þriðjudagur, apríl 22, 2008

Fyrsta mæðraskoðun í dag:)

Jæja, þá hef ég prófað svona mæðraskoðun.
Eins gott að einhver sagði mér frá því að svoleiðis þyrfti ég að fara í.. ég get svo svarið það, að ég hélt að ég ætti bara að mæta í þessa 12 og 20 vikna sónara og svo í einhverjar skoðanir þegar ég væri komin á 7-8 mánuð... Mikið hafði ég rangt fyrir mér.

Ég mætti s.s. í morgun á heilsugæsluna í Hveragerði og er hjá ágætis ljósmóður sem heitir Sigrún.
Ég fékk að heyra hjartsláttinn en var ekki farið að standa á sama þar sem hún ætlaði aldrei að finna hann, en svo loksins heyrðist hann:) Líktist hestabrokki.

Svo voru teknar blóðprufur, mældur blóðþrýstingur og pissað á strimil til að athuga prótín og sykurmagn líkamans. Allt kom vel út. Á reyndar eftir að fá að vita úr blóðprufum, þar sem athugað var m.a. hvort að ég hafi mótefni gegn rauðum hundum eða sé með sýfilis. Vona að það síðasttalda sé ekki til staðar;)

Næst á dagskrá er svo 20v. sónarinn 29. maí en þá fáum við að vita kynið. Það verður spennandi:)

Er að klára A4 vinnuna en ég á bara 2 daga eftir. Yfirmannsbeyglan sem er kona fer svo í taugarnar á mér (það er algjörlega gagnkvæmt) að við erum hættar að yrða á hvor aðra. Ég fer bara í pásu eða læt mig hverfa inn í búð ef hún slæðist þarna inn. Sem gerist sem betur fer mjög sjaldan. Man ekki hvort að ég hafði lýst því hér en ástæða alls þessa er þegar ég tilkynnti óléttuna komin 12 vikur. Hún algjörlega bilaðist og benti mér á að ALLIR í fyrirtækinu myndu nú fá að vita að ég væri óheiðarleg og kæmi ekki hreint fram þar sem ég hefði vitað að ég væri ólétt þegar ég byrjaði þarna (algjörlega mín mistök að nefna það...) Reglugerð segir að konum beri ekki skylda til að tilkynna óléttu fyrr en á 32 viku svo að ég var bara nokkuð tímanlega myndi ég segja:)
Reyndar vorum við farnar að pirra hvor aðra aðeins áður en ég tilkynnti óléttuna, það má segja að þetta hafi byrjað á degi 2 þegar ég heimtaði sömu laun og höfðu verið nefnd í atvinnuviðtalinu, en hún ætlaði að bjóða mér 15 þús. kr. minna þegar á hólminn var komið. Ég hafði allavega betur þá þar sem ég stóð fast á mínu og lét í ljós að ég myndi ekki vinna þarna fyrir minna en talað var upphaflega um. Hún varð aldrei söm eftir þetta.

jæja, þetta er nóg í bili.
Góðar stundir:)

5 ummæli:

Helga sagði...

Vertu fegin að þurfa ekki að fara í mæðraskoðun á Ítalíu.
Sammála frænku þinni varðandi bókina, þú ert virkilega góður penni.

Skal glöð myndskreyta fyrir þig ef þú ert að spá í að gleðja yngri aldurshópana. :o)

margrét sagði...

Já, mæðraskoðun hér er alveg ágæt, hef reyndar ekki samanburðinn...

Hef oft pælt í þessari bókarhugmynd en haft allt of margar sundurlausar hugmyndir. En ég þarf kannski að fara að reyna að raða þessu saman.

Nafnlaus sagði...

Hi! I know this is somewhat оff-tοрic
hοωeveг I needed to аsk. Doeѕ оpeгаtіng a ωell-eѕtablished ωebsіte ѕuch as yοuгs require a lot of woгκ?
Ι аm branԁ new to гunnіng a blog but Ӏ ԁо wrіtе in my journal everydау.
I'd like to start a blog so I will be able to share my experience and views online. Please let me know if you have any ideas or tips for new aspiring blog owners. Thankyou!

Also visit my web page ... Tens Machine
Also see my page: Www.tensunitsforpain.com

Nafnlaus sagði...

you're in reality a excellent webmaster. The site loading velocity is incredible. It kind of feels that you are doing any unique trick. Moreover, The contents are masterpiece. you have done a magnificent job on this matter!

Also visit my homepage ... how to make money flipping cars

Nafnlaus sagði...

Wondегful blоg! I fοund it whіle brοwsing on Yаhoo Neωѕ.
Dо yоu have аny tiрs on hοw
to get listеd in Yahοо Nеwѕ?
I've been trying for a while but I never seem to get there! Thanks

Check out my page; seo dallas texas