Yndislega veðrið heldur áfram...eða þannig:(
Við erum á leið á ættarmót uppi á Skaga með afkomendum mömmu hennar Brendu (tengdamömmu) Það er engin rífandi stemmari í gangi en best að hætta þessu væli...sumir eiga nú enga fjölskyldu...eða óþolandi fjölskyldu...eða...jæja þið náið þessu.
Eins og veðurfræðingurinn á Bylgjunni sagði í fyrradag -sem fékk mig til að hugsa þar sem ég tengi mig vel við svona hugsanagang- "hugsið ykkur hvernig hafi verið að búa í moldarkofa fyrir 80 árum og veðrið eins og það verður á morgun" (s.s í gær)...huggulega tilhugsun ekki satt?
Stundum óska ég þess að nú væri árið 1900... allt virtist vera einfaldara þá. Þá vaknaði fólk bara og vann-borðaði-vann-borðaði-hlustaði á húslestur og fór að sofa. En það er líka voðalega gott að hanga bara inni í dag og blogga með hundinn liggjandi við hliðina á sér á plastparketinu...
Hugsið ykkur hvað við höfum rokið áfram í þróun síðustu nokkra tugi ára! Er nema von að helstu sjúkdómar nútímans séu andnauð, streita og ofneysla ýmiskonar. Við kunnum ekki að höndla allt þetta nýja og höfum ekki undan að læra ný orð yfir nýja hluti- að ekki sé minnst á öll nýju tökuorðin yfir hluti sem við eigum meira að segja þó orð yfir!
Ég fann t.d nýtt orð yfir flottar konur í gær (í framhaldi af heimsókninni í Þrastarlund-sjá neðar hér) orðið: sprengja. Hljómar það ekki vel? Þetta er algjör sprengja- í rauninni það sama og bomba en samt útfærðara. Felur líka í sér tvöfalda merkingu: Álíka spennandi og sprengja og til þess gerð að sprengja í....
Rignið ekki niður og góða helgi
laugardagur, júlí 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sprengingar er einmitt nýjasta nýtt. Að sprengja í e-n.
Persónulega finnst mér það þó skárra orðaval en það sem ég heyrði eitt sinn: að kítta upp í..
böö ég á ekki að vita þetta
Skrifa ummæli