laugardagur, maí 03, 2008

Fyrsta "útilega" ársins:)

Sóttum camperinn sem kom mjög vel undan vetri 1. maí og erum að fara að kíkja í fyrstu ferð ársins.
Ólöf Jóna er búin að vera að rifna úr spenninga að komast af stað en hún kom með að sækja hann á fimmtud. og hefur beðið eftir brottför stíft síðan þá.
Veit nú ekki hvort við verðum eins dugleg að ferðast í ár og síðasta sumar. Þá fórum við hverju einustu helgi (og ég lýg því ekki:) þar til um verslunarmannahelgina, eftir það fórum við einu sinni á einhverja daga í Þorlákshöfn í lok ágúst og svo fór hýsið í geymslu.
Stefnan er tekin eitthvað austur.

Annars er það líka að frétta að ég er komin í nýju vinnuna og líkar mjög vel. hef verið að leysa ýmis verkefni f. hinar stelpurnar á skrifstofunni og það hefur verið mjög lærdómsríkt. Hef t.d. lært að: gera aksturskýrslur f. bílstjórana, vouchera, leiðarlýsingu f. leiðsögumennina og ýmsar nýjar skammstafanir:)

Það er auðvitað eitt challenge þarna en það vinnur þarna sjálfstæðismaður sem finnst ekki mikið til kennarastéttarinnar koma... Við erum samt orðin ágætis vinir;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ertu komin með vírus comment?
Heyrði í pabba í gær, hann var agalega sáttur með ferðina. Mögulega reyni ég að koma með í eina í sumar. Það er að segja ef þið skammist ykkar ekki fyrir að vera með tjald nálægt ykkur:)

margrét sagði...

Er tjaldið ljótt??
Þá geturðu tjaldað niður við ánna.

Þetta var annars ágætis ferð, vaknaði um 10:30 þegar pabbi var að koma með Ólöfu Jónu úr sjoppuferð. Þá var hún búin að fá gos fyrr um morguninn. Svo var hún á flækingi allan daginn og át lítið nema meira nammi og ís. Enda grenjaði hún bara þegar við komum heim um 6 leytið v. ofneyslu sykurs (það vill ég allavega meina;) Ástandið lagaðist þegar hún fékk kvöldmat í kroppinn.

Aldís sagði...

Það jafnast ekkert við á að læra nýjar skammstafanir..