föstudagur, júní 08, 2007

Hiti og svaekja í Amsterdam

Thá erum vid Bubbi stodd í Amsterdam. Komum hérna í gaerdag og í dag var fyrsta skólaheimsóknin af thremur. Fórum í Montesorri skóla. Thad var mjog fródlegt ad sjá skóla í odru landi og mesta athygli vakti hve bornin voru stillt og róleg. Thau voru svo undurstillt og kennarinn gekk rólega á milli og thjálfadi t.d stelpu ad fara ofaní upphleypta stafi. Nemendur unnu sjálf og fundu sjálf út úr hlutunum í stad thess ad thjóta beint í kennarann eftir adstod af thví ad thau kunna ekki ad hugsa sjálfstaett. Yngstu bornin voru 4 ára og thá er einmitt gott ad byrja ad kenna theim stafina thví thau hafa svo brennandi áhuga á thví.
En thessa ótrúlegú ró aetla ég ad reyna ad innleida í mitt bekkjarstarf naesta vetur.

Hitinn hefur verid med ólíkindum eda allt upp í 32-33 grádur. Thad thykir mér harla gott komandi frá Íslandi. Rakinn er líka thvílíkur ad madur naer stundum ekki andanum, allavega ekki ef madur er uppi á herbergi. Thar er thessi forláta vifta sem stendur uppi á bordinu og naer engan veginn ad laga ástandid. Erum einmitt á leidinni út núna, Bubbi er bara adeins á barnum (gaeti thad verid). Thad var einmitt algjoru úrhelli ad ljúka. En thad er sko samt búin ad vera naestum eintóm sól. Haha. Madur verdur alveg soldid brúnn thegar heim verdur snúid á thridjud.
Bless í bili.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sæl!

Gaman að sjá hvað þú hefur verið dugleg að blogga síðan ég kíkti hér við síðast :) þarf að fara að taka þig til fyrirmyndar.

Hér í danaveldi eru allir að steikjast líka, úff... mætti sko gjarnan koma smá demba... en það eru einmitt 30 gráður og logn hérna núna og alveg ólíft úti í garði.