Ég verð að halda áfram með harðræðissöguna um digital-tæknina ógurlegu!
Nú hefur mér tekist að prenta út slatta af myndum og það var allt annað en auðvelt. Afhverju er það þannig í auglýsingunum að fallega konan styður létt á hnappinn og allt gengur eins og í sögu?(hef reyndar enga ákveðna prentara auglýsingu í huga en maður sér þetta samt alveg fyrir sér)
Það var eilífðar strögl að fá þessar myndir. Annaðhvort var blekið búið, prentarinn hætti bara að vinna eða þá að tölvan fór hreinlega út úr forritinu! Svo þarf alltaf að eiga pappír og hann er ekki svo ódýr nema maður kaupi einhvern hálfgerðan skeini-pappír.
Reyndar voru prentskipanirnar nokkuð stórar í hvert sinn eða ca. 150-180 myndir. En ég hef enga stjórn á mér í sambandi við ljósmyndunina sjálfa með digital vél þannig að myndirnar eiga það til að verða nokkur hundruð ef einhver viðburður á sér stað (eins og t.d jólin 2004- bara pakkaopnunin með Ólöfu Jónu voru um 250 myndir!!!) Það er ekki skrítið að barnið sé komið með myndavélastæla!
Ég er búin að setja eitthvað af þessu í albúm og verð að geyma hluta af myndunum sem ég hef þó prentað út því ég er ekki komin nema að janúar 2005!!!! og ég vil ekki raða saman myndum frá jan 05 og sept 06. Það er alveg af og frá.
Næst er bara að skoða mynddiskana frá febrúar 05- maí 05 og flokka út þær myndir sem ég vil
eiga á mynd og svo þarf að setja það í sér fæl. Þannig að nú er bara að stokka sig upp af ljósmyndapappír og taka fyrir næsta tímabil eða láta kannski bara flokkunina nægja og spara mér geðveikisvinnu og fara barasta með þetta í fuji.
Ég vil bæta því við að ég hef tekið upp gamalt og gott gildi- filmuvélina góðu. Ég fór í matarboð í gær og tók einungis 7 myndir!!. Enginn var flassblindur eða orðin þreyttur á að sitja fyrir:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég skil ekki hvernig nokkur maður nennir þessu. ég föndraði að minnka ca 15 myndir um daginn og ég var að verða geðveik. Legg ekki í að minnka fleiri og setja á netið næstum strax
Hver var það eiginlega sem kom því í hausinn á öllum að digital myndvinnsla yrði á allra færi svo auðveld sem hún væri....????
Það er argasta kjaftæði!
Sjáumst í matnum í kvöld:)
Hvað ertu að skamma mig fyrir bloggleysi?
Kemur úr hörðustu átt
heyr, heyr...
Já það er ástæða fyrir þessu öllu...það kemur alltaf page expired þegar ég ýti á "publish blog". Bloggið hverfur ekki en vill ekki fara á netið...
...skiljiði???!!!!
Skrifa ummæli