bubba. Reyndar gaf hann mér nákvæmlega svona bók f .2 árum svo ég mun skila þessari:) En það er hugurinn sem gildir.
Hann hafði ómögulega getað fundið upp á hverju hann gæti gefið mér í afmælisgjöf svo ég bjargaði honum þetta árið og ætla bara að kaupa mér fína skó í vikunni.
En það er bara af því að ég er tiltölulega nýkomin frá DK og var ekki að reka á eftir honum hvernig gengi að finna gjöf handa mér.
Hann sleppur ekki svona vel næsta ár, því get ég lofað. Það var einmitt þetta gjafaleysi frá Bubba sem kom "næstum" því hinu árlega afmælis-táraflóði af stað, en ég stappaði í mig stálinu og minnti mig á að ég er orðin stór og þarf ekki að væla þó að ég fái ekki pakka um leið og ég vakna.
Danmerkurferðin gekk bara nokkuð vel. Er loksins að jafna mig í skrokknum eftir allt labbið. Anna er náttúrulega orðin alveg þrælvanur labbari og var að stinga mig af með barnavagninn.
Fólk þarna labbar bara það sem það þarf, í strætó og annað. Þannig að ég skjögti með. Og ég meina sko skjögti. Bæjarferðirnar voru svo hrikalega erfiðar að ég vældi næstum því strax eftir fyrsta hálftímann. Var að drepast í vinstri fætinum út af þessari "taug" sem lætur mér vera illt frá fætinum upp í bak og mjöðm. haltra eins og ....ja- haltra bara:) Langaði rosalega að hafa staf eða göngugrind. Það hefði bjargað einhverju.
En ég keypti soldið af barnafötum, samt ekkert mikið þar sem ég fékk alveg helling af svona grunnfatnaði frá Önnu.
Fann líka æðislega óléttuföt, er sérstaklega hrifin af 2 bolum/peysu sem eru með svona ská sniði yfir brjóstin og ég get seinna meir tekið frá öðru brjóstinu í einu og þannig gefið brjóst án þess að þurfa að rífa allt upp um mig. Algjör snilld ef maður er einhversstaðar in public.Keypti líka 2 gjafa-haldara, annar er nú næstum of lítill (var samt það stærsta í HM) hinn er voða fínn úr Change en er að drepa mig eftir smástund því saumarnir eru þvílíkir innaná honum. Skrítið að hugsa ekki út í að ganga betur frá saumum/samskeytum í svona höldurum. En ég finn ráð við því:)
Keytpi líka eitthvað á Ólöfu Jónu og Bubba. Svo allir fengu eitthvað.
Jæja, ætla að skella mér niðr´í Bónus og bakarí og versla eitthvað smá f. gestina. Pabbi og Co og mamma ætla að kíkja á eftir.
Í kvöld förum við svo á uppáhaldsstaðinn okkar, Caruso. Þar ætla ég að éta á mig gat:D og koma svo heim og horfa á nýju myndina.
p.s. skrifað seinna: fékk pott (mikil búbót) og bók frá mömmu um andleg málefni og sætan vasa úr Pier frá Leu. Frá pabba og fjölsk. fékk ég slopp því þeim þykir sá ofurmjúki og þægilegi sem ég á ljótur... en ég ætla að eiga báða, veitir ekkert af þegar ég er að fara eignast litla gubbuvél
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með afmælið!!!
Gott að heyra að þú sért að jafna þig eftir ferðina ;) Allir biðja að heilsa.
Bestu afmæliskveðjur!
Til hamingju með afmælið í gær!
Skrifa ummæli