Það er allavega skemmst frá því að segja að ég er komin með nýja vinnu enda hef ég leitað að einhverju öðru en afgreiðslunni (já Aldís ég þjáist líklega af menntasnobbi...:) síðan ég byrjaði í A4, og nú er ég komin inn hjá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar. Þar verð ég í afleysingum og undidrbúningsdeild (minnir mig að það heiti) þar til ég fer í fæðingarorlof. Konan sem stjórnar þessu man eftir Helgu ömmu og ég er viss um að það hefur hjálpað til, en ég skreytti aðeins þegar hún spurði hvort ég hefði reynslu af ferðamálum og ég sagðist hafa hjálpað til í heimagistingu ömmu minnar á Otrateignum þegar ég var yngri. Ég var nú reyndar það ung að ég flæktist nú bara fyrir... en ég var þarna:)
Ég byrja í nýju vinnunni næstu mánaðarmót og hlakka mikið til.
Þetta held ég að sé talsvert skemmtilegri vinna heldur en pennavinnan. Vinnutíminn er frá 9-17 og frí flestar helgar nema eitthvað sérstakt sé.
Læt hérna fljóta með eina mynd af Ólöfu Jónu tannlausri:) Það vantar s.s. tvær í neðri góm, hélt ég ætti betri mynd af tannleysinu en finn hana ekki..
1 ummæli:
Hæ Margrét,
Til hamingju með krílið.
Kveðjur frá ítalíunni,
Helga og co
Skrifa ummæli